Feykir - 30.08.2012, Qupperneq 5
32/2012 Feykir 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir
Knattspyrna 1. deild : Sigur og tap hjá Tindastóli
Tindastólsmenn voru ekki
lengi að hrista af sér ógleðina
eftir stórt tap gegn Víkingum í
síðustu viku því þeir hirtu öll
stigin sem í boði voru á
Sauðárkróksvelli sl. laugar-
dag þegar lið Fjölnis úr
Grafarvoginum kom í heim-
sókn. Gestirnir hafa verið í
toppbaráttu 1. deildar í
sumar en frábær barátta og
dugnaður heimamanna skóp
mikilvægan sigur og örlítið
andrými í baráttunni fyrir
áframhaldandi sæti í 1. deild.
Á 29. mínútu voru gestirnir,
sem voru sterkari aðilinn framan
af leik, kærulausir í spilinu og
Stólarnir unnu boltann á góðum
stað, Steven Beattie gerði vel og
kom boltanum á Colin Helmrich
sem náði að stinga sér inn fyrir
vörn Fjölnis og gerði laglegt
mark. Eftir þetta dofnaði heldur
yfir gestunum og Tindastóls-
menn hefðu getað bætt við
mörkum. 1-0 í hálfleik.
Fjölnismenn pressuðu
talsvert undan vindi í síðari
hálfleik en Stólarnir voru farnir
að vinna sig inn í leikinn þegar
jöfnunarmark Fjölnis kom en þá
tók Viðar Ari Jónsson boltann á
brjóstið og lét síðan vaða á
markið af um 30 metra færi. Það
var svo á 85. mínútu sem Beattie
komst inn fyrir vörn Fjölnis og
skilað boltanum laglega í markið
og stuðningsmenn Stólanna
heldur betur kátir. Fjölnismenn
reyndu hvað þeir gátu til að jafna
en virkuðu frekar þreyttir á
lokakaflanum og það gekk lítið
hjá þeim að senda boltann inn á
teig Tindastóls því leikmenn
Tindastóls létu ekkert framhjá
sér fara. Lokatölur því 2-1 og
sigurinn sanngjarn því heima-
menn sköpuðu sér betri færi.
Tap gegn Þórsurum
Tindastóll sótti síðan Þór Akur-
eyri heim sl. þriðjudagkvöld og
unnu heimamenn þar þægilegan
4-0 sigur en Þórsarar réðu
ferðinni allann leikinn. Orri
Freyr Hjaltalín skoraði eina
mark fyrri hálfleiks, en í þeim
síðari gerðu þeir Ármann Pétur
Ævarsson, Krstinn Þór Björns-
son og Jóhann Helgi Hannes-
son sitt markið hver. /ÓAB
Fjölnismenn stigalausir heim
Myndarlegur hópur unglingadeildar GSS.
Meistaraflokkur Tindastóls
kvenna fékk HK/Víking í
heimsókn sl. föstudag og lék
sinn síðasta leik í 1. deildinni
þetta tímabil. Leikurinn
einkenndist af baráttu
heimastúlkna í vörninni í fyrri
hálfleik sem sjaldan komust
yfir miðju á móti sterkum
andstæðingum sem og
sterkum mótvindi.
Gestirnir voru nánast í sókn
allan fyrri hálfleik og voru
klaufar að skora ekki úr þeim
dauðafærum sem þeir fengu.
Skot í stöng og rétt framhjá og
yfir markið við markteig. Vörn
heimastúlkna lék stórt hlutverk
í leiknum sem og Kristín Halla
sem stóð á milli stanganna og
varði vel en hún hefur átt gott
tímabil í sumar.
Í seinni hálfleik léku
heimastúlkur undan vindinum
og náðu að rétta úr kútnum
með nokkrum góðum sóknum
en voru óheppnar að skora
ekki úr þeim færum sem þær
fengu. Hæglega hefðu þær
getað stolið sigrinum undir
lokin en þá fengu þær tvö góð
færi, skot af löngu færi sem
markmaður gestanna náði að
verja naumlega svo eftir
aukaspyrnu rétt fyrir utan
vítateig en litlu mátti muna að
sóknarleikmenn Tindastóls
náðu að pota boltanum inn.
Pétur Björnsson þjálfari,
eini maður leiksins sem fékk
áminningu eftir að hann setti
út á dómarann, var ánægður
með stigið og má vel við una
eftir ágætt gengi liðsins í sumar.
Vann liðið 4 leiki og gerði 1
jafntefli og enduðu í 7. sæti
með 13 stig. /PF
1. deild kvenna : Tindastóll - HK/Víkingur 0-0
Jafntefli hjá stelpunum
Borgunarbikarinn
Þrjár skag-
firskar unnu
bikarinn með
Stjörnunni
Stjarnan úr Garðabæ varð bikarmeistari
kvenna í knattspyrnu í fyrsta skiptið er liðið
lagði Val í hörkuspennandi úrslitaleik á
laugardag 1 – 0.
Í liðinu leika þær systur, Inga Birna og Elva
Friðjónsdætur Bjarnasonar læknis og Auðar
Aðalsteinsdóttur sjúkraþjálfara á Sauðárkróki
og í liðsstjórninni situr Margrét Guðný
Vigfúsdóttir Vigfússonar fyrrum hótelstjóra
og Lovísu (Lollu) Björnsdóttur í Blómabúðinni
á Króknum.
Inga Birna og Elva hófu báðar sína knatt-
spyrnuferla með Tindastól en héldu svo á vit
ævintýranna, til Akureyrar, þar sem Inga Birna
lék eitt tímabil með Þór/KA/KS en fór þá til
Breiðabliks en hefur verið í Stjörnunni frá árinu
Golfklúbbur Sauðárkróks hélt
uppskeruhátíð sína fyrir
barna-og unglingastarf
klúbbsins mánudaginn 20.
ágúst sl. í golfskálanum á
Hlíðarendavelli í blíðskapar-
veðri, 25° hiti og logn.
Þrjátíu voru skráðir í golf-
skólann í sumar í lengri eða
skemmri tíma.
Þá voru einnig 8-12 krakkar
í hverri viku sem tóku þátt í
námskeiðum á vegum
SumarTím sem fóru fram á
golfvellinum milli kl. 8 og 9:30
alla mánudaga til fimmtudaga.
Flestir þeirra sem tóku þátt í
golfskólanum í sumar mættu á
uppskeruhátíðina ásamt for-
eldrum sínum. Að venju fengu
allir viðurkenningar fyrir
sumarið. Farið var yfir helstu
viðburði sumarsins og Thomas
fór yfir starfið og golfkennsluna.
Síðan veitti Thomas sérstakar
viðurkenningar fyrir sumarið.
Fyrir bestu ástundun nýliða
hlaut Arnar Freyr Guðmunds-
son sérstaka viðurkenningu.
Fyrir bestu ástundun
sumarsins hlaut Hákon Ingi
Rafnsson sérstaka viðurkenn-
ingu.
Þá voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir mestu framfarir í
sumar en fjölmargir hafa
lækkað forgjöf sína mikið í
sumar. Atli Freyr Rafnsson og
Matthildur Kemp Guðnadóttir
hlutu þessar viðurkenningar.
Að endingu voru útnefndir
bestu kylfingar sumarsins í
golfskólanum. Í flokki drengja
hlaut Elvar Ingi Hjartarson
þessa nafnbót en í flokki
stúlkna var það Hekla Kolbrún
Sæmundsdóttir sem var
útnefnd. Að lokum var haldin
heljarinnar pizzuveisla fyrir
allan hópinn. Segja má að
sumarið hafi gengið mjög vel á
golfvellinum og veðrið lék við
okkur ólíkt því sem var í fyrra.
Þó klúbburinn hafi verið með
erlendan þjálfara þá kom það
ekki að sök í samskiptum við
krakkana þar sem það voru
alltaf unglingar til staðar sem
aðstoðuðu og miðluðu
þekkingu til krakkana frá
þjálfara ef á þurfti að halda.
Það er því von klúbbsins að
allir hafi haft bæði gagn og
gaman af sumrinu og komi
tvíefld á næsta ári í golfskólann.
/HG
Ungir kylfingar í GSS
Tímabilið gert upp
Drangeyingar fengu lið Afríku
í heimsókn á Krókinn á
laugardaginn. Ekki reyndist
Afríka mikil fyrirstaða,
leikmenn Drangeyjar komust í
10-0 á 87. mínútu og Afríka
aldrei líkleg til að jafna.
Guðni Þór fyrirliði gerði
fyrsta markið á 17. mínútu og
Bjarki Már bætti einu við áður
en Nuno Miguel Jardim Lopes
fékk að líta rauða spjaldið.
Guðni og Bjarki skoruðu síðan
aftur og Ingvi Rafn kom
heimamönnum í 5-0 og þannig
stóð í hálfleik. Hilmar Kára og
Ingvi Rafn gerðu næstu tvö
mörk áður en markmannin-
um Óla Grétari var hleypt fram
til að taka víti sem hann gerði
sér lítið fyrir og skoraði úr. Það
voru síðan Hólmar Skúla og
Ísak Sigurjóns sem gerðu mörk
númer 9 og 10 og gulltryggðu
öruggan sigur.
Um næstu helgi ræðst hvort
Drangey spilar í nýrri 3. deild
en nk. laugardag mætir
Drangey öflugu liði Augna-
bliks úr Kópavogi en leikið
verður á Skallagrímsvelli í
Borgarnesi laugardaginn 1.
september kl. 16:00. /ÓAB
Knattspyrna 3. deild
Drangey í aukakeppni
2006. Elva lék með Þór/KA frá 2008 en gekk til
liðs við Stjörnuna fyrir þetta tímabil.
Saga Margrétar Guðnýjar er á sömu
nótum og systranna þar sem hún lék eitt
tímabil á Akureyri eftir að hún kvaddi
herbúðir Tindastóls en fór þá til Stjörnunnar
árið 2005. Í dag er Margrét aðstoðarliðsstjóri
hjá Stjörnunni en leikur með ÍR í fyrstu
deildinni á lánssamningi meðan hún kemur
sér í gang eftir meiðsli sem hefur verið að hrjá
hana í nokkur misseri. /PF
Inga Birna, Elva og Margrét Guðný. Mynd: Lilla Lange