Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 40/2012 og sundmaður í Reykjavík fylltist metnaði fyrir að synda afrekssund, enda góður sundmaður. Reyndi hann við Ermarsundið árið eftir. -Þannig varð einvígi okkar til og er skemmtilegt að því leyti að við heitum báðir sama nafninu sem er kannski táknrænt. Þetta einvígi okkar varð mjög spennandi og tók auðvitað á taugarnar en varð til þess að athygli manna á sjósundiðkun varð meiri og þegar við snérum heim úr okkar Ermarsundstilraunum, þá er fólk þegar farið að gefa sjósundinu almennt meiri gaum. Ég hafði í nokkurn tíma verið að boða sjósund áður - hvað það væri frískandi og allra meina bót. Upp úr þessum Ermarsundstilraunum jókst sjósundsiðkun á Íslandi og aðstaðan í Nauthólsvík fór batnandi og allt hélst í hendur. Þetta er önnur myndin í myndinni má segja og er kannski stærsti hlutinn en svo er mjög merkileg saga sögð og skemmtilegt að Jón Karl skyldi hafa tekið á en það er þessi sögulega hlið sundsins yfir höfuð. Sögu sundsins rekur hann á mjög skemmtilegan hátt sem myndar andstæðu við nútímann. Þetta eru myndskeið sem eru sett á svið á eftirminnilegan hátt og brjóta upp söguþráðinn og þetta einvígi okkar Benedikts og gerir myndina mjög skemmtilega og býður upp á mikinn og skemmtilegan fróðleik svo maður getur horft á myndina aftur og aftur. Margir þurft frá að hverfa Fjöldi fólks reynir við þá miklu áskorun að synda Ermarsund og færri komast að Frakklandsströndum en fara frá þeirri ensku og því gaman að vita hvað sé erfiðast við Ermarsundið? -Erfiðasta við Ermarsundið er vegalengdin, þetta er svo löng leið. Og maður getur eiginlega hvergi stoppað og hvílt sig. Í næringartökunni nær maður að stoppa aðeins en hún tekur mjög stuttan tíma. Vegalengdin er reyndar svolítið afstæð. Stór hluti vegalengdarinnar er þannig að maður þýtur áfram í góðu veðri og eru þá erfiðustu kaflarnir oftast byrjunin og svo sérstaklega endalokin - það er að lenda - og lenda á réttum stað. Svo er kannski sá þáttur sem gerir sundið erfiðara en það er veðrið, segir Benedikt VIÐTAL Páll Friðriksson Lífskúnstnerinn og sjósundgarpurinn Benedikt S. Lafleur segir frá reynslu sinni af Ermarsundinu og þeim stóru áformum sem framundan eru hjá honum Í síðustu viku var heimildarmyndin Sundið eftir Jón Karl Helgason frumsýnd í Bíó Paradís í Reykjavík og í þessari viku í Króksbíói á Sauðárkróki. Myndin segir frá spennandi kapphlaupi nafnanna Benedikts Hjartarsonar og Benedikts S. Lafleur um hvor þeirra verði fyrsti Íslendingurinn til að synda yfir Ermarsundið – Mount Everest sjósundsins. Benedikt S. Lafleur býr á Sauðárkróki og stundar sjósundið grimmt enda með háleit markmið í sigtinu hvað afrekssund varðar. Feykir settist niður með Benedikt og forvitnaðist um Ermarsundið, markmið og vonbrigði og ekki síst hvaða sund hann hyggst þreyta í framtíðinni. Ætlar að synda 50 ferðir úr Drangey Nafnarnir Benedikt Hjartarson bakari í Reykjavík og Benedikt S. Lafleur „altmuligmand“ á Sauðárkróki eru í lykilhlutverki myndarinnar „Sundið“ en þeir reyna báðir við þá heljar miklu þraut að synda yfir Ermarsundið, frá Dover á Englandi að strönd Frakklands. Vegalengdin er um 32 kílómetrar í loftlínu en töluvert lengri er leiðin fyrir þá sem sundtökin taka. Jón Karl fylgdi þeim félögum eftir sem reyndu í nokkur skipti að komast þetta erfiða sund og festi á filmu. Tókst mjög vel að fanga þá stemningu, væntingar og trega sem fylgir því verkefni. -Sundið er í raun tvær myndir. Annars vegar fjallar hún um þessa keppni milli okkar Benediktanna tveggja, míns og Hjartarsonar hvor verði fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsundið. Hún tekur líka söguna og tilraun Eyjólfs Jónssonar sem var fyrstur Íslendinga til að reyna við það og rifjuð er upp stuttlega tilraun Árna Árnasonar sem reyndi að synda yfir Ermarsundið árið 2011. Þungamiðja og raunar kveikjan að gerð myndarinnar voru tilraunir mínar til að synda Ermarsundið og einnig önnur sund reyndar, en Jón Karl byrjaði að mynda þegar ég var að kljást við Reykjarvíkursund, segir Benedikt og útskýrir að samstarf þeirra hafi byrjað á þá leið að hann hringdi í Jón Karl og sagði: „Við skulum gera mynd!“ Jón Karl fór með sundmanninum og myndaði tilraunir hans við að sigrast á Ermarsundinu en vegna slæms veðurfars varð ekkert af sundi Benedikts það árið. Í kjölfarið skapaðist þó umræða um þá miklu áskorun svo Benedikt Hjartarson bakari Benedikt skartar hér sundbol eins og tíðkuðust fyrir miðja síðustu öld.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.