Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 6
Opinn fundur
Um tillögu að starfsleyfi fyrir
Munck Íslandi í Hafnarfirði.
Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að nýju starfsleyfi fyrir malbikunar-
verksmiðju Munck Ísland ehf. á tímabilinu 13. apríl til 11. maí 2018.
Fyrirhuguð staðsetning starfseminnar er að Álhellu 18 í Hafnarfirði.
Opinn kynningarfundur verður haldinn í Hafnarborg kl. 16:30,
fimmtudaginn 24. maí næstkomandi. Farið verður yfir athugasemdir
sem borist hafa og hvernig Umhverfisstofnun bregst við þeim. Þá
verður fjallað almennt um útgáfu starfsleyfa hjá Umhverfisstofnun og
eftirlit með starfsemi sem haft getur í för með sér mengun.
Einnig verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.
Umhverfisstofnun mun taka við athugasemdum sem kunna að berast
vegna fundarefnisins til sunnudagsins 27. maí 2018.
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
28. maí í 11 nætur
GRIKKLAND
Loutraki & Tolo í beinu flugi til Aþenu
Stökktu
Loutraki í Grikklandi
kr. 79.995 á mann m/morgunmat
Stökktu
Tolo í Grikklandi
kr. 89.995 á mann m/hálfu fæði
595 1000 . heimsferdir.is
Alkyon Resort
Hotel & Spa
Frá kr. 129.995
m/allt innifalið
m.v. 2 fullorðna í herbergi
Allt
innifalið
Stendur undir nafni
STJÓRNSÝSLA Um áramót höfðu 22%
þeirra mála sem biðu afgreiðslu
hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála beðið í meira en 18
mánuði, samkvæmt úttekt Sam-
taka iðnaðarins. Samkvæmt lögum
skal nefndin að jafnaði kveða upp
úrskurði sína innan þriggja mánaða
frá því að málsgögn berast en innan
sex mánaða í viðamiklum málum.
Málsmeðferðartíminn hefur þó
farið yfir tvö ár og er að meðaltali
eitt ár, samkvæmt úttektinni.
Nefndin fjallar um skipulags- og
byggingarmál og þangað geta ein-
staklingar eða fyrirtæki leitað ef
þeim finnst afgreiðsla hjá sveitar-
stjórnum, sem fara með skipulags-
vald, ekki vera fullnægjandi.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segir að þessi málsmeðferðarhraði
geti hæglega haft áhrif á bygg-
ingarhraða íbúðarhúsnæðis með
tilheyrandi kostnaði. „Við þurfum
að hafa það í huga að þessi nefnd
er til dæmis að úrskurða í mjög
stórum málum er varða mat á
umhverfisáhrifum og svo á sama
tíma er kannski einhver sem vill
setja svalir eða kvist á húsið hjá
sér og hann getur þurft að bíða í
tvö ár eftir niðurstöðu í sitt mál,“
útskýrir Sigurður. Þetta væri ef til
vill ekki vandamál ef málsmeð-
ferðin hjá sveitarstjórnum væri í
lagi. „En málin þar eru að dragast
fram úr hófi og í öðru lagi eru þar oft
sett ýmis skilyrði eða skorður sem
binda hendur framkvæmdaaðila,“
segir hann.
Sigurður bendir á að Bjarg íbúða-
félag hafi fengið úthlutaða lóð í
Hafnarfirði. „Deiliskilmálar sem
sveitarfélagið setti voru svo strangir
og sveitarfélagið setti það miklar
kvaðir á útlit hússins, efnisval og
annað að Bjarg treysti sér ekki til
þess að byggja hagkvæmt húsnæði
með því að uppfylla þessi skilyrði
og skilaði að endingu lóðinni,“
segir Sigurður. Ferlið sé þungt nú
þegar og þessi langi meðferðar-
tími úrskurðarnefndarinnar tefji
það enn meira, með tilheyrandi
kostnaði. Samkvæmt upplýsingum
frá Bjargi íbúðafélagi hafði félagið
fengið lóð í Skarðshlíð sem var skil-
að vegna þess að skilmálar hentuðu
ekki verkefni félagsins. Félagið hefur
fengið vilyrði frá Hafnarfirði fyrir
lóð á öðrum stað í bænum.
Sigurður bendir á að ESA, Eftir-
litsstofnun EFTA, hafi haft afskipti
af málinu og beint því til stjórn-
valda að grípa til úrræða. Þá benda
Samtök iðnaðarins á að ein af for-
sendum þess að lækka byggingar-
kostnað og vinna á vandanum á
íbúðamarkaði sé skilvirkt eftirlit,
að leikreglur séu skýrar og úrlausn
ágreiningsmála hröð. Ekki síst nú
þegar útlit er fyrir að byggja þurfi
45 þúsund íbúðir á landinu öllu til
ársins 2040. jonhakon@frettabladid.is
Hæg afgreiðsla nefndar
brýtur í bága við lög
Málsmeðferð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er miklu lengri en
lög gera ráð fyrir. Getur haft áhrif á byggingarhraða húsnæðis og aukið kostnað.
Hröð málsmeðferð ein forsenda þess að draga úr vanda á íbúðamarkaði, segja SI.
Fólk getur þurft að bíða í allt að tvö ár eftir niðurstöðu úrskurðar- og auðlindamála. Sá biðtími bætist þá við tímann
sem sveitarfélögin taka sér í að leysa úr hinum ýmsu skipulags- og byggingarmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Á sama tíma er
kannski einhver
sem vill setja svalir eða kvist
á húsið hjá sér og hann getur
þurft að bíða í tvö
ár eftir niður-
stöðu.
Sigurður
Hannesson,
framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins
HÚSNÆÐISMÁL Stéttarfélagið VR
hefur verið að safna reynslusögum
leigjenda sem lent hafa í því að
leiguverð þeirra hefur hækkað
óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir
svona mánuði, þá fékk ég fréttir
af fólki sem var að ræða saman á
lokaðri leigjendasíðu um fram-
ferði leigufélaga. Mér fannst þetta
svo ótrúlegar sögur að ég komst í
samband við þetta fólk í gegnum
þriðja aðila og fékk frá þeim gögn
um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR, um upphaf þessa
verkefnis.
„Það sem við erum að setja fram
er meira en sögur, við erum með
gögn sem styðja þessar sögur um
hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin
samanstanda meðal annars af
leigusamningum og tölvupóstsam-
skiptum leigjenda við leigusala sína.
Ragnar segir að einstaklingum sem
sendi inn upplýsingar sé lofað nafn-
leynd. „Fólk er hrætt við að koma
fram undir nafni, það er skíthrætt
við að missa þakið ofan af höfðinu,“
segir hann.
Að sögn Ragnars er regluverkið
mismunandi eftir löndum og borg-
um, en verið sé að kortleggja það
innan VR. „Við erum að kortleggja
þetta til að geta mögulega nýtt þetta
í komandi kjarasamningagerð,
hvort hægt sé að setja fram eitthvert
regluverk sem verndar leigjendur,“
segir hann.
Ragnar segir að sér hafi misboðið
þær hækkanir á leiguverði sem hafi
sést á innsendum leigusamningum.
Hann segist vilja sjá að bann verði
lagt við því að leigufélög hækki
leiguverð einhliða án þess að hafa
fyrir því góð og gild rök, til dæmis
vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar
eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragn-
ar mikilvægt að leigusamningar
verði lengri en raun ber vitni. Þeir
séu sjaldan lengri en til tólf mánaða.
„Fólk þorir ekki að gera plön fyrir
sumarið því það veit ekki hvað ger-
ist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir
hann. – gþs
Ragnari misbýður hækkanir á leiguverði
Ragnar segir sögurnar vera orðnar um
50 talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
D
E
-8
2
8
C
1
F
D
E
-8
1
5
0
1
F
D
E
-8
0
1
4
1
F
D
E
-7
E
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K