Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 35/2012 Stóðréttir í Víðidalstungurétt Hlakkar til að sjá hrossin eftir sumardvöl á heiðinni Víðidalstungurétt fer fram þann 6. október nk. og er það mikið tilhlökkunarefni fyrir þá sem hana sækja ár hvert. Feykir ræddi við Kristínu Guðmundsdóttur frá Miðhópi en hún hefur umsjón með að koma hrossastóðinu af Víðidals- tunguheiði og niður í Víðidalstungurétt og má því segja að hún sé fjalldrottn- ing Víðdælinga. „Eitt af því sem fylgir haustinu eru stóðréttir en því fylgir alltaf tilhlökkun að sjá hrossin eftir sumardvöl á heiðinni,“ segir Kristín en um 500 fullorðin hross munu koma niður af heiðinni. „Hér í Víðidalnum er stóðréttin alltaf fyrsta laugardag í október og er stóðinu smalað saman daginn áður, sem í ár er föstudagurinn 5. október,“ útskýrir Kristín og heldur áfram: „Gangnamenn fara frá Hrappstöðum og smala nyrsta hluta heiðarinnar. Komið er með stóðið niður að Kolugili seinni part dags og er stoppað þar um stund. Í skemmunni á Kolugili eru seldar veitingar og þar er lagið tekið. Að því loknu er stóðið rekið í hólf skammt frá réttinni og geymt þar til morguns.“ Kristín vekur athygli á því að í kaffiskúrnum við réttina er hægt að fá kjötsúpu á sanngjörnu verði frá kl. 17. Á laugardeginum segir Kristín að stóðið verður rekið til réttar kl. 10 og hefjast þá réttarstörf. Ýmislegt er í boði við réttina, t.d. kaffiveitingar, uppboð á hrossum, happa- drætti og sölutjald. „Og að sjálfsögðu er réttarball í Víði- hlíð um kvöldið. Öllum er velkomið að taka þátt í þessari hátíð með okkur,“ segir hún að endingu. /BÞ Laufskálaréttir Skagfirsk gleði og gaman Þrátt fyrir ótíð og ýmsar hrakfarir hjá sauðfjár- bændum í Skagafirði undanfarið halda hrossa- bændur í fyrrum Hóla- og Viðvíkurhreppi áætlun hvað Laufskálaréttir varða. Heyrst hafði að til stæði að flýta smölun í Kolbeinsdal vegna hagleysu en því neitar Halldór Steingrímsson fjallskilastjóri og segir að sú saga sé ekki frá fjallskila- nefndinni komin. Sauðfé hraktist eitthvað í dalnum í hretinu um daginn og hafa bændur staðið í stórræðum við að bjarga því en hrossin stóðu veðrið af sér og hafi það gott. Halldór segir að búist sé við fjölda gesta sem ætli sér að taka þátt í rekstri stóðsins til réttar og eru allir velkomnir að gleðjast með bændum á þessum degi. Það eina sem fólk þarf að gera er að vera mætt með reiðhestinn sinn við Laufskálarétt eða við hesthúsið Ástungu klukkan 10 á laugar- dagsmorguninn en þaðan er riðið upp í Kolbeinsdal. Réttar- störf hefjast svo klukkan eitt. Að sögn Halldórs hefur réttar- stemningin breyst nokkuð í gegnum árin og man hann eftir því þegar komu aðeins nokkrir í réttina, einhverjir af Króknum og kannski líka að sunnan. Líklega væru komin rúm 30 ár síðan fólk fór að fjölmenna að einhverju ráði í réttina og kannski 20 ár síðan farið var að skipuleggja allt stússið í kring. –Það eru komin liðlega 30 ár síðan Hestamannafélagið Stíg- andi stóð fyrir stórdansleikjum í Miðgarði til að reyna að koma fólki saman og jafnvel hafa einhverjar tekjur af því. Svo tók upprekstrarfélagið við að halda böllin en þau voru svo færð í Reiðhöllina eftir að hún reis vegna þess hversu fjölmennt var orðið, segir Halldór og minnist þess þegar hvað fjölmennast var í Miðgarði þá fór fólkið inn um aðaldyrnar en fylgdi svo straumnum út bakdyramegin. –En það var líka gaman og stemningin góð utan við dyrnar og margir eignuðust góða vini og gerðu jafnvel verslun og ég man vel eftir því að menn handsöluðu hrossaverslun á tröppunum. Halldór segir að slík kaup séu mun fátíðari í réttinni nú en tíðkaðist áður en eitthvað sé um þau samt, þó ekki eins og þau hestakaup sem forfeður okkar stunduðu. Nú er fólk búið að skoða hrossin í Feng áður en falast sé eftir þeim og hefur það frekar samband daginn eftir réttirnar núorðið og er það velkomið. Stórsýning og dansleikur Laufskálaréttarhelgin er meira en göngur og réttir því á föstudagskvöldið verður stór- sýning og skagfirsk gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum þar sem saman koma miklir gæð- ingar og knapar og keppa í ýmsum greinum. Hefur mikil stemning ávallt einkennt þetta kvöld og ekki við öðru að búast en svo verði einnig nú. Á laugardagskvöldinu verð- ur svo hið landsfræga Lauf- skálaréttarball þar sem hljóm- sveitin Von ásamt stórskotaliði söngvara þeim Siggu Beinteins, Ingó veðurguði, Jógvan Hansen og Vigni Snæ munu koma fram og leiða fólkið inn í nóttina. /PF Fjöldi fólks hefur ætíð tekið þátt í stóðsmöluninni í Kolbeinsdal. Snemma beygist Krókurinn. Hestar og menn í Laufskálarétt. Líf og fjör í Víðidalstungurétt.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.