Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 48/2012
Sérstakur þakklætisvottur
Óður til sólarinnar
Fyrr á árinu afhenti Guðfinna
Svava Sigurjónsdóttir sr. Gísla
Gunnarssyni hökul sem
minningargjöf til Skagafjarðar.
Hökullinn "Óður til sólar-
innar" er gefinn til minningar
um Andra Ísaksson, móður
hans Sigrúnu Sigurjónsdóttur
frá Ingveldarstöðum í Hjalta-
dal og Sigurjón Sigurðsson,
föður Svövu. Guðfinna Svava
afhenti sr. Gísla hökulinn
sem þakklætisvott fyrir at-
höfn í Hólakirkju við jarð-
setningu duftkers eiginmanns
hennar Andra Ísakssonar
sem lést 6. ágúst 2005. Hök-
ullinn er hannaður og gefinn
af Guðfinnu Svövu.
/GG
Ný smábátahöfn á
Sauðárkróki
Fyrsta skóflu-
stungan
Hafist var handa við fyrsta
áfanga að byggingu
smábátabryggju á Sauðár-
króki sl. laugardag er
Gunnar Steingrímsson
hafnarvörður tók fyrstu
skóflustunguna með stærri
skóflu en hann er vanur að
nota. Það er verktakafyrir-
tækið Fjörður ehf. sem sér
um jarðvinnuna.
Að sögn Jóns Árnasonar
hjá Firði ehf. verður grjótið
sem myndar sjóvarnargarð-
inn tekið upp fyrir áramótin
en um miðjan janúar verður
farið í dýpkun hafnarinnar.
Þá verður farið í landmótun,
byggingu aðstöðuhúss fyrir
vatn og rafmagn, þrjá
landstöpla fyrir flotbryggjur
og upptökubraut að sögn
Gunnars og eru verklok
áætluð um mánaðarmótin
apríl maí 2013.
Í seinni áfanganum sem
Gunnar vonast til að boðinn
verði út strax eftir áramót
verður 80 metra löng flot-
bryggja með sjö 12 metra
löngum fingrum og 60
metra flotbryggja með átta
8 metra fingrum og tíu 6
metra fingrum. /PF
Jólakrossgáta Feykis
Anna
Eiríksdóttir
hreppti
ostakörfu
Búið er að draga úr
innsendum lausnum
jólakrossgátu Feykis.
Þátttaka var mjög góð
eða alls 92 réttar lausnir.
Anna Eiríksdóttir Hnjúki í
Vatnsdal var sú heppna og
fær að launum gjafabréf að
Sælkerakörfu frá Mjólkur-
samlagi KS.
Lausnarorðið er: Ostur
er veislukostur. /PF
Gísla Gunnarsson tekur við listagrip úr höndum Guðfinnu Svövu Sigurjónsdóttur.
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Forsíðumynd: Svavar Sigurðsson.
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Gleðileg jól
Íslendingar hafa haldið jólin hátíðleg frá því að land byggðist.
Eflaust hefur rauði þráðurinn í hátíð ljóssins verið sá sami frá
upphafi þ.e. að fagna birtunni og þeim góðu gjöfum sem
almættið gefur okkur mönnunum. Vissulega hafa siðir og
formerki jólanna breyst í aldanna rás, en fögnuðurinn er sá
sami og verður á meðan jörð hverfist um sólu.
Rætur jólanna liggja djúpum rótum í sið vorra Norrænna
manna, en engu að síður hafa straumar og lífssýn seytlast í
þúsundir ára á milli menningarheima, en þó ekki með þeim
hraða og straumi sem fylgir netvæddum nútímanum. Sumir
sjá skýra hliðstæðu í hinum góða ási Baldri hinum hvíta og
frelsaranum frá Nasaret. Augljós eru áhrifin í hina áttina þ.e.
áhrif Rómverja, sem ástunduðu keimlík trúarbrögð og vor
siður er, á kristnina, sem tók sín bernskuspor í ríki Rómar.
Skýrasta birtingarmynd áhrifanna er í sjálfu jólahaldinu, sem
heiðrað var með því að gera hátíðina sömuleiðis að
fæðingarhátíð frelsarans.
Á þarsíðustu öld varð jólatréð liður í jólahaldinu hér á
landi og hefur vegur þess farið vaxandi. Það á skýra
samsvörun í okkar Norræna sið sem lífsins tré, Askur
Yggdrasils. Tréð stendur upp í gegnum heiminn allan og er
sameiningartákn lífsins og ólíkra krafta heimsins.
Boðskapur jólanna er nýtt upphaf og tilhlökkun yfir bjartari
tíð. Helgisaga jólanna er falleg ástarsaga þeirra Freys og
Gerðar Gýmisdóttur. Freyr frjósemisgoð er bróðir Freyju, en
þau eru af ætt Vana, en Gerður, sem fegurst er allra kvenna,
er af ætt jötna. Með Brúðkaupinu, sem fram fór á jólunum
náðist sátt á milli myrkursins og birtunnar, sem tryggði
hringrás árstíðanna. Brúðhjónin, sem voru af gjörólíkum
uppruna, náðu vel saman og elskuðust á jólunum í níu daga
og níu nætur, á meðan á brúðkaupinu stóð.
Það fer því vel á því að gera vel við sig og sína á jólunum í
mat og drykk og gleðjast yfir því jákvæða sem tilveran hefur
upp á að bjóða. Boð og veisluhöld eru góð leið til þess að
koma saman og rækta andann og efla tengslin við frænd-
garðinn. Að lokum er hér falleg og skýr mynd úr Völuspá,
sem segir frá nýju upphafi. Ég óska lesendum ástríkra jóla og
birtu og gleði á nýju ári.
Sér hún upp koma
öðru sinni
Jörð úr ægi
iðjagræna;
falla fossar,
flýgur örn yfir,
sá er á fjalli
fiska veiðir.
Sigurjón Þórðarson
Hegranesgoði
Króksbíó í bestu gæðum
Filmuvélinni skipt út
Ný sýningarvél af fullkomnustu
gerð er komin í Króksbíó á
Sauðárkróki og leysir þar með
af hólmi úrelta tækni þar sem
35 millimetra filman réði
ríkjum. Filmuvélin hefur
þjónustað bíógesti á Sauðár-
króki í áratugi en myndir eru
ekki lengur fáanlegar nema
stafrænar.
-Þetta gerir okkur kleift að
frumsýna myndir á sama tíma
og annarsstaðar á landinu í
bestu gæðum, segir Sigurbjörn
Björnsson bíóstjóri og mun
veislan byrja strax annan í
jólum þegar Hobbitinn verður
tekinn til sýninga.
Meðal annarra mynda sem
brátt verða sýndar í Króksbíói
eru Skyfall, The Twilight Saga,
Rise of the Guardians, og Life
of Pi og Jack Reacher. Nánar
er hægt að sjá um myndirnar á
Facebook-síðu Króksbíó. /PF
Sýningarvélin komin á sinn stað. Við vélina stendur breskur sérfræðingur sem setti vélina upp en með honum
eru á vinstri hönd Sigurbjörn Bíóstjóri og Guðbrandur húsvörður en Helga SiguRbjörnsdóttir er lengst til vinstri.
Feykir í jólafrí
Kemur næst út
10. janúar
Feykir óskar öllum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju ári
með þökk fyrir samfylgdina á
árinu sem er að líða.
Vonandi finnur þú lesandi
góður eitthvað við þitt hæfi í
þessu lokablaði ársins og getir
hlakkað til að fá þann næsta
sem kemur út þann 10.janúar
2013.
Það er við hæfi að birta
vísu Rúnars Kristjánssonar á
Skagaströnd sem hann samdi
og sendi til blaðsins fyrir
skömmu og lýsir ósk blaðsins
til lesenda sinna.
Feykis andinn héraðshlýi
heillir sendir vítt um ból.
Öllum hjá hann endurnýi
elsku og tryggð við heilög jól!
/PF