Fréttablaðið - 23.05.2018, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 9 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . M A Í 2 0 1 8
heia norge!
tilboðsdagar 14 – 27 maí
til gode priser!
flotte mobiler
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Allt fyrir
gæsa/steggjapartýið
Finndu okkur á
öflugur liðstyrkur
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Kári Stefánsson skrifar
ríkissaksóknara opið bréf. 11
SPORT Kjartani Henry Finn-
bogasyni hafa borist hótanir frá
reiðum stuðningsmönnum. 18
TÍMAMÓT Í dag eru átta ár liðin
frá því að eldgosinu í Eyjafjalla-
jökli lauk. 17
LÍFIÐ Leikhópurinn Lotta setur
veðurofsa á vorin ekki fyrir sig. 26
PLÚS 3 SÉRBLÖÐ l FÓLK
l MARKAÐURINN l KÓPAVOGUR
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
VIÐSKIPTI Fagfjárfestasjóðurinn
ORK, sem er að mestu í eigu
íslenskra lífeyrissjóða, hefur áform
um að selja 12,7 prósenta hlut sinn
í HS Orku.
Formlegt söluferli hófst í síð-
ustu viku, samkvæmt heimildum
Markaðarins, en væntingar eru um
að sjö til átta milljarðar króna geti
fengist fyrir hlutinn. Miðað við það
er markaðsvirði orkufyrirtækisins
um 55 til 63 milljarðar.
Talsverður áhugi er sagður vera á
hlutnum í HS Orku, bæði á meðal
erlendra og innlendra fjárfesta, en
gert er ráð fyrir að óskuldbindandi
tilboð muni berast í næsta mánuði.
Gangi áætlanir eftir gæti salan klár-
ast í lok sumars.
– hae / sjá Markaðinn
Lífeyrissjóðir
vilja selja hlut
í HS Orku
KOSNINGAR Samtök iðnaðarins gagn-
rýna hæga málsmeðferð sveitarfélaga
í skipulags- og byggingarmálum í
nýrri úttekt. Hæg afgreiðsla mála
getur staðið í vegi fyrir íbúðaupp-
byggingu sem er eitt stærsta málið í
komandi sveitarstjórnarkosningum.
Framkvæmdir tefjast og því fylgir
kostnaður.
„Ég held að það sé bráðnauð-
synlegt að þessu verði breytt hjá
borginni. Þetta er eitt af því sem
hefur tafið uppbyggingu íbúðar-
húsnæðis í borginni og valdið
kostnaði,“ segir Eyþór
Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykja-
vík. Hann segir að hægt
væri að flýta afgreiðslu
mála með því að einfalda
kerfið.
„Kerfið er orðið
svo flókið, málin
fara á milli svo
margra aðila.
Betra væri að
minnka kerfið og að það yrði raf-
rænt,“ segir hann. „Þetta
endar allt á fólkinu
sem er að kaupa
íbúðir,“ segir Eyþór
um kostnaðinn sem
hlýst af þessum töfum.
„Laga- og reglugerð-
arumhverfið er mjög flókið og það
má bæta,“ segir Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri og oddviti Samfylking-
arinnar, um ástæður þess að málin
dragist. „Við höfum gert tillögur um
hvernig er hægt að stytta þennan
tíma.“ Aðspurður hvers vegna tillög-
urnar hafa ekki náð fram að ganga í
ljósi þess að flokkur hans hefur verið
lengi í meirihluta segir Dagur að
ástæðurnar liggi annars staðar.
„Vegna þess að þær þurfa að fara
í gegnum Alþingi og ríkisstjórnir
og það hafa verið nokkuð ör ríkis-
stjórnarskipti sem hefur ekki hjálpað.
Til dæmis kom húsnæðissáttmálinn
fram í síðustu ríkisstjórn,“ segir Dagur
og vísar þar í sáttmála um húsnæðis-
mál með fjórtán aðgerðum til að
bregðast við vandanum á húsnæðis-
markaðnum. Í sáttmálanum var
kallað eftir tillögunum sem Dagur
minnist á. „Það er ekki ljóst hvaða
umbótamál þessi ríkisstjórn hyggst
halda áfram með,“ bætir hann við.
– gþs, jhh / sjá síðu 6
Sveitarstjórnir tefja uppbyggingu íbúða
Samtök iðnaðarins segja hæga afgreiðslu sveitarstjórna leiða af sér tafir á framkvæmdum við íbúðir og aukinn kostnað. Eyþór Arnalds,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir boðleiðir of flóknar. Borgarstjóri segir tillögur sem einfalda regluverkið stranda á Alþingi.
Eyþór Arnalds
og Dagur B.
Eggertsson
Það ríkti sannkölluð gleði hjá aðstandendum kvikmyndarinnar Kona fer í stríð á sérstakri hátíðarsýningu í Háskólabíói í gærkvöldi. Myndin naut mikillar hylli á nýafstaðinni kvikmynda
hátíð í Cannes. Hér stilla sér upp þau Ólafur Egilsson, Davíð Alexander Corno, Benedikt Erlingsson, Jóhann Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir og Davíð Þór Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
D
E
-5
6
1
C
1
F
D
E
-5
4
E
0
1
F
D
E
-5
3
A
4
1
F
D
E
-5
2
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K