Fréttablaðið - 23.05.2018, Page 14

Fréttablaðið - 23.05.2018, Page 14
Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Vikutilboð gilda til fimmtud. 24. maí OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Aðeins 201.080 kr. 30% AFSLÁTTUR TILBOÐ af Shape Delux dýnu 15% af botni SHAPE DELUXE og Pertect T stillanlegur botn Shape Deluxe 90 x 200 heilsudýna og Perfect T stillanlegur botn. Meðal eiginleika Perfect T er að hann er með nuddi, þráðlausri fjarstýringu, USB-tengi, LED lýsinguog tveimur mótorum. Fullt verð: 248.900 kr. Stendur undir nafni Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Horsens gegn Bröndby á föstudaginn. Þetta mark átti eftir að draga dilk á eftir sér, en Horsens stal mikilvægum stigum af Bröndby. NORDICPHOTOS/GETTY 2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Afar viðburðarík vika hjá Kjartani Henry Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans hjá Horsens reyndust örlagavaldar í titilbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Kjartan Henry hefur orðið fyrir miklu áreiti, bæði jákvæðu og neikvæðu, undanfarna daga vegna þess. FÓTBOLTI Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Hors­ ens. Kjartan Henry spilaði sinn síð­ asta heimaleik fyrir lið sitt á föstu­ dagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titil­ baráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heima­ völl Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstu­ dagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjyll­ and í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midt­ jylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykil­ stöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekk­ leg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjöl­ skyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku. hjorvaro@frettabladid.is Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Kjartan Henry Finnbogason 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -6 9 D C 1 F D E -6 8 A 0 1 F D E -6 7 6 4 1 F D E -6 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.