Feykir


Feykir - 07.03.2013, Side 13

Feykir - 07.03.2013, Side 13
09/2013 Feykir 13 Fröken Fabjúlöss [ frokenfab@feykir.is ] Fersk og falleg á fermingardaginn! Fröken Fabjúlöss stendur á því fastar en fótunum að hlutverk fermingarförðunar sé að undirstrika þá náttúrulegu fegurð sem nú þegar er til staðar, hressa aðeins upp á útlitið og gera fermingarpíuna ferska. Í förðunarbókum Fröken Fabjúlöss flokkast það undir fullkomna fermingarförðun þegar gestir fermingardömunnar horfa á þessa fallegu stúlku, sjá mun en átta sig ekki á því hvað það er! En fermingarlúkkið er svo langt frá því að vera bara förðunin og þess vegna fékk Fröken Fabjúlöss til liðs við sig stórsnillingana Báru, Þóru og Ernu á hárgreiðslustofunni Hjá Ernu. Hártískan í fermingargreiðslum þetta misserið að sögn mógúlanna Hjá Ernu er helst að vera með fallega og óreglulega liði sem gerðir eru með mismunandi járnum. Fermingar- dömurnar vilja oftar hafa liðað hárið frekar frjálst og slegið til þess að lengd UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir hársins sjáist vel og yfirleitt er hárið aðeins tekið frá andlitinu með lausri fléttu eða vafningi. Minna fer fyrir skreytingum og eru þær þá léttar. Sem sagt „less is more“ er inn í dag! Stórskotalið Fröken Fabjúlöss smellti saman í eitt fermingarlúkk og fengu til liðs við sig hina stórglæsilegu Brynju Sif Harðardóttur. Farði Frökenin byrjaði á að nota Teint Miracle Beige Ivory meik frá Lancome og bar það á í þunnu lagi. Því næst púðraði hún yfir með litlausu Blot púðri frá MAC. Augnskuggarnir sem Frökenin notaði koma allir frá Lancome. Í grunninn var ljósbeislitaður, hásanseraður settur á allt augnlokið. Svo notaði Frökenin tvennskonar bleika augnskugga, dekkri í ytri augnkróka og ljósari bleikan inn á hálft augnlokið. Endahnútur augnfarðans var svo þunn eyeliner lína og maskari. Sólarpúður borið á hernaðarlega mikilvæga staði og highlighter ofan á kinnbeinin og undir augun til að draga fram andstæðu á móti sólarpúðrinu. Að endingu var svo ljósbleikt gloss borið á varirnar. Hár Byrjað var á því að slétta vel allan partinn sem átti að flétta, til að tryggja fallega áferð á fléttuna. Næst voru settir liðir í neðri partinn á hárinu með keilujárni og spreyað létt yfir með spreyi frá Bead Head til af fá smá hald. Smá fyllingu vantaði í greiðsluna og til að ná henni fram voru bæði lokkarnir og hnakkinn túperaðir svolítið þannig að fléttan myndi leggjast fallega yfir. Svo var fléttað og fléttan losuð svolítið svo hún liti út fyrir að vera meiri og ekki strekkt. Því næst voru liðirnir fínpússaðir með stóru krullujárni. Að endingu var spreyjað létt yfir með Morrocon hárspreyi til að fá smá hald og glansspreyi frá Catwalk til að fá fallegan gljáa. Fröken Fabjúlöss og gellurnar Hjá Ernu óska öllum fermingarbörnum þessa árs og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn! Fermingarförðun Hvað ber að varast? Fröken Fabjúlöss hefur tekið eftir því að undanfarin ár hefur það færst í aukana að fermingarstúlkur falist eftir förðun fyrir stóra daginn. Allt er það nú gott og blessað enda er þessi tiltekni dagur myndaður í bak og fyrir og festur varanlega á spjöld sögunnar. En fermingarförðun og venjuleg förðun eru tvennt ólíkt og nokkur atriði sem ber að varast þegar verknaðurinn fer fram. 1. Enga litagleði þennan daginn! Þó svo að litadýrð sé óðum að rata inn í farðanir hvunndagsins og er orðið á förðunargötunni það að skærir litlir verði allsráðandi í sumar, þá ráðleggur Fröken Fabjúlöss fermingardömunum eindregið að halda sig frá þeim á fermingardaginn. Tímaleysi er markmið förðunarinnar, þó svo að skærir litir séu að koma sterkt inn í ár, þá vogar Fröken Fabjúlöss sér að fullyrða að eftir 15 ár verði sú tískubóla löngu sprungin... En fermingarmyndirnar munu ennþá lifa góðu lífi á þeim tímapunkti! 2. Minna er meira! Ef augnskuggar eru notaðir, endilega að nota lítið af þeim, nota ljósa liti sem draga fram ferskleika, til dæmis bleika og bleiktóna liti. Ef brúntóna litir verða fyrir valinu, endilega hafa þá í ljósari kantinum og sanseraða, til dæmis bronze lita. 3. Draga fram það sem nú þegar er til staðar! Setja fína eyeliner línu. Undirstrika byggingu andlitsins með því að setja sólarpúður. Góð þumalputtaregla þegar verið er að setja sólarpúðrið á er að horfa á fermingardömuna og sjá fyrir sér hvar sólarljósið fellur á andlitið. Bera lítið af púðri á þessa staði með púðurbursta (nefbein, höku, fyrir ofan gagnaugun) ásamt því að bera það á kinnbeinin og strjúka svo laust yfir með höndunum til að deyfa út skil. Setja svo highlighter ofan á kinnbein til að fá andstæðu á móti sólarpúðrinu. 4. Lítið eða ekkert meik! Fermingardömurnar búa flestar svo vel að vera með nánast fullkomna húð! Ef húðin er á annað borð laus við bólur þá er hún rennislétt og falleg, og því oft engin ástæða til að nota meik. Í þessum tilfellum mælir Fröken Fabjúlöss eindregið með því að púður sé brúkað í hógværum skammti. Ef um bólótta eða á einhvern hátt skemmda húð er að ræða, þá mælir Frökenin með því að nota eins lítið þekjandi meik og hægt er að komast upp með.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.