Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 22
22 Feykir 48/2012
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir
Gott að næra vonina
„Manstu mamma þegar allt
var ófært og rafmagnslaust
á Króknum og við vorum
bara á náttfötunum,
spiluðum og lékum okkur
endalaust“. „Manstu
þegar að við fórum
alltaf í jólamessurnar á
Skaganum.“ „Manstu allar
ferðirnar í sundlaugina
í Varmahlíð og það var
alltaf sól.“ - „Já, ég man
það vel,“ og sælusvipurinn
breiðist yfir andlit
viðstaddra.
Sumir staðir eru þannig
að þú þarft bara að hugsa
þangað, sjá mynd eða heyra
nafnið og þá er eins og að
með þér vakni jákvæðar
og góðar tilfinningar. Frá
árunum okkar í Skagafirði
er eins og við munum bara
það góða. Aðrar minningar
finnast auðvitað líka; af
ungum örmagna foreldrum
í glímu við störfin sín og
hvort við annað. Minningar
af áföllum og sorg sem við
fengum að eiga hlutdeild í.
En jafnvel þó margar flóknar
minningar finnist auk þeirra
góðu sem fljóta ofaná þá
eru þær núna orðnar sögur
af þroskaferli og áskorunum
sem þurfti að yfirstíga. Eru
í raun orðnar sögur af fólki
sem hafði alltaf val um að
horfa til dauða eða upprisu.
Það að hugsa norður nærir
því vonina í önnum daganna.
Að auki geng ég sjálf alltaf
með teikningu af húsi í
töskunni minni. Húsið verður
kannski byggt einhverntíma
eða kannski aldrei, það
skiptir í raun ekki máli. Því
húsið sem teiknað er til að
standa á skikanum okkar í
Skagafirði er fyrst og fremst
táknmynd um framtíð. Framtíð
þar sem ég er enn gift sama
sköllótta kallinum, við fáum
að verða gömul saman og
afkomendurnir valhoppa í kring.
Að við yfirvinnum allt það sem
bíður. Teikningin er svona eins
og áminning á erfiðum degi
um hvað það er gott að láta sig
dreyma, hlakka til og framar
öllu öðru vona. Áminning um
hversu mikið er að þakka. Það
er því gott í hraðanum hér í
borginni að renna huganum
þangað sem alltaf verður okkar
annað „heim“, heim í fjörðinn
þar sem klukkan gengur á
eðlilegum hraða.
Annað ráð á ég í handraðanum
til að næra vonina ef ekkert
annað dugir en það er finna
leið til að hlægja. Best reynist
að hlægja að sjálfri mér. Sem
dæmi þá er sama á hverju
gengur þá klikkar aldrei að
hugsa til þess þegar að ég
í fyrra gekk örugg í fasi inná
biskupsstofu með kjólinn
kyrfilega girtan ofaní rándýrar
sokkabuxurnar, þá búin að
ganga góðan spöl frá bílnum
eftir Laugaveginum. Óbrigðult
hreinlega!
Framundan hjá mér núna er
mikil törn af aðventuerindum,
viðtölum, athöfnum og
messuhaldi. Ég reyni að hlægja
að sjálfri mér, enda af nógu að
taka. Ekki síður er ómetanlegt
í önnunum að geta horfið í
huganum stund og stund, í
dans við undirspil Geirmundar
á Rótarý árshátíð eða horfa yfir
fjörðinn af Vatnsskarðinu.
Ég bið þess að lesendur Feykis
megi njóta kyrrðar á aðventu og
eiga gleði á jólum, við hugsum
hlýlega norður, héðan úr
vesturbæ Reykjavíkur.
- - - -
Ég vil skora á Margréti Helgu
Hallsdóttur sem einmitt er
úr fyrsta fermingarhópnum
mínum.
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJ berglindth@feykir.is
( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
Rooney og Scholes
eru taldir algjört
augnakonfekt
Nafn: -Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson.
Heimili: -Skúlabraut 43, Blönduósi.
Starf: -Ég vinn sem leiðbeinandi á
leikskólanum á Blönduósi
Hvert er uppáhalds liðið þitt í enska
boltanum og af hverju? -Það er Manchester
United og er það honum pabba mínum að
þakka þar sem hann hefði aldrei tekið neitt
annað í mál og er ég mjög þakklátur fyrir það
Hefur þú einhvern tímann lent í deilum
vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði?
-Já, maður lendir þó nokkuð oft í því, og
það er yfirleitt vegna öfundsýki frá mönnum
sem fengu ekki eins gott uppeldi og við hinir
og enduðu á því að halda með útbrunnum
liðum eins og Liverpool eða Arsenal.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr
og síðar? -Það mun alltaf vera Cristiano
Ronaldo og er hann að mínu mati sá allra
besti, það hefur enginn getað farið jafn illa
með bestu deild í heimi eins og hann gerði
fyrir nokkrum árum.
Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Já,
ég fór í fyrsta skiptið árið 2005 með pabba
mínum á Man Utd – Liverpool og lentum við
á frábærum leik þar sem við vorum mjög
sárir að leikurinn ætlaði að enda 0-0, en þá
tók Rio Ferdinand málið í sínar hendur og
skoraði eina mark leiksins á 90. mín. og hef
ég aldrei upplifað aðra eins stemningu og
var á vellinum þá. Svo fór ég líka í fyrravetur
á Man Utd – Norwich sem endaði 2-0 fyrir
okkur.
Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já,
t.d. treyjur, plaggöt, bækur og fleira.
Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldu-
meðlimi upp í stuðningi við liðið? -Það
hefur ekki verið mikil þörf á því þar sem
það er bara ég og pabbi sem fylgjumst
með fótbolta í fjölskyldunni. Ég hef aðallega
reynt að fá litlu strákana á leikskólanum til
að skipta um lið enn það hefur ekki gengið
mikið hingað til.
Hefur þú einhvern tímann skipt um uppá-
halds félag? -Nei, það hef ég aldrei gert og
mun aldrei gera.
Uppáhalds málsháttur?-Ég hef nú aldrei átt
mér uppáhalds málshátt og á þess vegna
mjög erfitt með að svara þessari spurningu.
En ætli ég verði ekki bara að segja „Það sem
brýtur mann ekki, herðir mann“ því ég heyri
þennan oftast í fótboltanum.
Einhver góð saga úr boltanum? -Það er
mjög erfitt að velja eina sögu, en þegar við
vorum í sameinuðu liði Tindastóls/Hvatar í
3. flokki og fórum á fótboltamót í Danmörku
árið 2008. Það byrjaði allt þannig að við
vorum búnir að vinna nokkra leiki og svo
tekur „Brautarholtsprinsinn“ öðru nafni Óskar
Smári Haraldsson uppá því að segja við yngri
krakka sem voru að taka þátt á mótinu að
ég væri bróðir Eiðs Smára og krakkarnir
náttúrulega gleyptu þetta alveg. Það leið
ekki að löngu þangað til ég var kominn með
hálfgert stuðningsmannalið með mér á leiki
sem hvatti mig áfram sem „Gudjohnsens
brother“ og svo hópuðust þeir í kringum
mig eftir sigurleiki og spurðu mig ýmissa
spurninga og halda þau líklegast enn þann
dag í dag að þau hafi verið með litla bróðir
Eiðs Smára úti í Danmörku.
Einhver góður hrekkur sem þú hefur
framkvæmt eða orðið fyrir? -Það var í sumar
sem ég og Óskar Smári vorum búnir að bíða
heillengi eftir Bjarna Smára, Hilmari Þór og
Stefáni Hafsteins eftir að þeir væru búnir í
sturtu svo við gætum farið og fengið okkur að
borða. En þetta ætlaði að taka endalausan
tíma fyrir þá svo við ákváðum að reyna
að kenna þeim smá lexíu og laumuðum
okkur inn í klefa og tókum öll fötin þeirra,
handklæðin og íþróttatöskurnar og settum
inn í íþróttasal svo þeir þurftu að fara fram til
að sækja dótið sitt.
Spurning frá Hilmari Þór Kárasyni. –
Benni, af hverju halda hommar og lesbíur
frekar með ManUtd heldur en Chelsea?
-Þetta er nú heldur auðveld spurning og það
er vegna þess að hommar og lesbíur eru
ekkert vitlausara enn annað fólk. Svo erum
við með menn innanborðs eins og Rooney og
Scholes sem eru taldir algjört augnakonfekt.
Hvern viltu sjá svara þessum spurningum?
-Hámund Örn Helgason
Hvaða spurningu viltu lauma að
viðkomandi? -Áttu von á því að Tottenham
nái meistaradeildarsæti í ár, og hvernig líst
þér á Andre Villas Boas sem þjálfara ?