Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2018, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.05.2018, Qupperneq 4
Mikið úrval garðsláttuvéla handknúnar eða með raf- eða bensínmótor Garðsláttuvélar ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is HEILBRIGÐISMÁL Haldi núverandi þróun í lýðheilsumálum áfram næstu árin mun tæplega fjórðungur mannkyns, eða um 22 prósent, glíma við offitu árið 2045. Það er aukning um 14 prósent frá árinu 2017. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rann- sóknar sem kynnt var á ársþingi Evr- ópsku offitusamtakanna í gærkvöld. Rannsóknarhöfundarnir, þeir Alan Moses og Niels Lund hjá Novo Nordisk í Danmörku, benda jafn- framt á að aukning sem þessi í hópi þeirra sem eru of feitir þýði að einn af hverjum átta, eða um 12 prósent heimsbyggðarinnar, muni þjást af sykursýki 2 innan þrjátíu ára. Til að koma í veg fyrir að algengi sykursýki 2 fari yfir 10 prósent árið 2045 þurfi þeim sem þjást af offitu að fækka um 25 prósent fyrir sama tíma. Rannsóknin byggir á gögnum frá öllum löndum sem skila upp- lýsingum í gagnagrunn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Moses og Lund horfðu til aldurs, BMI- stuðuls, algengi sykursýki 2 og báru saman við áætlanir Alþjóðasamtaka sykursjúkra. Moses og Lund benda á að átak gegn offitu og sykursýki muni litlu skila til skemmri tíma. Hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Þessar tölur undirstrika þá yfir- þyrmandi áskorun sem blasir við heimsbyggðinni með tilliti til offitu og sykursýki. Um leið og þetta fólk þarf að mæta miklum áskorunum vegna heilsu sinnar þá verður fjár- hagsleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi landanna gífurleg,“ segir Moses. Moses ítrekar að engin töfra- lausn sé til. Hvert og eitt land þarf að byggja aðgerðir sínar út frá félags-, umhverfis- og genaþáttum. – khn Fjórðungur heimsbyggðarinnar of feitur árið 2045 Offita verður æ algengari. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Lögmaður segir mögu- legt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótar- lána beri ekki ábyrgð á fyrri náms- lánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðar- maðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“ Aðspurður segir Haukur ekki úti- loka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðar- mönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lána- sjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víð- tækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálf- skuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofan- greindum hætti. Ábyrgðarmanna- kerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðar- manni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki leng- ur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðar- maður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðar- maður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð láns- ins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðar- manns hafi verið. adalheidur@frettabladid.is Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Lögmaður segir ekki útilokað að LÍN hafi þegar innheimt kröfur sem teljast ólögmætar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ábyrgðarmenn náms- lána sem greitt hafa lán sem þeir gengust í ábyrgð fyrir gætu í tilteknum tilvikum átt endurkröfu á LÍN eftir nýfallinn dóm. Framkvæmdastjóri LÍN segir dóminn skýran og að innheimt verði sam- kvæmt honum. VÍSINDI Háskóli Íslands býst við um 1.700 erlendum gestum á ráðstefnu European Academy of Management (EURAM) sem viðskiptafræðideild HÍ stendur fyrir dagana 19. til 22. júní. Ráðstefna EURAM er ein sú stærsta á sviði viðskiptafræði í Evr- ópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi. Eyþór Ívar Jónsson lektor hefur ásamt samstarfsfólki borið hitann og þungann af undirbúningi ráð- stefnunnar en hann hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Aðstandendur ráð- stefnunnar áætla að gjaldeyristekjur af svo stórri ráðstefnu geti numið um hálfum milljarði króna. – jhh Fá 1.700 manns í heimsókn SJÁVARÚTVEGUR Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda sam- þykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda. Vefmiðillinn Undercurrent News greinir frá því að útgerðar- félagið Ögurvík eða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum komi helst til greina. Brim keypti í apríl 34,1 pró- sents hlut Kristjáns Loftssonar í HB Granda á um 21,7 milljarða. Samkvæmt lögum um verðbréfa- viðskipti verður Brim að leggja fram yfirtökutilboð til annarra hluthafa í HB Granda, en það virkjast þegar hluthafi eignast samtals að minnsta kosti 30 prósenta atkvæðisrétt í félagi sem skráð er í Kauphöllinni. Yfirtökutilboðið rennur út 1. júní. Brim er búið að tryggja sér fjár- mögnun frá Landsbankanum upp á tæpa 22 milljarða en hærri upp- hæð fæst ekki. Því er ljóst að meira þarf til til að fjármagna kaupin á HB Granda, fari svo að hluthafar sam- þykki yfirtökutilboðið. – dfb Brim þyrfti að losa eignir 2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -6 E C C 1 F D E -6 D 9 0 1 F D E -6 C 5 4 1 F D E -6 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.