Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 11
40/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti að senda Fröken Fab eina lauflétta spurningu! Spakmæli vikunnar Vonin er draumur vakandi manns. - Aristóteles Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Hallgríma Sigurgunnur var á uppvaxtarárum sínum í Flóanum, lítið gefin fyrir samneyti við sveitadrengina. Hugur hennar stóð til filmstjarna á borð við Rock Hudson og má ganga að því sem gefnu að kynhneigð Rocks sé ástæða þess að Hallgríma gekk síðar í samtök herstöðvarandstæðinga. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Mörgum þykir skemmtilegt að renna fyrir fisk og eru veiðiáhöld veiðimanna misjöfn að gæðum svo ekki sé talað um verðmæti. En ótrúlegt en satt þá er bannað með lögum að veiða fisk með berum höndum í Kansas í Bandaríkjunum. Krossgáta Fröken Fabjúlöss [ frokenfab@feykir.is ] Hringrás tískunnar Kæra frk. Fab. Heldur þú að 80´s tískan komi aftur? Fröken Fabjúlöss: Það sem heillar okkur svo hérna í tískuhorni Fröken Fabjúlöss er hringrás tískunnar! Það eina sem hægt er að treysta á í sambandi við tískuna er að hún kemur alltaf aftur, og þá betrumbætt og búið að aðlaga hana nútímanum. Það vill nú svo skemmtilega til að það sem var heitt þarna aftur í 80´s hefur verið að volgna vel, og sumt er jafnvel og hefur Ef spurning brennur á þínu tískusláandi hjarta kæri lesandi, vertu þá ekki feiminn við að senda Fröken Fabjúlöss spurningu, hún mun svara eftir bestu getu! verið um tíma alveg hreint mannskaðaheitt eins og til dæmis leggings sem var ansi vel „inn“ á þessum árum. Litagleði í förðun er að koma mjög sterkt inn þessi misserin og litaður eða glimmer eyeliner er að upplifa ákveðið kombakk. Tískupallar Jean Paul Gaultier á tískuvikunni í París í seinasta mánuði voru undirlagðir af módelum sprangandi um sem stórstjörnur 8. áratugarins eins og Madonnu, Boy George og Ziggy Stardust þannig að víða má finna ansi sterk áhrif frá 80´s í tískunni! En einn er tískudraugurinn frá 80´s sem Fröken Fabjúlöss liggur á bæn með að verði aldrei vakinn af gömlum haug: Axlapúðarnir ægilegu! Fröken Fabjúlöss hefur annað slagið rekið augun í axlapúða upp á síðkastið en vonar svo sannarlega að þeir sitji sem fastast bara þar sem þeir eiga heima, á 8. áratugnum! /HV Frá tískusýningu Jean Paul Gaultier. Ziggy. Madonna. Michael Jackson. Boy George. Feykir spyr... Hvað stendur uppúr í heim- sókn þinni í Skagafjörð? [ Spurt í FNV ] KRISTOF RITTER frá Ungverjalandi -Útsýnið og fjallasýnin en það eru engin fjöll þar sem ég bý. Litli bærinn og vingjarnlega fólkið. AMANDA SILFVAST frá Finnlandi -Fjöllin og fallega útsýnið frá skólanum, það eru heldur engin fjöll þar sem ég bý. Það var líka rosalega gaman að fara á hestbak. VIVIEN SZABÓ frá Ungverjalandi -Það var æðislegt að fara á hest- bak, íslensku hestarnir eru svo fallegir. STELLIOS SIRIRAKIS frá Ungverjalandi -Allt saman; fallega umhverfið, sveitin, náttúran, hafið og gestrisni fólksins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.