Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 40 TBL 25. október 2012 32. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Það hefur mikið gengið á í Bifröst undanfarnar vikur en þar hefur flækjuhausinn Fíasól komið sér fyrir í sínu hosiló eða réttara sagt risastóra ruslahaugnum sínum. Leikritið Fíasól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2010 við miklar vinsældir enda stórskemmtileg saga á ferðinni. Eftir því sem best verður séð ætlar Fíasól ekkert að gefa eftir í Bifröst og býður krökkum og fullorðnum líka að kíkja í herbergið sitt, sem ekki er alltaf til fyrirmyndar. Ingólfi Gauki, besta vini hennar, finnst nú að það mætti taka til öðru hvoru, en hvort skyldi koma góður þrifakall eða hættulegur glæpamaður þegar mest á reynir. Leyniljósmyndari Feykis fór á stúfana og smellti nokkrum myndum á æfingu í vikunni. Frumsýning er áætluð 3. nóvember. /PF VSK LAUSIR DAGAR AF SKÓM & FATNAÐI Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG & LAUGARDAG verður í búðinni á fÖstudaginn SKAGFIRSKUR SKORPUOSTUR frá MJÓLKURSAMLAGI KS Fíasól mætir í Bifröst Ef ég veit hvar dótið mitt er, þá er röð og þá er regla Halló, halló, halló, Fíasól. Skuggi sér um lifandi tónlist í sýningunni. Ekki dauða! Til þess að sýning gangi upp er nauðsynlegt að hafa eitt stykki tæknitröll. Já, góðan daginn! Er orðalausi dagurinn í dag? Ég breyti ógeðslegustu rottuholum í tandurhreinar tískuvillur. Ingólfur Gaukur og Fíasól. Ertu ekki að grínast? Þetta er skítlétt!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.