Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 9
40/2012 Feykir 9 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Guðrún Ósk kokkar Ferlega fljótlegir réttir og lítill tilkostnaður Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir kennari í Grunnskóla Húnaþings vestra er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún skorar á Valdimar Halldór Gunnlaugsson og Ingunni Elsu Rafnsdóttur í sama bæjarfélagi en þau segir hún gera besta grjónagraut í heimi. „Ég var í svo brjáluðu tilrauna eldhúsi til að reyna að finna eitthvað til að senda inn, annars hefði þetta lööööngu verið komið frá mér. Mínir réttir einkennast af því að vera ferlega fljótlegir og lítill tilkostnaður.“ AÐALRÉTTUR Kjúklingabringur fylltar með fetaosti, möndlum, spínati og hvítlauk 2 msk ólífuolía ¼ bolli möndluflögur og sama af söxuðum möndlum 1 vorlaukur, fínt sneiddur 3 hvítlauksrif, söxuð 1 msk ferskt timian eða blóðberg safi úr hálfri sítrónu 200 gr spínat 50 gr fetaostur 4 litlar eða 2 stórar kjúklingabringur 2 tsk reykt paprika (krydd) salt Aðferð: Hitaðu ofninn í 180 gráður. Hitaðu pönnu að meðalhita. Settu teskeið af ólífuolíu á pönnuna og bættu við möndlum. Steiktu í 3-5 mín. þar til þær verða gylltar. Bættu við vor- og hvítlauk og láttu krauma í 2-3 mín. eða þar til hvítlaukurinn verður örlítið gylltur. Bættu við spínati, kjúklingakrafti, sítrónusafa og timian. Láttu krauma í smá stund eða þar til spínatið mýkist upp. Taktu af hitanum, losaðu vökva frá og bættu í feta. Blandaðu svo saman restinni af olíunni, papriku- kryddi og möndlum. Settu þetta til hliðar. Skerðu bringurnar langsum og búðu til „vasa“. Fylltu EFTIRRÉTTUR Heil bökuð epli með fyllingu epli súkkulaðirúsínur rjómasúkkulaði kanill ís Aðferð: Fljótlegt og fáránlega gott! Grefur kjarnann upp úr eplinu með skeið. Þú grefur hann upp úr að ofan svo eplið geti staðið. Fyllingin saman stendur af súkkulaði rúsínum og bræddu rjómasúkkulaði með kanil. Fyllingunni er svo troðið inn í eplið og það bakað þangað til það er orðið mjúkt í gegn. Borið fram með ís. Tilvalið á aðventunni. Verði ykkur að góðu! Segja skilið við blaðburð eftir tæp 20 ár Oftast gaman Óhætt er að segja að fjölskyldan að Ártúni 5 á Sauðárkróki hafi staðið útburðavaktina vel fyrir Feyki því í nærri 20 ár hafa fjölskyldumeðlimir skipst á að bera blaðið út til áskrifenda í bænum. Það var Lilja, elsta dóttir þeirra Ingimundar Guðjóns- sonar og Huldu Agnarsdóttur, sem varð sér út um starfið fyrst, 11 ára gömul. Svo tóku yngri systkini hennar; Sunna, Arna, Guðjón og Agnar og nú síðast kærasta hans, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, við hvert af öðru eftir því sem þau hin eltust. Á tímabili voru þau með tvö hverfi. Hulda segir að oftast hafi verið gaman að standa í útburðinum en stundum erfitt í vondum veðrum en þá fannst strákunum skemmtilegast. Foreldrarnir hafa stundum þurft að hlaupa í skarðið og voru sérstaklega beðin að fara í „hundahúsin“ , en það eru þau hús sem hundar gæta því eitt sinn náði hundur að narta í putta og skemma vettling. Feykir þakkar fjölskyldunni kærlega fyrir dygga þjónustu í gegnum árin og óskar henni velfarnaðar. /PF Guðný Jóhannesdóttir skrifar frá Sauðárkróki Kannski ég fari bara í mál Árið 2007 sat ég á móti bílasala sem var að ganga frá sölu til okkar hjóna. Bíllinn stór og stæðilegur enda fjölskyldan stór og lítill bíll þar af leiðandi ekki valmöguleiki. Við keyptum fjögurra ára gamlan bíl og höfðum að við héldum reiknað dæmið ágætlega vel. „Svo takið þið náttúrulega erlent lán,“ staðhæfði bílasalinn. „Nei, veistu ég er ekki til í að taka áhættuna á því að gengið fari eitthvað af stað,“ svaraði ég nokkuð ákveðin að ég hélt. Bílasalinn leit á eiginmanninn en þeir voru gamlir skólafélagar og skellti síðan upp úr. „Ertu ekki að grínast?,“ spurði hann. „Það tekur enginn heilvita maður í dag íslenskt lán, það er bara svo vitlaust. Ertu gamaldags framsóknarmaður eða hvað?“ Fyrirlitningin sem hann setti í röddina var algjör. „Uu, nei, alla vega ekki lengur, ég vil samt ekki svona lán,“ svaraði ég. Hringt var í vin sem sagði okkur að vera ekki bjánar, það tæki enginn íslenskt lán lengur. Eftir langa mæðu ákváðum við að láta slag standa, við gætum ekki verið það plebbaleg að fara að taka eitthvert íslenskt lán. Þetta væri jú nútíminn. Ári síðar hrundi allt og þægilega lánið okkar var orðið að stökkbreyttu skrímsli. Alltaf stóðum við í skilum, fengum jú í einhvern tíma að borga eitthvað minna, samkomulag sem öllum var boðið. 2010 féll dómur og við dönsuðum stríðsdans. Kannski værum við ekki enn að borga af bílnum eftir að hann yrði handónýtur. Lög voru sett á dóminn og upphæðin lækkaði langt frá því sem hafði verið reiknað út fyrir okkur. Ástæðan? Jú, það voru settir allt að 20% vextir á sumar greiðslurnar. Jæja, áfram gakk, við púlum þá bara við að borga þetta helv.... Síðan féll annar dómur þess efnis að lögin hefðu verið ólög og ólöglegt væri að rukka þessa háu vexti. Það var í upphafi þessa árs. Himinlifandi hringdum við í Lýsingu og fengum þessi svör. „Sko, þetta gildir örugglega ekki um okkar lán, það þurfa nú fleiri að fara í mál áður en við förum eitthvað að leiðrétta við þig.“ Fleiri fóru í mál og annar dómur féll. Fyrirtæki byrjuðu að endurreikna lán viðskiptavina sinna, nema Lýsing sem nú segir þetta: „Já, nei, þetta gildir um önnur lánasöfn en okkar.“ Já, Lýsing er greinilega einstakt fyrirtæki. Fyrirtæki sem ég hlakka óendanlega mikið til að verða skuldlaus við. Fyrirtæki sem ég mun aldrei beina viðskiptum mínum til aftur. Fyrirtæki sem mig langar að benda ykkur hinum á að varast. Fyrirtæki sem ég er alvarlega farin að hugleiða að fara í mál við. - - - - - Mig langar að skora á Róbert Óttarsson, bakara á Sauðárkróki að koma með næsta pistil. ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is með blöndunni, lokaðu með tannstöngli og settu í eldfast mót. Settu svo paprikumöndlu blöndu yfir (gott að nudda). Settu álpappír yfir formið og bakaðu í ofni í 10 mín., taktu álpappírinn svo af og láttu bakast í 10 mín. til viðbótar, eða þar til kjúllinn er eldaður í gegn. Ég sjálf er alveg sjúk í sætar kartöflur og elda því nær alltaf sætar með kjúklingi. Mér finnst best að flysja þær niður (svo þær taki styttri tíma) og baka þær svo í eldföstu móti með slettu af olíu. Þegar þær eru svo gott sem tilbúnar skelli ég smá salti yfir þær og stundum fetaosti. Ferskt salat og piparostasósa og allir glaðir. Þóranna Ósk, Agnar, Ingimundur og Hulda með síðasta útburðarblaðið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.