Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Page 20
20 Í nýrri könnun um ferðir fólks og ferðamáta sem Land-ráð hefur unnið fyrir Vegagerðina kemur fram að heldur hefur dregið úr ferð- um fólks út fyrir sveitarfélag eða búsvæði á milli áranna 2012 og 2014, notkun einkabíls hefur dregist saman en fleiri notfæra sér almenningssamgöngur. Þá ferðast færri með innanlandaflugi en áður. Í könnuninni kemur fram að um 8% svarenda notuðu strætisvagna í ferðum út fyrir búsetusvæði og var meðalfjöldi ferða 4,5. Um 11% svarenda töldu að fjöldi erlendra ferðamanna sumarið 2014 hafi haft áhrif á ferðavenjur sínar. Um 75% þeirra hættu við að heimsækja fjöl- sótta ferðamannastaði vegna fjölda erlendra ferðamanna sumarið 2014. Flestir vilja sjá fleiri jarðgöng á landsbyggðinni, umbætur á hringveginum og bætta almenningsþjónustu. Kostuð af Vegagerðinni Könnun þessi var unnin fyrir samgönguyfirvöld af Land-ráði sf. í sam- vinnu við MMR ehf. í þeim tilgangi að fá skýra mynd af ferðavenjum innanlands og breytingum á þeim frá fyrri könnunum Land-ráðs sf. Könnunin var kostuð af Vegagerðinni. Upplýsingarnar í þessum könnunum eru hugsaðar sem grunngögn fyrir stefnumótun í samgöngumálum. Þetta er 11. könnunin á ferða- venjum sem Land-ráð sf. vinnur fyrir samgönguyfirvöld. Þessar kann- anir eru nú unnar á tveggja ára fresti. Um 1.400 manns svörðu sumar- könnun 2014 en könnunin var gerð í september 2014 og náði yfir ferðavenjur júní til september. Könnunarstaðir hafa verið þessir í könnunum Land-ráðs sf.: Landsbyggðakjarnar; Ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir og nágrenni. Jaðarbyggð höfuðborgarsvæðisins: Akranes, Árborg og Reykjanesbær. Höfuðborgarsvæðið; skipt í fjóra borg- arhluta. Notkun einkabílsins minnkar Í könnuninni kemur fram að færri nota einkabíl en fyrir efnahags- hrunið 2007. Notkun einkabílsins á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman úr 87% allra ferða 2007 í 75% 2014. Svarendur sem búa í eða nærri miðborginni ganga meira og nota reiðhjól meira en aðrir svar- endur á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 8% nota yfirleitt strætó. Flestir svarendur á höfuðborgarsvæðinu vilja sjá aukna áherslu á umbætur á stofnbrautakerfinu, bætta þjónustu strætó og umbætur á göngu- og hjólaleiðum. Áhersla á umbætur á stofnbrautakerfinu hefur minnkað frá 2007 þegar flestir nefndu þann kost. Mest notkun í jaðarbyggðum Notkun einkabílsins er mest í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæðisins eða 87%, 85% í landsbyggðarkjörnum og minnst á höfuðborgar- svæðinu eða 80%. Notkun einkabílsins vex almennt með aldri og hærri tekjum. Þeir sem ferðast einna mest sem farþegar í einkabíl er ungt fólk 18 til 24 ára, námsmenn og konur frekar en karlar sem og fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Ungt fólk notar áætlunarbíla og strætisvagna hlutfallslega mest. Um 8% allra svarenda 2014 höfðu ferðast með strætó út fyrir búset- usvæði sitt. Þetta er í fyrsta sinn sem spurt er um notkun strætó í þessum könnunum. Konur nota þjónustuna heldur meira en karlar og ungt fólk meira en það eldra, sérstaklega fólk á aldrinum 18 til 24 ára en notkun fólks á aldrinum 55 til 64 ára er einnig nokkuð mikil. Notkunin er tvöfalt meiri í jaðarbyggð en á öðrum könnunarsvæðum eða um 14% að meðaltali. Mikill munur á ferðavenjum sumarið 2014 eftir byggðum Í könnuninni kemur fram að mikill munur er á ferðavenjum eftir byggðum. Um 21% hafði notað strætisvagna í Árborg, 15% á Akranesi en aðeins 6% í Reykjanesbæ. Tæp 7% Akureyringa notuðu strætó sumarið 2014 og rúm 10% íbúa á Egilsstöðum. Þeir sem búa vestan Reykjanesbrautar í Reykjavík notuðu strætó mun meira til ferða út fyrir höfuðborgarsvæðið en aðrir íbúar á svæð- inu. Þeir sem notuðu strætó út fyrir búsetu- svæði sumarið 2014 fóru að meðaltali 4,4 ferðir. Svarendur í jaðarbyggð fóru flestar ferðir, að meðaltali 6,6, svarendur í lands- byggðakjörnum 3,4 og svarendur á höfuð- borgarsvæði fæstar, eða 2,4 að meðaltali. Samgöngumál Lengri ferðum fækkar – fleiri nýta sér almenningssamgöngur Ungt fólk notar áætlunarbíla og strætisvagna hlutfallslega mest, ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Um 8% allra svarenda 2014 höfðu ferðast með strætó út fyrir búsetusvæði sitt en þetta er í fyrsta sinn sem spurt er um notkun strætisvagna í þessum könnunum. Mynd: BB.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.