Fréttablaðið - 23.05.2018, Page 23

Fréttablaðið - 23.05.2018, Page 23
„Við minnkuðum fermetrafjöldann sem fór undir lager um 2.000 fermetra án þess að draga saman í vörunúmerum eða vöruúrvali,“ segir Guðbjartur. „Starfsmenn þurfa hvorki að beygja sig né teygja sig til að ná í vörurnar heldur vinna þeir ávallt í réttri hæð. Það skiptir miklu máli. Fólki líður betur í vinnunni og er betur á sig komið líkam- lega,“ segir Guð- bjartur. MYND/ ANTON BRINK Brimborg hefur þegar fjárfest í lagerturni sem verður tekinn í notkun í næsta mánuði. MYND/ÓLAFUR ÞÓRISSON Starfsfólk Pennans er ánægt með betri vinnuaðstöðu og þarf ekki lengur að ganga langar vegalengdir eftir vörum. Eitt til tvö op eru fyrir afgreiðslu, allt eftir því hversu stór vöruturninn er. MYND/ÓLAFUR ÞÓRISSON Þar er einnig miðstöð fyrir sam- setningu á húsgögnum og auk þess kaffiþjónustuverkstæði. Á sama stað er lager fyrir erlend blöð en við erum með á átta hundruð titla sem eru tíndir til í hverri viku og dreift í verslanir, bæði okkar eigin og annarra. Allar vörur sem fara frá Pennanum fara í gegnum þjón- ustumiðstöðina að Krókhálsi,“ upplýsir Guðbjartur. Þetta þýðir að allt sem fer frá lagernum að Ásbrú er flutt að Krókhálsi og vörurnar fara þaðan í dreifingu. „Eimskip flytur vörurnar til okkar erlendis frá og Flytjandi flytur þær út á land. Við erum með bíl sem keyrir tvisvar á dag með vörur frá Ásbrú að Krókhálsi,“ segir Guðbjartur og samþykkir að um mikið umfang sé að ræða. „Já, þetta er heilmikil starfsemi. Við erum með tuttugu og sjö stöðugildi á þessum tveimur stöðum.“ Penninn í samstarf við Weland Penninn og Weland hafa átt í góðu samstarfi og fram undan eru spennandi tímar. „Weland er sjötíu ára fyrirtæki sem stendur á traustum grunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir því að Penninn tæki að sér að vera umboðsaðili þess á Íslandi, sem við glaðir gerðum,“ upplýsir Guð- bjartur. En fyrir hvers konar fyrirtæki henta vöruturnarnir best? „Þeir koma að góðum notum hjá flestum fyrirtækjum sem eru með alls konar smávöru og upp í stærri hluti sbr. fyrirtæki sem eru með bílavarahluti. Brimborg keypti turn sem verður gangsettur í júní. Hann var settur saman á bygginga- lóðinni og síðan hífður ofan í göng sem að lokum var steypt fyrir. Eins og staðan er núna eru nokkrir aðilar með turnana í skoðun,“ segir Guðbjartur. Weland leggur mikla áherslu á sérlausnir og segir Guðbjartur að hægt sé að fá vöruturna í alls konar útfærslum, eða allt að 7 metra á breidd og 24 metra háa og þar taki hver hilla vörur sem vegi alls 1,5 tonn. „Yfirleitt eru turnarnir um 5 til 8 metra háir og það tekur um viku að setja þá upp,“ segir Guð- bjartur að lokum. Nánari upplýsingar varðandi lagerturnana hjá Pennanum eru á www.penninn.is eða hjá Guðbjarti Greipssyni, vöruhúsastjóra Penn- anns, gudbjartur@penninn.is, GSM: 665 2965. Bein slóð á turnaupplýs- ingar: https://www.penninn.is/is/ fyrirtaekjathjonusta/weland-turnar FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 2 3 . M A Í 2 0 1 8 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D E -A 0 2 C 1 F D E -9 E F 0 1 F D E -9 D B 4 1 F D E -9 C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.