Feykir


Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 25.10.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 40/2012 ( ÍÞRÓTTAGARPUR ) palli@feykir.is Einar Haukur Óskarsson er golfari Stefnir á atvinnumennsku Skagfirski golfarinn Einar Haukur Óskarsson stefnir að atvinnumennsku í golfi í haust í Svíþjóð en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki þar sem hann hóf sinn golfferil undir leiðsögn Árna Jónssonar golfkennara. Einar hefur eytt mestum tíma sínum á golf- velli frá því hann var 12 ára gamall, bæði sem kylfingur og starfsmaður enda lærði hann golfvallarfræði í Skotlandi og vann sem golfvallarstjóri til margra ára ásamt því að æfa og spila golf. Einar ætlar að reyna fyrir sér í atvinnumennsku í Svíþjóð, en hann er að flytja þangað með fjölskyldu og hefur þegar fengið atvinnumannaréttindi en framundan er mikil og kostnaðar- söm barátta við að komast í gegnum úrtökumót þar sem hart er tekist á um hvert sæti sem gefur þátttökurétt á mótum atvinnumanna á komandi leiktíð. Þeir sem vilja hlaupa undir bagga og styrkja þennan frábæra kylfing, sem gæti orðið fulltrúi Norðurlands í atvinnumennskunni og fyrirmynd fyrir unga norðlenska golfara, er bent á að hægt er að leggja inn á reikning 0130-15- 382924, kt. 051182-4999. Nafn og heimili: -Einar Haukur Óskarsson heiti ég og er búsettur í Gautaborg í Svíþjóð. Árgangur: -1982 Hvar ólstu upp? -Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en vil reyndar meina að mikilvægur partur af uppeldinu hafi verið í sveitinni hjá ömmu og afa á Hamri. Hverra manna ertu? -Faðir minn heitir Óskar Friðrik Halldórsson og móðir mín Björg Kristín Einarsdóttir, betur þekkt sem Óskar og Bogga hjá Hjólbarðaþjónustunni. Íþróttagrein: -Golf. Íþróttafélag/félög: -Golfklúbbur- inn Keilir í Hafnarfirði. Helstu íþróttaafrek: -Búinn að vinna tvö mót á Eimskipsmóta- röðinni og var annar í Eimskips- mótaröðinni 2009. Skemmtilegasta augnablikið: -Ætli það séu ekki þau skipti þegar við unnum Sveitakeppni unglinga með Golfklúbbi Sauðárkróks. Það var ótrúlega samheldinn hópur, þó svo að við værum ekki með sterkustu golfarana átti engin möguleika í okkur vegna þess að liðsheildin var svo góð. Neyðarlegasta atvikið: -Ætli það sé ekki þegar við vorum að leika okkur á æfingarsvæðinu á Sauðárkróki eitt kvöldið fyrir stórt opið mót. Það voru komnir nokkrir Akureyringar sem gistu í tjöldum á æfingarsvæðinu. Við voru eitthvað að fíflast með driverana okkar að slá í gömul útihús sem voru við æfingarsvæðið, af svona 30 metra færi. Alltaf skoppuðu boltarnir bara niður en það kom að því að ég hitti í steypta stoð á bak við einangrunina og fékk hann þaðan í mitt ennið á milli augnanna. Það var frekar vandræðarlegt en samt ekki hægt annað en að hlæja af því þó svo að maður hafi verið hálf vankaður. Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei ég get nú ekki sagt að ég sé mjög hjátrúafullur en ég reyni allavega að komast hjá því svona almennt að brjóta spegla og ganga undir stiga Uppáhalds íþróttamaður? -Ég lít mikið upp til Tiger Woods en einungis innan vallar. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ég myndi vilja spila holukeppni við Tiger Woods. Hvernig myndir þú lýsa rimm- unni? -Þetta er ótrúlega jöfn og skemmtileg viðureign þar sem þeir skiptast á að vinna holur. Það er ótrúlega mikið af fallegum golfhöggum sem líta dagsins ljós í þessari spennandi rimmu. En það er ekki fyrr en undir lokin sem Einar tekur frumkvæðið og klárar leikin með frábæru inná höggi á 18. holunni og tryggir sér sigurinn með frábærum fugli. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Ég eignaðist dóttur 2010 og verður það nú að teljast mitt helsta afrek þó svo að það hafi verið talsvert erfiðara fyrir Guðrúnu Þuríði Höskuldsdóttur konu mína. Lífsmottó: -Ef þú veist að þú hefur gert þitt besta getur þú ekki verið ósáttur við útkomuna Helsta fyrirmynd í lífinu: -Pabbi hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Hann hefur sýnt mér að ef að maður ætlar sér eitthvað nógu mikið þá getur maður það. Mamma mín er einnig rólegasta mennaskja sem ég veit um og ég held að ég hafi náð að tileinka mér yfirvegun hennar þegar mikið liggur við og það hefur sennilega átt mikinn þátt í því að koma mér á þann stað sem ég er í dag í golfíþróttinni. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Núna er ég að verða búinn að koma mér fyrir í Gautaborg. Einnig var að ljúka úrtökumóti fyrir sænsku atvinnumannamótaröðina og ég komst þar í gegnum niðurskurðinn og endaði í 25. sæti sem veitir mér vonandi þáttökurétt í einhverjum mótum á komandi sumri. Svo er það bara sama og venjulega, æfa og æfa. Hvað er framundan? -Það sem er framundan núna er að halda áfram að koma sér í ennþá betra líkamlegt form og vinna í sveiflunni eins og maður getur þangað til golfvellirnir loka til að vera tilbúinn í átök komandi golfverktíðar. Fyrirmyndir Börn undir 15 ára aldri eru samkvæmt lögum ósakhæf. Löggjafinn leggur þær skyldur á forráðamenn barna undir 15 ára að þeir gæti öryggis þeirra, réttar og sjái til þess að þau virði lög og reglur svo sem umferðarlög og reglur um útivistartíma. Flestir foreldrar setja börnum sínum reglur heima fyrir og gera þá kröfu á þau að farið sé eftir þeim. Flestir lögreglumenn hafa einhvern tíma átt samtal við barn sem segir frá því að einhver nákominn því hafi brotið umferðarlög t.d. ekið of hratt. Oft á tíðum veldur þessi upplifun barnsins því ákveðnu álagi því barnið veit að „löggan tekur bófa og setur fólk sem brýtur lög í fangelsi “. Slíkt álag getur hlaðist upp og valdið því að barnið upplifir stöðugan ótta þegar það situr í bifreið þar sem ökumaður þess brýtur ítrekað umferðarlög. Það hefur komið fyrir að lögreglumenn við umferðar- eftirlit hafi stöðvað ökutæki eftir að ökumaður þess braut umferðarlög og að í bifreiðinni hafi verið barn. Barnið hafi séð blá blikkandi ljós lögreglu- bifreiðarinnar aftan við sitt ökutæki og lögreglumann koma og ræða við ökumanninn, pabba, mömmu eða annan forráðamann og jafnvel beðið viðkomandi að koma í lögreglutækið til að kynna brotið og afla upplýsinga, við það hafi barnið brotnað undan álaginu sem það hefur orðið fyrir. Komið hefur fyrir að börn hafi verið svo hrædd að þau hafi verið nánast óhuggandi lengi á eftir. Höfum hugfast börn horfa til hegðunar þeirra sem eldri eru þegar þau sækja sér fyrirmyndir. Til dæmis þegar ökumaður tryggir öryggi barns í bifreið, setur barnið í bílstól eða sér til þess að bílbeltið sé spennt og eðlilega staðsett yfir brjóst barnsins, sé ökumað- urinn meðvitaður um það að um leið og hann sest inní bifreiðina til að aka er hann orðinn miðpunktur athygli barnsins því barnið fylgist með því sem ökumaðurinn gerir í ökuferðinni. Setur ökumað- urinn á sig belti líka? Barnið veit að það er regla að setja á sig beltið. Sýnum börnum gott for- dæmi í umferðinni t.d. notum bílbelti, notum gangbrautir, ökum ekki á ólöglegum hraða og tölum ekki í farsíma við akstur. AÐSENT FRÁ LÖGREGLUNNI Á SAUÐÁRKRÓKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.