Feykir


Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 20.09.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 35/2012 gerast listamaður svarar hún því til að sjálf listsköpunin sé ekki val. „Ég er á þeirri skoðun að listin komi innan frá, það er bara spurning um hvenær maður ákveði að taka listsköpunina alvarlega og starfa við það. Ég ákvað að það að vera listamaður væri mikilvægt fyrir mig til að skilja heiminn og það gaf mér ákveðið samhengi til að geta virkilega rannsakað hann og gagnrýnt og á sama tíma skapað eitthvað fallegt með höndunum, sem ég get deilt með öðrum,“ segir Melody. Melody hefur sérhæft sig í innsetningum þar sem hún skapar umhverfi t.d. í leikhúsum, galleríum og öðrum auðum rýmum. Hún notast við fjölmarga þætti við innsetningar sínar, t.d. hljóð, myrkur, ljós, margmiðlun og skúlptúra með áherslu á upplifun skynfæranna. Saman skapa þessir þættir nýja veröld til að finna okkur í og sökkva okkur inní. „Til að skilja sjálf okkur og samband okkar við umhverfið og heiminn verðum við sífellt að kanna nýja staði og storka sjálfum okkur, þannig lærum við og þroskumst. Með því lærum við með hvaða hætti eiginleikar okkar móta hugmyndaheim okkar og umhverfi og öfugt,“ útskýrir Melody. Þessi atriði segir hún veita sér innblástur; lífsbarátta og framþróun fólks og hvernig samfélag okkar bregst við um- hverfinu eða beinu áreiti, hvort sem um er að ræða pólitík, landfræðileg-, náttúruleg- og samfélagslegáhrif eða sam- skipti við okkar nánustu. „Við getum varpað fram þeirri spurningu: Hvernig mótumst við af nánasta umhverfi okkar, og með hvaða hætti hefur samfélagið sem við höfum skapað áhrif á heiminn. Í framhaldi má spyrja hvernig það bergmálar til baka, hvernig heimurinn hefur áhrif á okkur og samfélag okkar.“ Á spennandi tímapunkti Melody var að skipuleggja ferð til Íslands til að vinna í listsköpun sinni þegar hún rakst á auglýsingu eftir framkvæmdastjóra við Nes listamiðstöð. „Ég sótti um starfið og fékk það. Flutningur- inn var ekki mikið mál þar sem ég var þegar að vinna útfrá bæði Íslandi og Ástralíu. Að flytja hingað var því tilvalin VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Margt spennandi framundan hjá Nes listamiðstöð - rætt við framkvæmdastjóra Nes Melody Woodnutt tók við stjórnartaumunum í Nes Listamiðstöð í mars síðastliðnum og hefur metnaðarfull áform um að gera miðstöðina að suðupunkti menningar og lista. Í samtali við blaðamann Feykis segir hún m.a. frá því þegar hún sá snjó í fyrsta sinn við komuna til Skagastrandar. „Ég hafði aldrei á ævinni séð almennilegan snjó. Ég er alin upp í regnskógi og við norðurströnd Queensland í Ástralíu þar sem ég var vön hita og raka, ströndum og milljónum manna í stórborgum. Fyrir mér var Skagaströnd einstök – eins og Narnia,“ segir Melody með bros á vör. Suðupunktur menningar og lista á Norðurlandi vestra Melody kom fyrst til Íslands árið 2010 þegar hún dvaldi við listamiðstöðina. Hún segist hafa kolfallið fyrir landinu, og Skagaströnd, svo hún snéri aftur nokkrum mánuðum síðar. Í bæði skiptin dvaldi hún í um þriggja mánaða skeið. „Ég hafði mjög rómantíska sýn á Ísland sem er mjög sérkennilegur og skrýtinn staður - algjör andstæða við Ástralíu,“ segir Melody og heldur áfram: „Ég hef búið í Melbourne, Brisbane, Dublin og fleiri stórborgum víða um heim og á nokkrum smærri stöðum en ekki áður á jafn smáum bæ og Skagaströnd,“ útskýrir Melody en hún fluttist til Skagastrandar eftir sex ára búsetu í Brisbane í Ástralíu í mars síðastliðnum. „Í fyrstu leitaði ég að stað til að heimsækja sem væri á endimörkum heimsins, stað sem væri afskekktur og einangraður. Þá fann ég Nes á netinu og varð alveg heilluð og harðákveðin í að koma hingað, sem ég gerði árið 2010. Ég varð heilluð af tónlistinni og hvernig þetta litla land gæti búið yfir svo mikilli sköpunargleði og fegurð,“ segir Melody með hrifningu í röddinni. Melody hefur eytt undan- förnum 10 árum á faraldsfæti til að kanna heiminn og kynnast nýjum samfélögum og menningarheimum. Út af þessari ferðaþrá og ástríðu fyrir listum segir hún kannski enga furðu að hún skuli vera niður komin í alþjóðlegu lista- mannasetri hinum megin á hnettinum. Aðspurð um hvenær hún hafi ákveðið að

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.