Feykir


Feykir - 17.03.2011, Síða 11

Feykir - 17.03.2011, Síða 11
11/2011 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Halla og Addi kokka Grískur Moussaka 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. gram masala Smá Agave sýróp (smekksatriði) ½ dós Hunts tómat purre Vatn 2 tómatar – 6 sveppir – ½ laukur – 2 hvítlauksrif Sett í matvinnsluvél og steikt með hakkinu. Hakkið steikt og allt sett á pönnuna og eldað þar til að það verður seigfljótandi. 2 Eggaldin 1 lítill kúrbítur 10 sveppir- sneiddir Eggaldinin og kúrbíturinn sneidd niður í ½ cm þykkar plötur, penslað með olíu, kryddað með salt og pipar og steikt sér á pönnu eða steikt í ofni. Sósan - béchamel afbrigði Smjör og hveiti Búin til smjörbolla og mjólk sett út í kryddað með salt og pipar, ostur settur í restina en sósan er höfð í þykkri kantinum. Sæmilega stórt fat er notað, það er nuddað með ólífuolíu, síðan Það eru þau Halla Þóra Másdóttir og Ágúst Kárason á Sauðárkróki sem eiga uppskriftir vikunnar að þessu sinni og bjóða upp á spennandi rétti. Forrétt með ítölsku þríburunum, Moussaka í aðalrétt og Ananas-lime fromage í eftirrétt. Halla og Addi skora á Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnar Gestsson á Sauðárkróki að koma með næstu rétti úr Skagafirði. Forréttur Sagt er að tómatar, mozzarella- ostur og basil séu hinir ítölsku þríburar enda voru það Ítalir sem fundu upp að þessi þrenning væri einstök. Þetta er einfaldur forréttur og bragðgóður. Uppskrift fyrir 4. 4 stórir tómatar 2 mozzarellaostar (kúlur) 2 msk. góð ólífuolía 1 msk. balsamedik ½ tsk. nýmalaður pipar Salt Nokkur fersk basilblöð Skerið tómata og ost í sneiðar og leggið á disk, blandið saman olíu og balsamediki og dreypið vel yfir tómatana og ostinn. Kryddið með nýmöluðum pipar og sjávarsalti, skreytið með basilblöðum. Aðalréttur Moussaka Þetta er réttur sem kemur frá miðausturlöndum og er oftast tengdur Grikklandi, til eru ýmsar útfærslur á þessum rétti og er þetta okkar útgáfa. 400 gr. fitulítið nautahakk Ólífuolía til steikingar Salt og pipar (meiri pipar en minni) er kúrbít og eggaldin raðað í botninn og þunnt lag af sósu sett yfir og síðan kjötmaukið. Þá er annað lag af grænmetinu ásamt sveppum sett yfir, einnig sósa og kjöt. Í lokin er sósa sett yfir og rifnum osti stráð yfir. Þetta er bakað í ofni við 180°C í 30 mín. eða þar til sósan og osturinn er farinn að litast. Eftirréttur Ananas-lime fromage 2 egg ½ dl. sykur 5 blöð matarlím Safi úr einni lime 1 dl. ananassafi 1 peli þeyttur rjómi Setja matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Þeyta saman egg og sykur, bæta vökvanum út í, síðan ylvolgu matarlíminu í mjórri bunu og að lokum þeytta rjómanum. Verði ykkur að góðu! Heilir og sælir lesendur góðir. Gott að byrja að þessu sinni með ágætri vísu eftir Bjarna frá Gröf. Ég hef átt mér yndi dátt ergja fátt mig kunni. Hjá fljóðum sáttur þáði þrátt að þjóna náttúrunni. Önnur hringhenda kemur hér og held ég að höfundur hennar sé Benedikt Jónasson. Græðir tjaldar salinn sinn svölum faldi hríða. Hræðir kaldan muna minn meina aldan stríða. Það mun hafa verið Einar á Reykjarhóli sem orti þessa kunnu vísu um bújörð sína. Þessi jörð mér löngum lét þótt lítill væri auður. Þaðan ekki fer ég fet fyrr en ég er dauður. Minnir endilega að næsta vísa sé einnig eftir Einar, og mun hann þar vera að ráðslaga með flutning á sér, er hann væri allur, til kirkjustaðar. Dröfnóttur með sorgarsvip sjálfur þó ei taumum stýri. Þessum ríð ég gráa grip til grafarinnar á Víðimýri. Það mun hafa verið Finnbogi í Galtarholti sem orti svo í orðastað kunningjakonu. Mjög ég varði meydóminn margur vildi haf´ann. Varð loks alveg uppgefinn Ásbirni því gaf hann. Ekki þarf að efast um hjá okkur vísnavinunum að mikið og gott framtak var það hjá Margeiri Jónssyni á Ögmundarstöðum þegar hann gaf út vísnasafn, sem hann kallaði Stuðlamál. Sagt er að Sveini Hannessyni hafi verið boðið eins og öðrum hagyrðingum að fá pláss í ritinu. Heimfærði hann þá að fá að birta að minsta kosti 100 vísur. Engin leið varð að verða við því í svo litlu kveri, og reiddist Sveinn þeirri neitun, og orti svo illa til kversins þegar það kom út. Margeirs sálin mærðar grút mæðist ekki að safna. Stuðlamálin unga út eggjum flestra hrafna. Annar mikill grínisti úr Skagafirði, Móskóga-Stebbi tók undir með Sveini og orti þessa. Stuðlamálin eru oss ekki mikils virði. Minna helst á mögur hross manna í Skagafirði. Vísnaþáttur 542 Man ekki nú vísur sem ortar voru til heiðurs þessu kveri og bið Skagfirðinga og aðra þá sem kunna þar frá að segja að hafa samband við þáttinn. Hallbjörn Bergmann sem mun hafa búið á Flatey á Breiðafirði orti svo um nágrannakonu sína sem oft var fréttafróð. Henni er ei mein að máttleysi menn það greina snjallir. Krussar um eyna kjaftandi svo kveða við steinar allir. Alltaf er gaman að heyra frá gamla Páli Ólafssyni. Veit ekki tilefni þessarar vísu, en trúlega hafa einhverjar deilur verið þar í gangi. Baldvin rór sem betur fór brúkaði stóra vitið. Gerir minnst, ef málið vinnst þó mannorðið sé skitið. Önnur vísa kemur hér eftir Pál, sem mun hafa fylgt hrút sem hann sendi vini sínum. Hrútinn átt að þiggja þú þú sem hefur sent mér kú. Kú sem heill í búið ber best af öllum kúnum hér. Er þessi þáttur er í smíðum, er bölvaður snjógangur víða um land. Ingólfur Ómar yrkir vetrarvísu. Nú er úti norðan hríð napur gnauðar Kári. Vond og róstug vetrartíð veldur urg og fári. Hressum okkur næst með nokkrum gleðivísum eftir Ágúst Sigfússon (Villu- Gústa) sem ortar eru á fjörugum samkomum. Vek athygli lesenda á þessari snilld Ágústar að tala í hringhendum. Kemur næði kvelds um stund kærleiks glæðist vaka. Í litklæðum eru sprund ástar fæðist staka. Ég í hljóði óska má unun góða finni. Hold og blóðið hita á hringatróðu minni. Háum undir himnasal hryggð úr skundi geði. Nettu sprundin nota skal nú er stundargleði. Gott mál að leita til Gústa með lokavísu þáttarins. Skoðið síðustu hendinguna, kannski kunnum við því miður í dag á svo snjallt orðalag. Amabundinn er ei neinn eykur lundar gaman. Víf um stund og valinn sveinn vefja mundum saman. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.