Feykir


Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 15

Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 15
48/2012 Feykir 15 ( LJÓÐ ) Á aðventu 2010 Nóttin er dimm og dagarnir styttast enn. Draumur um ljósið sækir á suma menn, sem að vaka, vona og bíða, þeir vita að nóttin er lengi að líða en ljósið það kemur senn. Ljósið sem Kristur kveikti forðum, kærleikann sem var öllum gefinn er þyggja vildu og þekkja hann, það var ljóðið um sannleikann. Og söngur um lífið er líður hjá og ljósið sem dimmu deyfir. Nóttin er dimm en dagana lengir senn. Oss dreymir um stjörnu, stafi og undrandi menn, fátæka þjóð sem frelsarann hýsti í fyrsta sinni,og ljósið sem lýsti og lifir í heiminum enn. Sigurður Hansen Lífið er yndislegt Gengu í það heilaga þann 12. 12. 2012 klukkan 12:12 VIÐTAL Páll Friðriksson Það hefur verið vinsælt hjá fólki að gera eitthvað skemmtilegt á eftirminni- legum dögum og varð einn slíkur fyrir stuttu þegar 12. desember gekk í garð. Voru margir sem notuðu hann til trúlofunar eða giftingar og af einni slíkri athöfn heyrðist frá þeim heiðurshjónum á Hofsósi Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur og Jóni G. Jóhannessyni. Særún segir að þau hjóna- kornin höfðu gantast með það í nokkurn ár að ganga í hjónaband en þau hafa verið saman í 33 ár sem telst nokkuð gott í óvígðri sambúð. Ekki höfðu þau samt fundið rétta tímann fyrr en Jón sá smá smugu en það var að kveldi 11. desember sem Jón segir við Særúnu að hún yrði að skjótast úr vinnunni um tólf leitið daginn eftir vegna þess að von væri á tryggingasölumanni. –Ha, sagði ég. Ertu að skipta um tryggingafélag, segist Særún hafa svarað en Jón vildi nú ekki ákveða það strax: -Veit það ekki, sjáum til, segir hann og boðar einnig dæturnar á heimilið. -Svo minnti hann mig á þetta morguninn eftir, nema hvað að ég fer í vinnu, sameinilegur föndurdagur í skólanum og leikskólanum og ég náttúrulega þar og stelpurnar mínar líka með öll barnabörnin okkar sex, segir Særún og mikið fjör í gangi þar en það var rétt að byrja því heim mætti hún rétt fyrir 12 en þá kom Jón hlaupandi á móti henni með símann á eyranu og skipaði henni að fara inn í búð og kaupa pylsur, einn eða tvo pakka en hún yrði að vera fljót. -Ég skildi ekki hvað gekk á nema hvað ég brunaði í búðina og var snögg en þegar ég kom til baka var Inga Dögg elsta dóttir okkar mætt. Þegar ég kom inn mætti ég prestinum í fullum skrúða á ganginum heima og ég varð eins og asni, lýsir Særún heimkom- unni og skildi ekkert í þessu, hvað presturinn væri að gera þarna. -Svo kom yngri dóttir okkar Gréta Dröfn og henni brá svolítið, hélt að eitthvað hefði komið fyrir líkt og mér. Svo hringdi Jón í son okkar, Daníel Frey, og sagði honum að drífa sig heim. Elstu dóttir okkar grunaði þetta þegar pabbi hennar talaði við hana kvöldið áður en yngri dóttirin gat ekki sofið nóttina áður vegna þess að pabbi hennar gerði hana svo forvitna. Jæja, presturinn pússaði okkur saman og allir voru í skýjunum, segir nýkrýnda eiginkonan en Jón bauð öllum upp á pylsur. -Þá var farið að ræða málin og upp kom að hann hafði planlagt þetta kvöldið áður og hafði farið nokkrar ferðir til að hitta prestinn en hann ekki heima svo Jón sat fyrir honum þegar hann kom úr heitapottinum. Hinn nýkvænti Jón rær á Geislanum á línu með Páli Magnússyni og var ákveðið daginn áður að róið skildi þannig að Jón eyddi brúð- kaupsnóttinni með skipstjór- anum. -Ég var svolítinn tíma að átta mig á þessu, en þetta kallar maður að koma manni á óvart, ég átti ekki von á þessari uppá- komu, segir Særún alsæl og vonast til þess að þau hjóna- kornin geti skroppið í brúð- kaupsferð fljótlega ef tími vinnst til. -En þetta var flottur dagur, eyddum honum með börnunum, barnabörnum og tengdasonum. 12.12.2012 kl. 12:12 gerist ekki flottara. Lífið er svo yndislegt, segir sú hamingjusamlega gifta kona, Guðbjörg Særún. ANDL ÁT Faðir okkar, tengdafaðir og afi Hróðmar Margeirsson Ögmundarstöðum andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fimmtudaginn 13. desember. Útför hans verður gerð frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 21. desember klukkan 14.00. Jarðsett verður að Reynistað. Sigríður Hróðmarsdóttir Guðmundur Kr. Eydal Jón Margeir Hróðmarsson María Jónsdóttir Hróðmar G. Eydal Ríkey G. Eydal Urður Jónsdóttir Hörn Jónsdóttir Þar sem ekki er farið með rétt mál í viðtali við Ingólf Sveinsson í opnuviðtali 1. nóv. sl. vil ég koma því á framfæri að Arnór Sig- urðsson keypti Suðurgötu 20 árið 1957 af Kalla þýska sem bjó aldrei „fyrir ofan hann“ eins og segir í greininni. Múrpípan sem um er rætt var ekki ofan við innganginn, en hafi Arnór nefnt hana tilgreinda nótt, þá er til önnur skýring á henni. Stefanía Arnórsdóttir Leiðrétting við opnuviðtal við Ingólf Sveinsson í Feyki, 1. nóvember sl. útgáfan hefur fengið flestar tilnefningar til íslensku tón- listarverðlaunanna og platan hefur einnig verið tilnefnd til norrænu tónlitarverðlaunanna. Ásgeir Trausti er sannarlega fyrirmynd ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Björn Þór Kristjánsson athafnarmaður á Blönduósi Björn hefur með dugnaði komið á fót Eyvindarstofu á Blönduósi sem er menningarlega mjög mikilvægur staður fyrir Norðurland vestra. Guðjón Óli Jónsson og fjölskylda á Blönduósi Hefur barist hetjulegri baráttu í veikindum Guðjóns en hann varð fyrir alvarlegu heilsutjóni í mars 2012. Fjölskyldan hefur þurft að taka á stóra sínum á erfiðum tímum. Kári Kárason framkvæmdastjóri á Blönduósi Fyrir frækilegt björgunarafrek í mars er hann bjargaði manni úr bíl sem oltið hafði ofaní Laxá. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er skemmtilegur. Kolbrún Birna Jökulrós Þrastardóttir í Skagafirði Var viðstödd slysið á Þórkötlu systur sinni í sumar, sem lenti undir sláttuvél, og sýndi þar einstaka stillingu við að aðstoða föður þeirra systra við að stoppa blóðflæði og sinna fyrstu hjálp á slysstað. Fékk hún einnig það hlutverk að halda upp sam- ræðum við Þórkötlu og passa að hún missti ekki meðvitund. Þar sýndi hún mikla hetjudáð og hélt systur sinni vakandi allan tímann. Skúli Jónsson altmúligmaður á Sauðárkróki Tilnefndur fyrir að veita góða þjónustu í kringum knatt- spyrnudeild Tindastóls en hann hefur verið einkar liðlegur í yngriflokka starfinu. Fyrir þau yngstu hefur hann verið óþreyt- andi að snúast í kringum, sótt þau í Árvist til að koma þeim á æfingu, jafnvel keyrt þau heim á eftir. Þá hefur hann gripið inní sem þjálfari, línuvörður eða hvað sem þarf að gera.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.