Feykir


Feykir - 29.09.2011, Page 12

Feykir - 29.09.2011, Page 12
Feykir Feykigott blað! Ertu með fréttaskot? Hafðu samband! feykir@feykir.is og sími 455 7176 / 694 9199 / 861 9842 Dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra 29. sept 2011 :: 36. tölublað :: 31. árgangur VSK-LAUSIR DAGAR AF ÖLLUM FATNAÐI FIMMTUDAG & FÖSTUDAG Nýtt parket í íþróttahúsið á Sauðárkróki Vígsluleikir á sunnu- daginn Það var vösk sveit sjálfboðaliða frá körfuknattleiksdeildinni sem af hörku reif upp gólfdúkinn í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir síðustu mánaðarmót en farið var í það verkefni að skipta um gólfefni. Nutu þeir m.a. aðstoðar Vinnuvéla Símonar Skarphéðinssonar við það verk. Dúkurinn var kominn til ára sinna og var talinn valdur af ýmsum álagsmeiðslum íþróttafólks enda voru félögum sem spila í úrvalsdeild KKÍ sett þau skilyrði að parket væri á gólfum á þeirra heimavöllum. Nú er svo komið að vígja á gólfið næstkomandi sunnudag með tveimur leikjum, annars vegar klukkan 17:15 þar sem framtíðar meistaraflokkskonur Tindastóls etja kappi við úrvalsdeildarlið Snæfells og svo klukkan 19:15 þar sem karlalið Tindastóls tekur á móti Snæfelli. Allur ágóði miðasölu rennur í styrktarsjóð Magnúsar Jóhannessonar og má taka það fram að dómarar leiksins sem koma af suðvesturhorninu ætla að gefa vinnu sína. Allir í íþróttahúsið! Símon Skarphéðins var óspar á vélarnar sínar enda veitti ekki af. Og svo er bara að mæta í Síkið í vetur og hvetja Tindastól til sigurs í deildinni... og bikarnum. Vaskur hópur sjálfboðaliða að verki loknu. Ekki veitir af að brýna tennurnar. Dúkurinn var ansi fastur og þurfti alvöru menn og græjur í verkið.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.