Feykir


Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 38/2012 Sigrún Elva Benediktsdóttir er brottfluttur Skagfirðingur „Það trúði okkur engin“ Hugur minn reikar nær daglega heim á Krók, þar var dásamlegt að alast upp og búa. Það má eiginlega segja að það séu forréttindi að fá að vaxa, þroskast og dafna í fallegum litlum bæ eins og Sauðárkrók. Í mínum huga hefur Krókurinn alltaf verið mikið körfuboltasamfélag. Ég var 8 ára þegar suðið í mér byrjaði fyrir alvöru, en þá var suðað í mömmu að fá að æfa körfu. Hún hafði reyndar bara einn valkost og það var að segja já. Eftir það var skundað á æfingu, til Gumma Jens, með Sessu Barðdal og Dagný Huld. Þar kenndi Guðmundur okkur æfinguna „að vinka bless“ en þetta var góð kennsluaðferð sem sýndi okkur hvernig við áttum að halda rétt á boltanum og skjóta síðan í körfuna. Eftir miklar æfingar við tiltekna hreyfingu þá kunnum við stöllur að veifa hendinni jafn faglega og drottningarnar sem veifa almúganum. Áfram hélt ferillinn og hef ég svo sannarlega verið heppin með liðsfélaga. Hvert lið ætti að hafa eins og eina Hrafnhildi Sonju, Sigríði Viggós, Tinnu Mjöll, Herdísi Ósk, Gyðu, Elsu Rún, Halldóru Andrésar, Dúfu, Sessu, Dagný Huld, Birnu Sólveigu, Eygló Þóru, Vöggu, Hrund Jóhanns, Ingveldi og fleiri frábæra persónuleika. Þær gerðu sko lífið í keppnisferðalögunum mun skrautlegra og skemmtilegra. Oftast þurftum við stelpurnar í Tindastól að fara suður um helgar til að keppa, en í þessum ferðalögum urðu til margar góðar sögur. Ein er mér ofarlega í huga og mikið búið að hlægja af henni. Við vinkonurnar Sessa, Herdís Ósk, Dagný Huld og Elsa Rún vorum búnar að vera í borg óttans í heila viku í starfskynningu en allar höfðu við gist heima hjá ömmu hennar Sessu upp í Breiðholti. Svo kom að laugardeginum en þá áttum við að keppa í Smáranum. Þar sem við vorum með svo mikinn farangur þá þurftum við að hringja í leigubíl sem átti að keyra okkur í Kópavoginn. Mæta átti klst. fyrir leik og var því hringt í bílinn rétt fyrir brottför. Hins vegar lét leigubíllinn okkur bíða eftir sér og vorum við orðnar vel stressaðar að ná ekki að komast í leikinn á réttum tíma. Loks kom hann á staðinn og þá þurfti að hafa hröð handtök að koma töskunum í skottið og okkur fimm inn í lítinn bíl. „Af stað“ kölluðum við og létum sko leigubílstjórann vita af því að við værum að verða of seinar í leikinn. Karlanginn keyrði af stað á þeim leiftur hraða sem við báðum um, en svo skyndilega þegar við vorum enn í Breiðholtinu þá hætti bílinn að keyra eins og hinn besti rallýbíll og drollaðist þess í stað rétt áfram. Þegar þarna er komið við sögu þá vorum við orðnar verulega stressaðar og vissum að leikurinn var að hefjast eftir fimm mínútur og heilt byrjunarlið ekki mætt á svæðið. Við báðum hann vinsamlegast að stíga betur á bensíngjöfina. Hann lét okkur vita að hann kæmist ekki hraðar og á sama tíma gossaði upp þessi svakalega gúmmílykt. Við litum hvor á aðra, hlógum og trúðum ekki að þetta væri að gerast, fjandans dekkið var sprungið. Bíllinn lullaði áfram og eftir dágóðan tíma þá vorum við komnar í íþróttahúsið og leikurinn byrjaður. Þá tók við heljarinnar ræða frá þjálfaranum Sverri Sverris, en hann var hundfúll út í okkur, skiljanlega. Við reyndum að útskýra hvað hafði gerst en fyrir honum var þetta mesta lygasaga sem hann hafði á ævinni heyrt og nennti hreinlega ekki að hlusta á okkur. Við fengum að fara inn á rétt í blálokin. Eftir leikinn sögðum við liðsfélög- unum frá því hvað gerðist en það var sama sagan, það trúði okkur engin. Enn í dag þegar þessi saga er sögð þá eiga stelpurnar erfitt með að trúa henni og þá helst Sigríður Viggós og þess vegna ætla ég að skora á hana að koma með næsta pistil. ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Vredestein eru hágæða vetrardekk sem til er í flestum stærðum fólksbíla, jepplinga og sendibíla. Leitið tilboða hjá sölufólki okkar Bílaverkstæði Sími 455-4570 Hönnuð til að vernda þig HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI Snowtrac Wintrac ComTrac Ice Arctrac www.skagafjordur.is Auglýsing vegna kjörskrár Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00 f.o.m. miðvikudeginum 10. október 2012 til kjördags. Upplýsingaveita Innanríkisráðuneytis: http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/ Sveitarstjóri Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.