Feykir


Feykir - 07.03.2013, Qupperneq 9

Feykir - 07.03.2013, Qupperneq 9
09/2013 Feykir 9 SKÓLAMEISTARI OPIÐ HÚS Í MA miðvikudaginn 10. apríl fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra Bóknámsskóli sem býr nemendur undir stúdentspróf og nám í háskólum um allan heim Sjá nánar á www.ma.is Lífsdans Geirmundar Valtýssonar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps ásamt hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar með skemmtilegt verkefni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps ásamt hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar á Blönduósi hafa æft stíft undanfarið og ætla að bjóða upp á söngdagskrá með lögum Geirmundar Valtýs- sonar næstu daga. Byrjað verður í Blönduóskirkju í kvöld 7. mars klukkan 20:30. Annað kvöld 8. mars á sama tíma verður sungið í Félags- heimilinu á Hvammstanga en tvennir tónleikar verða svo á sunnudaginn 10. mars í Skaga- firði. Sá fyrri hefst klukkan 15:00 í frímúrarasalnum á Sauðárkróki en þeir síðari í Menningarhúsinu í Miðgarði klukkan 20:30. Ákveðið var á vordögum 2012 að setja upp söngdagsskrá með lögum Geirmundar og segir Þorleifur Ingvarsson for- maður kórsins að lögin séu löngu orðin þjóðareign eftir langan og farsælan tónlistarferil Geirmundar. Sveinn Árnason, stjórnandi kórsins valdi lögin í samráði við Geirmund og Rögnvaldur Valbergsson organ- isti á Sauðárkróki, útsetti þau fyrir karlakór og hljómsveit. Þá samdi Geirmundur nýtt lag fyrir þetta verkefni. Skarphéðinn H. Einarsson, tónlistarskólastjóri á Blönduósi setti saman hljómsveit fyrir dagskrána en hana skipa auk hans, Elvar Ingi Jóhannesson, Benedikt Blöndal, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Bryndís Hall- dórsdóttir, Hrafnhildur Björns- dóttir, Friðrik Brynjólfsson og Brynjar Óli Brynjólfsson. Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps ætlar að fara víðar með dagskrána því fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar þann 13. apríl í Menningarhúsinu Bergi á Dal- vík og Allanum á Siglufirði. /PF Aðalgötu 20b - Sími: 453 6363 - www.threksport.is OPNUNARTÍMI YFIR PÁSKAHÁTÍÐINA: Skírdagur: Opið 9-13 Föstudaginn langa: LOKAÐ Annar í páskum: Opið 9-13 Venjulegur opnunartími aðra daga. TILBOÐ Í LJÓS DAGANA 25.-30. MARS Morguntímar frá kl. 06:00-11:30 á 650 kr.- og eftir 11:30 850 kr.- MIKIÐ ÚRVAL af fatnaði frá Under Armor, Sci MX fæðubótaefnum og fæðubótaefnum frá Perform. OPNIR TÍMAR Í ZUMBA þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:00-20:00. OPNIR TÍMAR Í FIT PILATES mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15-17:15 Þreksport - Þreksport - Þreksport Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska :) Sigurvegarar í Lífshlaupinu Varmahlíðarskóli Nemendur Varmahlíðarskóla sigruðu í sínum flokki í grunnskólakeppni Lífshlaupsins, en þetta er í fyrsta skiptið sem skólinn tekur þátt í keppninni. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningaverkefni á vegum Embættis Landlæknis. Í tvær vikur skráðu nemendur alla þá hreyfingu sem þeir gerðu á hverjum degi og má sjá ítarlegar upplýsingar um hreyfingu nemenda á lifshlaupid.is. Eins og sést á sundurliðun aðgerða, sátu krakkarnir ekki aðgerðarlausir þessa daga. Einnig tók starfs- fólk skólans þátt í keppni milli vinnustaða og stóð sig með ágætum þó ekki hafi hópurinn náð eins langt og nemendurnir! Þess má geta að á heimasíðu Lífshlaupsins getur fólk skráð sína daglegu hreyfingu án þess að taka þátt í keppni. Sú skráning er í gildi allan ársins hring. /ÁÓ Nemendur Varmahlíðarskóla fengu afhendan viðurkenningarskjöld fyrir að vera í 1. sæti í Lífshlau- pinu. Ljósm./Ágúst Ólason.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.