Feykir


Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 19

Feykir - 20.12.2012, Blaðsíða 19
48/2012 Feykir 19 Atvinnumál Árið komandi einkennist því miður af erfiðleikum og átökum í atvinnulífi. Margt fer miður og ytri aðstæður verða okkur ekki hagfelldar. Mikið verður um málarekstur og allmörg gjaldþrot. Undir haust fara að sjást einhver batamerki en óánægja og úfar meðal manna tefja fyrir árangri. Atvinnulífið þarfnast stöðugleika til framtíðar eigi árangur að nást. Fólk þarf að slíðra sverðin og vinna saman, þá mun vel fara. Í ferðaþjónustunni verður svolítill afturkippur, virðist sem erlendum ferðamönnum fjölgi ekki eins mikið og spáð hafði verið en þar spila enn og aftur ytri aðstæður stórt hlutverk. Atvinnuleysi mun að mestu standa í stað, þó eru einhverjar breytingar til batnaðar þegar kemur fram á haustið. Um sjávarútveginn var erfitt að sjá eitthvað í spilunum, þar virtist allt vera í rugli. Rúnir voru lagðar og fé rúnin birtist okkur að vísu en líka erfiðleikar, ósætti og mikið tap. Ætli það segi okkur ekki að enn munu menn rífast um þessa auðlind okkar, sumir munu græða og aðrir hreinlega fara á hausinn. En eftir mikið karp og þref verður gert hlé á viðræðum um Evrópusambandsaðild. Verum hamingjusöm Út með illsku og hatur inn með gleði og frið, eins og sagt er í fallegu jólalagi, höfum þessar laglínur í heiðri alla daga og verum góð við hvort annað. Þjóðin er búin að vera eitthvað svo reið lengi og er orðin þreytt. Vitanlega er það oft á tíðum skiljanlegt því margir eiga um sárt að binda og sjá ekki fram á bjartari daga, fyllast því vonleysi og beiskju. En hatur og reiði er ekki lausn, því við getum ekki verið samtímis reið og hamingjusöm. Þetta tvennt er eins og myrkur og birta. Þegar myrkur reiðinnar heltekur hugann hverfur ljós hamingjunnar. Hvað sem árið 2013 ber í skauti sér skulum við láta ljós hamingjunnar loga skært og sýna hvort öðru virðingu og kærleik. Eigið góðar stundir – Megi árið 2013 færa ykkur öllum hamingju og gleði. VÖLVUSPÁIN 2013 VÖLVUSPÁIN 2013 /

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.