Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 5
40/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Körfubolti : Lengju-bikarinn og Dominos-deildin Blikar lagðir í parket Skrifar undir þriggja ára samning Eddi farinn í Val Á heimasíðu Tindastóls segir að besti leikmaður Tindastóls í sumar, Edvard Börkur Óttharsson hafi gengið frá þriggja ára samningi við sitt uppeldisfélag, Val. Edvard kom til Tindastóls sumarið 2011 en þá spilaði hann aðallega fyrir 2. flokk Tindastóls en tók þó þátt í fimm leikjum fyrir meistara- flokk félagsins. Í sumar spilaði Edvard lykilhlutverk í liði Tindastóls og lék 20 leiki í deildinni. /PF Sl. sunnudag spiluðu Tindastólsmenn við lærisveina Borce Illievski í Breiðabliki í Lengju-bikarnum og var leikið í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari skildu leiðir og Tindastóls- menn unnu öruggan sigur, 59-76. Breiðablik, sem spilar í 1. deildinni og hefur á að skipa fyrrum Tindastólsmönnunum Sigmari Loga Björnssyni og Pálma Geir Jónssyni, hóf leikinn af krafti og eftir tæpar 4 mínútur voru þeir sjö stigum yfir, 11-4, og höfðu áfram yfirhöndina út fjórðunginn en aðeins munaði einu stigi að honum loknum, staðan 15-14. Arnar og Hreinsi settu niður þrista í byrjun annars leikhluta og komu Stólunum yfir en síðan var leikurinn býsna jafn fram að leikhléi en þá voru gestirnir með yfirhöndina, staðan 30-32. Tindastóll náði frumkvæð- inu strax í byrjun síðari hálfleiks og náðu 10 stiga forystu þegar Isaac Miles setti niður þrist þegar tvær og hálf mínúta var liðin af þriðja leikhluta. Þetta var þriðja 3ja stiga karfan sem Miles hefur gert fyrir Stólana í 5 leikjum og 25 skottilraunum. Munurinn var síðan í kringum 10 stig út fjórðunginn og í byrjun síðasta fjórðungsins ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Nafn: Pálmi Geir Jónsson. Heimili: Heiðarhjallinn í Kóp. Starf: Fóstra. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Einn af held ég þremur á landinu sem halda með Aston Villa. Það var nú þannig að þegar ég var í fyrsta bekk þá hélt íþróttakennarinn minn og þáverandi körfubolta „legend“ Óli Barðdal með Aston Villa þannig að ég pikkaði þetta upp hjá honum. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Verður ansi á brattann að sækja í vetur hjá mínum mönnum. Það þurfa einhver þrjú önnur lið að spila eins og utandeildarlið ef við eigum að halda okkur uppi. Sæti okkar í deildinni að ári verður alla vega ekki tryggt með getu liðsins, því miður.. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Hef aldrei séð liðið í verra standi en það er núna. Voru alltaf að keppa um evrópusæti fyrir nokkrum árum en hafa selt alla bestu leikmenn sína síðustu tvö, þrú árin og misst besta stjórann í deildinni (Martin O´Neil). Verða að fara að eyða eitthvað af þessum peningum sem þeir hafa safnað til að verða keppnishæfir aftur. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Lendi alltaf minna og minna í því vegna þess hve neðarlega við höfum verið síðustu tvö tímabil. Síðan lendir Aston Villa áhugamaður einhvern vegin dálítið fyrir utan svona þessar almennu deilur sem eru milli topp 4 liðanna sem allir halda með. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Juan Pablo Ángel, var frammi með Lee Hendrie þegar ég var gutti og ég hélt mikið upp á þá. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei en er alltaf á leiðinni. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já, það er reyndar ekki um auðugan garð að gresja hérna á Íslandi í Aston Villa dótinu en ég kaupi alltaf þegar ég sé eitthvað þegar maður er utanlands. Til dæmis treyjur, peysu, bolla o.fl. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Gæti ekki gengið verr, legg mig reyndar lítið fram við það. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Ég byrjaði að halda með Villa í 1. bekk en fyrir það hélt ég með Man Utd. Uppáhalds málsháttur? -Betra er að fara í bíó en taugarnar á fólki. Einhver góð saga úr boltanum? -Við vorum einu sinni að spila á Húsavík og ég stóð á milli stangana. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar ég fer í langt úthlaup og næ boltanum, en framherjinn hjá Völsungi var staðráðinn í að ná til boltans. Það fór svo að hann hamraði tökkunum í andlitið á mér. Ég lá óvígur eftir og leikurinn var stoppaður. Síðan stóð ég upp eins og ekkert hefði í skorist og tók aukaspyrnuna sem hafði verið réttilega dæmd. Síðan segja þeir sem voru á bekknum að ég hafi dottið í teignum þegar boltinn var kominn inn á miðjan völl. Staðið síðan upp og rölt áleiðis út að hliðarlínu en dottið aftur niður á leiðinni og ekki staðið aftur upp. Ég sjálfur man ekkert eftir þessu enda var ég steinrotaður. Síðan vaknaði ég daginn eftir á sjúkrahúsinu á Akureyri, minnislaus og með hausverk. Óli Grétar sem skoraði á mig, sagði að þetta væri eftirminnilega fyndið að sjá mig hálf rænulausan röltandi í hringi og dettandi á vellinum, en hann er líka Satan holdi klæddur. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Fyrir uppskeruhátíðina í fótboltanum fyrir nokkrum árum þá var ég eitthvað að spyrja strákana hvernig „dress code-ið“ væri og þeir voru allir sammála að fara alla leið og klæða sig upp. Þeir fengu mig til að splæsa í axlabönd og bindi og hatt að mig minnir. Síðan þegar komið var á uppskeruhátíðina þá voru menn almennt bara í gallabuxum og bol. Kannski ekki vígalegasti hrekkurinn en mér leið eins og fávita standandi þarna eins og puntaður trúður fyrir framan alla strákana. Spurning frá Óla Grétari - Af hverju heldur þú ennþá með Aston Villa þrátt fyrir það að Óli Barðdal sé búinn að skipta um lið? Svar... Þrautseigja. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Óli Barðdal. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Hvaða átti þessi Júdasar-háttur að þýða að skipta um lið? Viðurkenningar veittar á uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks Frábært frjáls- íþróttalið í Skagafirði Uppskeruhátíð frjálsíþrótta- fólks í Skagafirði var haldinn laugardaginn 20. október, og var þetta sameiginleg hátíð frjálsíþróttaráðs UMSS og frjálsíþróttadeildar Tinda- stóls. Hátíðin fór fram í húsnæði FNV á Sauðárkróki. Besta ástundun 11-14 ára hlutu: Óðinn Smári Albertsson Elínborg Sigfúsdóttir Mestu framfarir 11-14 ára Rúnar Ingi Stefánsson Vala Rún Stefánsdóttir Besta afrek 11-14 ára Ari Óskar Víkingsson Besta ástundun 15 ára og eldri Daníel Þórarinsson Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir Mestu framfarir 15 ára og eldri Sveinbjörn Óli Svavarsson Þorgerður Bettina Friðriksdóttir Besta afrek 15 ára og eldri Jóhann Björn Sigurbjörnsson Viðurkenningar frjálsíþróttaráðs UMSS 2012 Efnilegasti piltur 11 – 15 ára Vésteinn Karl Vésteinsson Efnilegasta stúlka 11 – 15 ára Fríða Isabel Friðriksdóttir Frjálsíþróttakona UMSS Þorgerður Bettina Friðriksdóttir Frjálsíþróttakarl UMSS Jóhann Björn Sigurbjörnsson Íslandsmeistarar Innanhúss Fríða Isabel Friðriksdóttir 14 ára Hástökk Jóhann Björn Sigurbjörnsson 16-17 ára 60m Daníel Þórarinsson 18-19 ára 200m Ísak Óli Traustason 16-17 ára Hástökk Halldór Örn Kristjánsson 20-22 ára Hástökk Björn Margeirsson Karlar 800m, 1500m, 3000m Íslandsmeistari utanhúss Guðjón Ingimundarson 20-22 ára 110m gr Unglingalandsmótsmeistari 2012 Fríða Isabel Friðriksdóttir 14 ára Þrístökk Ragnar Ágústsson 11 ára Spjótkast /BÞ Hálf rænulaus röltandi í hringi Pálmi Geir Jónsson heldur með Aston Villa bættu Stólarnir aftur í og þegar 2 mínútur voru liðnar var munurinn orðinn 19 stig og náðu heimamenn aldrei að minnka þann mun svo neinu næmi og lokatölur 59-76 fyrir Tindastól sem hefur þá unnið báða leiki sína í Lengju- bikarnum. Tap gegn Ísfirðingum Tindastólsmenn voru klaufar að tapa fyrir Ísfirðingum í Dominos-deildinni sl. föstu- dagskvöld. Eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn fóru heimamenn illa að ráði sínu í síðasta fjórðungnum og Ísfirð- ingar gengu á lagið, komust yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar 5 mínútur voru eftir og fögnuðu kátir sigri, lokatölur 83-86. Bestir í liði Tindastóls voru Helgi Viggós og Helgi Margeirs. Stólarnir eiga því enn eftir að innbyrða fyrsta sigurinn en þrjár umferðir hafa verið spilaðar. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.