Feykir


Feykir - 20.08.2015, Qupperneq 14

Feykir - 20.08.2015, Qupperneq 14
14 31/2015 Skagfirðingurinn María Eymundsdóttir hefur komið sér upp heldur óhefðbundn- um búskap, allavega á Íslandi, en hún stundar býflugna- búskap. Áhugann á búskapnum segir hún hafa blundað hjá henni um nokkurt skeið en í ár ákvað hún að sigrast á óttanum við þær röndóttu og koma sér upp búi. Blaðamaður Feykis ræddi við Maríu á meðan hún hugaði að flugunum sínum. María segist alltaf hafa haft áhuga á hverskonar heimaframleiðslu. Hún og eiginmaður hennar, Pálmi Jónsson, deila því áhugamáli og segir hún framleiðsluna fara vaxandi með hverju árinu sem líður. Pálmi stundar bæði fisk- og skotveiðar og eru hjónin með hænur í garðinum sínum á Sauðárkróki og rækta þar jafnframt ýmiskonar grænmeti og eru með gróðurhús. Þau fara einnig í slátur- og bjúgnagerð og útbúa gjarnan ost og harðfisk. Pálmi hefur einnig bruggað bjór eftir að María gaf honum bjórnámskeið í afmælisgjöf. „Við værum rosa fín svona um 1900 – við gerum þetta bara sjálf,“ segir María og hlær. Þau fjárfestu nýlega í landskika í Hellulandi í Hegranesi, sem þau nefna Hulduland. Þar geymir María býflugurnar. „Þær fengu aðsetur þar, fjarri byggð og þar sem fólk þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim,“ segir María og brosir. En hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara í býflugna- búskap? „Mér hefur þótt þetta spennandi sl. í fjögur ár en ég hef alltaf verið ógurlega hrædd við þær. Ég hef verið ein af þeim sem eru hrædd við allt röndótt, hvort sem það stingur eða ekki. Og þegar ég hef séð þær íslensku þá hef ég frosið og hugsað með mér: „Fljúgðu framhjá, fljúgðu framhjá,“ segir hún og hlær. María bætir við að hún hafi þó aldrei verið stungin heldur hljóti sú hugsun, að þetta séu stórhættuleg dýr, að vera í undirmeðvitundinni. „En mér fannst þetta spenn- andi og hugsaði með mér: „Af hverju ekki bara að láta slag standa?“ Maður hefur kannski gott af því að horfast í augu við óttann. Síðan hafa strákarnir mínir þrír allir verið stungnir í gegnum tíðina og virtust ekki finna mikið fyrir því – það komu allavega engin tár. Þá hugsaði ég með mér: „Jæja, það er ekki heimsendir þótt ég verði stungin.“ Við það urðu smá þáttaskil.“ Til að geta keypt flugur af Íslenska býflugnafélaginu þurfti María að sækja námskeið á vegum félagsins sem hófst í janúar. Það var eina helgi í mánuði, í fimm mánuði, og var bók- og verklegt í bland og loks tekið próf. „Námskeiðið var mjög lærdómsríkt og er eitt af kröfunum til að geta keypt af þeim flugur. Til dæmis var sagt frá því að þar sem býflugnabú eru sést mikill munur á því hvernig gróður eykst og allt verður blómlegra. Einnig er það áhyggjuefni hve býflugum fer sífellt fækkandi í heiminum en þær eru ótrúlega mikilvægar í vistkerfinu. Ef það eru engar býflugur þá eru engin blóm og matjurtir,“ segir María. Beitilyngshunangið bragðgott María fékk flugurnar til sín í sumarbyrjun en býflugna- pakkinn telur um 1,5 kg af flugum, eða um 15 þúsund stykki, og voru þær fluttar inn frá Álandseyjum. María hugar að flugunum einu sinni í viku en á meðan búin eru lítil er mikilvægt að gefa þeim sykurvatn. „Þær eru ekki mikið að fara út núna eins og sumarið er búið að vera, þ.e. rigningar, kalt og hvasst. Þá geta þær náð sér í næringu í matardall með sykurlegi. Síðan þarf að gefa þeim frjódeig en án þess verpir drottningin ekki,“ útskýrir María. Aðspurð um hvernig hún undirbúi sig fyrir að sinna flugunum segir hún að sér þyki betra að vera í búning þar sem hún er ekki algerlega komin yfir óttann að vera stungin. „Það þarf að ósa sem felst í því að setja reyk inn til þeirra. Þá halda þær að það sé kominn skógareldur og halda ró sinni og hefja undirbúning fyrir það að færa búið. En þær eru í raun ótrúlega rólegar. Fyrst þegar ég setti flugurnar í búið þá enduðu tvær flugur inn á mér sem var hræðileg tilhugsun. Ég fékk nett panik inn í mér en hélt samt ró minni útá við. En þær stungu mig ekki, þær voru bara á vappi í kósí göngutúr til að ná sér í hita.“ María segir að meðalbúið framleiði um tíu kíló af ósykur- skagFIRÐINGAR! til hamingju með sveitasælu 2015 Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Aðalgata 22 550 Sauðárkrókur Sími 453 5136 www.olis.is Skagfirðingabraut 21 550 Sauðárkrókur Sími 455 6000 www.skagafjordur.is VIÐTAL Berglind Þorsteinsddóttir mettuðu hunangi. „Byrja þarf að taka rammana sem er búið að loka fyrir hunangið en flugurnar gera það sjálfar. Þær vinna það aðeins og láta það þorna. Ákjósanlegt er að gera þetta við 35°C hita, þá er hunangið seigfljótandi og í besta formi til þess að losa það úr. Síðan þarf að nota sérstakan gaffal til að pikka upp lokuðu hólfin. Þegar það er búið er hunangið sett í slengivél og það slengt. Ef flugurnar eru í landi þar sem er beitilyng, líkt og mínar flugur, þá þarf að nota gaddarúllu og rúlla yfir til að losa um hunangið en beitilyngs hunang er fastara en annað hunang, en það er mjög bragðgott. Þegar búið er að slengja hunangið úr römmunum er hægt að nota rammana aftur næsta sumar. Síðan þarf að sigta hunangið og hræra í því einu sinni til tvisvar á dag svo kristallamyndunin sé sem jöfnust. Loks er hægt að setja það í krukkur og fá sér en strákunum mínum finnst rosa gott að fá sér hunang út á ís, pönnukökur eða jafnvel eintómt.“ María segir flugurnar ekki leggjast í dvala í vetur heldur fara þær í svokallaðan klasa, þá eru þær vakandi en með skerta líkamsstarfsemi. Þá hópa þær sig saman í bolta til að ná upp sem mestum hita en með þessari aðferð lifa þær veturinn af. „Það er svo gaman að geta gert þetta sjálf - það er bara eitthvað við heimaframleiðslu. Mér líður betur með að vita hvað er í því sem við borðum. Svo fæ ég líka hálfgert kikk út úr því að geta farið út í garð og náð mér í kál, kirsuber eða egg. Ég fæ meira útúr því en að fara bara út í búð og kippa í körfu,“ segir María að lokum. Býflugnabúskapur í Skagafirði Hunang í heimaframleiðsluna

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.