Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 9

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 9
17/2016 9 og fara út að borða. Það tæki alla ævi að skoða allt sem er í boði hér í L.A. Svo höfum við gaman af því að ferðast. Við hjónin höfum farið víða um hér í Kalíforníu, t.d. til San Francisco, Sacramento, Santa Barbara og Las Vegas. Allt saman magnaðir staðir sem er mjög gaman að heimsækja. Hvers saknar þú mest að heiman? -Ég sakna aðallega fjölskyldunnar minnar og auðvitað vina minna... jú og einstaka matur sem ég væri til í að hafa hér eins og skyr og íslenska lambakjötið. Ég vill senda kveðjur á alla vini og kunningja a Blönduósi og víðar. Von- andi mun ég kíkja á Húnavöku eitt árið og hitta ykkur. Gísli Torfi Gunnarsson er fæddur og uppalin á Blönduósi, sonur Braga Arnarsonar og Svandísar Torfadóttur. Gísli elti ástina til Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú með bandarískri konu sinni, Lizeth Cartagena. Hann nýtur lífsins í Kaliforníu en segist sakna skyrsins og íslenska lambakjötsins. Gísli segir Feyki frá því hvernig það kom til að hann fluttist vestur um haf og gefur lesendum innsýn í daglegt líf sitt þar ytra. -Það kom þannig til að ég byrjaði að tala við konuna mína, sem er amerísk, í gegnum netið á sínum tíma. Eftir u.þ.b. sex ára netsamband með heimsóknum á víxl, þar sem hún kom til Íslands og ég fór til Los Angeles, flutti ég alfarið til hennar í júní 2014. Við giftum okkur stuttu síðar og lífið er yndislegt. Konan mín er kennari og ég er yfirmaður á næturvakt hjá J.W. Marriott hóteli í Santa Monica. Hótelið er með bílaverk- stæði og bellboys ásamt barþjónum og eldhúsfólki á vakt allan sólarhringinn. Síðan ég kom hingað fyrir næstum því tveimur árum hefur þetta verið eitt stórt ævintýri. Fyrir strák sem ólst upp á Blönduósi að vera kominn alla leið í stóra borg eins og L.A. er ansi mikil breyting. Hér í L.A. er traffíkin ein sú mesta í allri Ameríku og það sem stundum tekur tíu mínútur að keyra getur á einu augnabliki orðið að einni klukkustundar keyrslu, hér er allt mælt í traffík. Venjulegur dagur hjá okkur er mismunandi en ég vinn aðallega á nóttunni og dagurinn minn hefst því oftast um kl. 13-14:00 eftir sex klukkustunda svefn. Á virkum dögum gerir maður lítið annað en að vinna og slaka á eftir ræktina sem ég fer alltaf í seinni partinn og versla í matinn. Við búum svo vel að hafa sundlaug hér hjá okkur og heitan pott og kunnum við virkilega vel að meta það enda er hér ávallt frekar sólríkt og gott veður. Við búum nálægt ströndinni og það er frábært að hjóla þangað og slaka á við sjóinn, fara í labbitúr eða skokka við ströndina. Hápunktur dagsins er þegar konan mín kemur heim úr vinnunni og við höfum það gott. Hvað gerið þið í frístundum? -Við förum í kirkju á hverjum sunnudegi. Ég stunda crossfit oftast fimm sinnum í viku og við höfum gaman að því að skoða okkur um hér og kíkja á tónleika ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) berglind@feykir.is Eitt stórt ævintýri fyrir strák sem ólst upp á Blönduósi Gísli Torfi Gunnarsson / frá Blönduósi / býr í Bandaríkjunum Gísli Torfi og Lizeth. MYND: ÚR EINKASAFNI Íslenskan er okkar mál, enginn má því gleyma, að útlenskan er heldur hál, og hérna áttu heima. A.J.L. Þessi vísa eftir hann afa minn, Agnar J. Levy kemur oft upp í huga mér þegar ég hlusta á fólk tala saman. Það er alveg ótrúlegt að heyra hvað fólk er farið að tala skakkt og sletta talsvert meira en það gerði. Snapchat er vinsæll samfélagsmiðill í dag, en það er smáforrit sem hlaðið er niður i farsíma og þú getur sent mynd- eða myndbandsskilaboð sem endast bara í smá tíma. Það eru margir sem eru velvirkir á þessum samfélagsmiðli og eru sumir notendur vinsælli en aðrir og hafa marga fylgjendur. Þetta er oft áhugafólk um ákveðna hluti s.s. förðunarfræðingar, íþróttafólk, guðfræðingar og ungir bændur. Þetta er þó allt gott og blessað og margt mjög áhugavert sem fer fram á snappinu (eins og Snapchat kallast oft) en sorglegt þykir mér þegar þessir aðilar muna ekki eða kunna jafnvel ekki íslensk orð sem ná yfir málefni sem eru til umræðu hverju sinni og nota því mikið af enskuslettum. Einnig þykir mér ótrúlegt að heyra fólk tala í „ný þolmynd“. Það er að verða sí algengara, það er eins og „það var sagt mér“ í stað þess að segja „mér var sagt“. Það þykir það afar sérstakt að það sé búið að búa til viðurkennt hugtak í kringum þá sem tala skakkt. Mér þykir það alltaf jafn fallegt þegar fólk er með fjölbreyttan orðaforða, getur notað hann rétt og með skýran framburð. Það vantar ansi oft þessa fjölbreytni hjá fólki og skýrleika. Á síðustu vikum voru stjórnmál mikið í umræðunni í fjölmiðlum. Burt séð frá afstöðu minni í öllum þeim látum þá þótti mér alltaf jafn kjánalegt þegar fréttamenn fjölluðu um Bjaddna Ben og Áddna Pál Áddnason. Þetta er auðvitað bara linmæli en þótti mér þá alltof margir fjölmiðlamenn vera orðnir linmæltir. Allt þetta er þó bara skoðun og ef til vill einhverjir ósammála og vilja fjölga hugtökum í íslensku máli til að auðvelda fólki að ná tökum á því og auka orðaforðann með enskuslettum. Við þurfum þó að fara varlega í það og standa áfram vörð um okkar fallega tungumál. - - - - - Ég skora á Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, Hvammstanga, að koma með næsta pistil Ragnar Bragi Ægisson, Jörfa í Húnaþingi vestra Íslenskt mál og ungt fólk ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.