Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 8-9 BLS. 11 Réttir víðsvegar um Norðurland vestra Gleði og gaman í réttum BLS. 6 Nes listamiðstöð Suðupunktur menningar og lista á Norður- landi vestra Farskólinn - símenntunar- miðstöð á Norðurlandi vestra er tvítugur Athyglisverð námskeið í boði Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 35 TBL 20. september 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Skagaströnd Kántrýkonungurinn heiðraður Merkisviðburður átti sér stað á Skagaströnd sl. þriðjudag þegar kántrýkonungur norðursins, Hallbjörn Hjartarson, fékk afhenta heiðurs- viðurkenningu af Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fyrir einstakan dugnað hans og elju við að koma kántrýtónlist á framfæri á Íslandi og fyrir framlag hans til kántrýtónlistar. Það var blíðskapar veður á Skagaströnd þegar viðburðurinn átti sér stað og húsfyllir í Kántrýbæ. Viðstaddir voru bersýnilega djúpt snortnir þegar Hallbjörn þakkaði fyrir viðurkenningar sínar, annars vegar frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi og hins vegar frá Country Music Association í Bandaríkjunum. „Ég er glaður í mínu hjarta yfir þessari viðurkenningu og mun ég geyma hana í hjarta mér og huga mínum allar stundir lífsins héðan í frá. Ég þakka fyrir mig með auðmjúku hjarta því að kántrýtónlistin á hug minn allan og hefur átt allt mitt líf,“ sagði Hallbjörn í þakkarræðu sinni og tók svo lagið við tilefnið, en það hefur hann ekki gert til fjölda ára. Honum var fagnað ákaft með lófaklappi og óhætt að segja að allir hafi notið sín vel, ekki síst konungurinn sjálfur. Hallbjörn hefur sem kunnugt er helgað kántrýtónlistinni lífstarf sitt og gefið út fjölda hljómplatna með íslenskri kántrýtónlist en hans fyrsta kántrýplata kom út árið 1981. Hann hefur einnig um langt árabil átt og rekið útvarpsstöðina Útvarp Kántrý- bæ sem hefur kynnt kántrýtónlist fyrir fjölmörgum Íslendingum. /BÞ KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Hallbjörn Hjartarson ásamt Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.