Feykir


Feykir - 23.08.2012, Side 13

Feykir - 23.08.2012, Side 13
31/2012 Feykir 13 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrsta vísan að þessu sinni er trúlega mörg- um kunn af þeim sem eldri eru. Stendur fast í mér að Lárus Salómonsson Kópavogsbúi sé höfundur hennar. Fæst ei breytt um forlög neins fingur lífs þau teyma. Stundum rennur elfan eins og aðföll hennar streyma. Held að þessi sé einnig eftir Lárus. Ævi skörin brotnar breið blóðug gerist slóðin. Öll við förum eina leið yfir fjörumóðinn. Oft gleður það undirritaðan að rifja upp vísur eftir snillinginn Jón Rafnsson. Þessi hringhenda held ég að sé eftir hann. Andans flótti ógnar mér orðagnóttin flúin. Njörvadóttir nálgast fer nærri þróttur búinn. Sigurgeir Þorvaldsson var kunnur hagyrðingur úr Keflavík hér á árum áður. Held að þessi sé eftir hann. Eitt sinn hitti maður mann mann, sem enga þekkti. Þekkti enginn heldur hann hann því alla blekkti. Kannski er Sigurgeir að blekkja sjálfan sig er hann yrkir þessa. Maður nokkuð yngist upp eftir hverja stöku. Makans strýkur mjúkan hupp milli svefns og vöku. Síðar kom í ljós að strokurnar voru vel þegnar og þá kemur þessi. Allt mitt færi illa geð æpti mærin Hulda. Ef ég væri ekki með einhvern lærakulda. Það er sá góði vísnavinur og Skagfirðingur Sveinn Skagfjörð Pálmason sem er höfundur að næstu vísu. Mun hún ort eftir aðalfund í Skagfirsku söngsveitinni þar sem Sveinn féll úr stjórn. Ljóðadísin líður skort lífsbaráttan harðnar. Ég get bara ekkert ort eftir kosningarnar. Til Kirkjukórs Sauðárkróks yrkir Sveinn þessa. Hér er veisla vegleg stór vonum glaðir sitjum. Þessum heiðurs kirkjukór kærar þakkir flytjum. Þegar aldur færist yfir yrkir Sveinn. Vísnaþáttur 576 Ellin þjónar eðli sínu oft mig hefur grunað að. Geri ljóð að gamni mínu get bara ekki munað það. Elli kvíða gerum grín gleðin tíður draumur. Áfram líði ævin þín eins og blíður straumur. Það er Þórarinn Þorleifsson áður bóndi á Skúfi í Norðurárdal sem er höfundur að næstu vísu. Hestar frýsa, hrekkur grjót heim er vísust áttin. Hugarlýsing, heilsubót hófa rís við sláttinn. Önnur vísa kemur hér eftir Þórarinn. Ekkert reynir anda manns undir sig að kúga. Eins og þetta andskotans amstur við að búa. Þorsteinn Ásgrímsson bóndi á Varmalandi í Skagafirði mun einhverju sinni hafa sent vini sínum vestan fjalla þessa kveðju. Veitt það gleði gæti hér gumi braga slyngi, ef þú sendir aftur mér eina úr Húnaþingi. Það mun hafa verið Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka sem orti þessa kunnu vísu. Auðs þó njóti ekki hér allt á móti gangi. Sú er bótin að ég er oft með snót í fangi. Önnur vísa kemur hér eftir Þorvald og mun hann vera þar að svara sóðakveðskap frá Elivoga Sveini. Sveini er ekki sultar hætt. Sá hefur nóg að tanna. Meðan bara er bitastætt í bökum nágrannanna. Þórarinn Bjarnason frá Syðri – Þverá yrkir svo magnaðar vísur um pólitíkina. Rits í skærum rök ei sýnd rógs þar klær um læðast. Trú og æra auri klínd úlfar gærum klæðast. Æran glatast ýmsum hjá í því Satans vígi. Þar sem matað allt er á öfund, hatri og lygi. Gott að leita til Bjarna í Gröf með lokavísuna. Syndugur maður segir frá sínum ævidögum. Gegn um lífið gekk hann á guðs og manna lögum. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Hópþrektímar sem hafa slegið í gegn Metabolic á Blönduósi Hrefna Aradóttir, ÍAK einkaþjálfari og Erla Jakobsdóttir, íþróttafræð- ingur bjóða Blönduósing- um uppá Metabolic námskeið sem hefur slegið í gegn um allt land. Helgi Jónas Guðfinnsson, kennari við ÍAK einkaþjálf- aranámið hjá Keili, körfu- bolta- og styrktarþjálfari hannaði námskeiðið og hafði það að leiðarljósi að nám- skeiðið ætti að vera árangurs- ríkt, skemmtilegt, markvisst og öruggt. Metabolic námskeiðið hefst 27. ágúst. Í boði verða 5 tímar í viku; mánudaga og þriðjudaga kl. 19:00, mið- vikudaga kl. 6:15, fimmtu- daga kl. 18:00 og föstudaga kl. 6:15. Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni á Blöndu- ósi. Um hvað snýst þetta nýja líkamsræktaræði? „Við vonumst til að þetta verði ekki enn eitt æðið heldur sé komið til að vera,“ segja þær Erla og Hrefna. „Þegar okkur bauðst að kenna Metabolic hér á Blönduósi urðum við strax mjög spenntar og fannst þetta kjörin viðbót við líkamsræktarflóruna hérna. Heitið á námskeiðinu, Meta- bolic, þýðir í raun bara efna- skipti en eitt aðal markmið Metabolic tímanna er að auka hraðann á efnaskiptum = að auka fitubrennslu. Í tímunum taka allir vel á því í stuttan tíma í einu með hléum á milli, svokölluð skorpuþjálfun (interval) en slík þjálfun skilar fitubrennslu í marga klukku- tíma eftir æfinguna, mun meiri brennslu heldur en æfingar með jöfnu álagi.“ Fjölbreytt námskeið Námskeiðið er mjög fjöl- breytt og byggir á þjálfun á mismunandi orkukerfum og er unnið með fitubrennslu, kraft, styrk og þol svo dæmi sé tekið. „Rauði þráðurinn í gegnum alla tímana er að allar æfingarnar eru það sem kallast starfrænar (functional) sem þýðir að þær líkjast daglegum hreyfingum okkar sem mest. Flestir finna fyrir einhverjum stoðkerfisverkj- um eins og eymslum í öxlum eða baki en í starfrænni þjálfun er mikil áhersla lögð á að styrkja djúpvöðvakerfið og því ætti fólk að finna mikinn mun á sér þegar það fer að gera æfingarnar sem við leggjum upp með á nám- skeiðinu. Öll höfum við þá eiginleika að geta sprettað, hoppað og verið sterk en ef við gleymum að þjálfa þessa eiginleika tapast þeir,“ segir Hrefna. Þarf maður þá ekki að vera í hörku formi til að geta stundað Metabolic? „Nei, alls ekki. Kosturinn við æfingarnar er að það stjórnar hver og einn sínu álagi. Þú einfaldlega notast við léttari þyngdir eða ferð þér hægar ef íþróttamaðurinn í þér er í dvala. Eins má mjög auðveld- lega breyta æfingunum ef fólk er með eymsli í t.d. baki eða hnjám. Áhöldin sem við notumst við í tímunum eru m.a. teygjur, ketilbjöllur, sandbjöllur og kaðlar. Fólk einfaldlega velur sér þyngdir sem því hentar. Það á enginn að vera í of góðu formi fyrir tímana eða of slæmu.“ Nánar má lesa um námskeiðið á metabolic.is og þar fer skráning líka fram. „Við erum líka á Facebook undir „Metabolic Blönduósi“ – endilega fylgist með okkur þar líka,“ segir Hrefna að lokum. Boðið var upp á fría prufutíma í vikunni og voru viðtökur mjög góðar. Mynd: Hrefna

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.