Feykir


Feykir - 20.08.2015, Side 11

Feykir - 20.08.2015, Side 11
31/2015 11 Hundakeppni og leitin að stærsta rabbarabaraleggnum SveitaSæla 2015 um helgina Landbúnaðarsýningin SveitaSæla verður haldin í Skagafirði um næstu helgi. Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur, verk- efnastjóra sem sér um sýninguna í ár, er Sveita- Sæla að vaxa og þróast og alltaf eitthvað nýtt af nálinni á hverju ári. Opið verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum frá klukkan 10 til 17:30 á laugar- daginn, en Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun setja SveitaSælu formlega klukkan ellefu um morguninn. Steinunn er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Hólum, þar sem viðburðastjórnun er hluti af náminu. Hún segir forsvarsmenn Flugu, sem rekur UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Reiðhöllina Svaðastaði, hafa vitað af sér og því fengið sig til að sjá um SveitaSæluna þetta árið. Hún segir verkefnið skemmtilegt og undirbúning hafa gengið vel. SveitaSæla er samstarfsverkefni Búgreinafélagana í Skagafirði, Búnaðarsambands Skagfirðinga, Flugu hf. og sveitarfélagsins Skagafjarðar. „Þetta er uppskeru- hátíð bænda þar sem að allar búgreinar koma saman. Við fáum umboðsaðila með varning tengdan landbúnaði til að kynna og selja sínar vörur. Við leggjum einnig áherslu á að fá sem flestar greinar landbúnaðar til þess að hafa varning sinn til sýnis. Allt frá stórtækum vinnuvélum til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Gestastofu sútar- ans,“ segir Steinunn. „Einnig eru ýmsar sýningar sem eru þarna upp á skemmt- anagildið, til dæmis kálfasýn- ingin þar sem börn koma með kálfana sína og sýna þá. Í ár ætlum við til dæmis að vera með hundasýningu og kjósa sveitasælurakka/sveitasælutík 2015. Jafnframt verður sam- keppnin um stærsta rabbarbara- legginn og ætla húsmæður í Skagafirði að skunda á sýn- inguna með rabbarbarann sinn,“ segir Steinunn. Þá má nefna að á sýningunni er handverksmarkaður, húsdýra- garður og fleira. Aðgangur er ókeypis og veitingasala er á staðnum. Það eiga því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sýningunni, hvort sem þeir stunda landbúnað eða ekki. Á sunnudaginn verða svo opin bú víðs vegar um Skagafjörð þar sem bændur í ýmsum búgrein- um bjóða heim. Það er því tilvalið að taka sunnudagsrúnt og kíkja heim á sveitabæina. Uppskeruhátíð fyrir alla Steinunn segir helstu nýjung- arnar í ár vera hundasýninguna og rabbarbarakeppnina, auk þess sem fleiri aðilar hafi bæst við sem sýningaraðilar. Þá verði menntun í landbúnaði gerð sérstök skil þetta árið og nú verði Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri með í fyrsta sinn. „Það er ákveðinn grunnur sem er alltaf með og nú hafa bæst við nýir aðilar. Við reynum alltaf að finna einhverjar nýjar hliðar. Þetta er ákveðin veisla fyrir sýningaraðilana líka,“ segir Steinunn. SveitaSæla hefur verið mjög vel sótt til þessa. Steinunn á von á því að í ár verði engin undan- tekning þar á. „Við erum að kynna þetta fyrir ferðaskrif- stofunum og markaðsstofunum. Þetta er tilvalið stopp fyrir hópa og ferðafólk, að koma og kynna sér íslenskan landbúnað,“ sagði Steinunn að lokum. „Samþykkjum aldrei loftlínu“ Opinn fundur í Varmahlíð um Blöndulínu 3 Á opnum fundi um Blöndulínu 3, sem haldinn var í Varmahlíð á sunnudag- inn, kom skýrt fram að landeigendur myndu aldrei samþykkja lagningu loftlína um lönd sín. „Upplýsingar sem fram komu á fundinum sýndu fram á að Landsnet hefur ítrekað beitt blekkingum í samskiptum sínum við landeigendur og fjölmiðla,“ segir í fréttatilkynningu frá fundinum. Um 40 til 50 manns, landeigendur og íbúar á svæðinu, sóttu fundinn, að sögn Helgu Rósar Indriðadóttur, eins af skipuleggjendum hans. Hún segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi, en á honum fór Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur yfir ferlið; hvernig skipulagsmálin gengju fyrir sig og hvað væri hægt að gera eins og málin standa. Einnig flutti Karl Ingólfsson erindi um rafmagnsnotkun og hvernig flutnings- kerfið virkaði, ekki síst hvers vegna leggja á þessa nýju línu sem er eingöngu er stóriðjulína. Helga Rós sagði tilgang fundarins einkum að reyna að upplýsa fólk um hið rétta. „Þeir berja höfðinu við steininn hjá Landsneti. Þeir eru vissulega að vinna eftir lögum, að gera þetta sem hagkvæm- ast, en þeir hafa aldrei viljað bera þetta saman við þann möguleika að leggja línuna jörð, eins og verið er að gera víða í löndunum í kringum okkur. Kostn- aðarmunurinn er ekki eins mikill og þeir hafa haldið fram,“ sagði Helga Rós. Samkvæmt nýrri kerfisáætlun Lands- nets stendur til að fara svokallaða Efribyggðarleið með Blöndulínu 3. „Það voru tveir valkostir í stöðunni þegar áform um línuna voru fyrst kynnt og fram til 2014 en sveitarfélagið hafði ekki tekið afstöðu til þeirra,“ segir Helga Rós. „En núna hefur skipulagsvaldið verið afnumið af sveitarfélögunum með nýjum raforkulögum frá í maí og Landsnet skellir þessu inn.“ Línan myndi samkvæmt kerfisáætluninni liggja frá Kirkjuhóli við Vatnskarð, fyrir ofan bæina á Efribyggð, þvert fyrir Mæli- fellshnjúk og síðan neðan við Hamraheiði rétt hjá bænum á Starra- stöðum, áfram austur yfir eggjarnar og yfir í Flatatungu og þar áfram inn í Öxnadalsheiðina, samhliða gömlu Rangárvallalínunni. Fundarmenn voru sammála um að næsta skref væri að óska eftir fundi með sveitarstjórn til að fara yfir málið. Þá vilja aðstandendur fundarins benda á að frestur til að skila athugasemdum við tillöguna sé til 1. september og vilja hvetja fólk til að nýta sér hann. Helga Rós segir slíkar athugasemdir ekki þurfa að vera mjög formlegar eða flóknar en það sé um að gera að sem flestir láti í sér heyra. „Við hvetjum alla til að kynna sér þetta og láta í sér heyra,“ sagði hún að lokum. /KSE Inn á fundinn barst eftirfarandi ályktun frá hópi landeigenda á Blöndulínu 3: „Samþykkjum aldrei loftlínu! Landeigendur á línuleið Blöndulínu 3 ítreka enn og aftur að þeir munu aldrei samþykkja lagningu loftlínu um lönd sín. Við hvetjum landsmenn til að mótmæla tillögu að kerfisáætlun Landsnets sem gerir ráð fyrir stóriðjulínum frá Blönduvirkjun í vestri um Akureyri til Fljótsdals sem og yfir Sprengisand, þvert á langtímahagsmuni ferðaþjónustu og matvælaframleiðenda. Í byrjun júní samþykkti Alþingi að breyta raforkulögum þannig að skipulagsvald var tekið af sveitarfélögum. Landeigendur skora á alþingsmenn að leiðrétta mistök sín svo að sveitarfélögin endurheimti skipulagsvaldið frá Landsneti sem nú vinnur, sem aldrei fyrr, að undirbúningi stóriðjulína. Frá 2008 hefur ríkisfyrirtækið Landsnet ítrekað verið staðið að ósannindum. Fyrirtækið heldur uppi áróðri, með aðstoð almannatengla, þar sem kostnaður við lagningu jarðstrengja er ýktur, um leið og því er haldið fram að sjónræn áhrif loftlína minnki með því einu að færa þær frá vegum landsins. Lausnin er lagning jarðstrengja.“ Frá opnum fundi um Blöndulínu 3 sem haldinn var á Hótel Varmahlíð síðastliðinn sunnudag. MYND: BERGLIND INDRIÐADÓTTIR Steinunn Gunnsteinsdóttir er verkefnastjóri SveitaSælunnar í ár. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.