Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 43
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
5
9
1
8
R
e
n
a
u
lt
K
a
n
g
o
o
5
x
2
0
j
a
n
RENAULT KANGOO
DÍSIL, 1,5 L, 90 HESTÖFL.
NÚ Í FYRSTA SINN SJÁLFSKIPTUR
Verð: 2.379.000 kr. án vsk.
2.950.000 kr. m. vsk.
Eyðsla 4,3 l/100 km*
RENAULT KANGOO RAFBÍLL
NÝ STÆRRI RAFHLAÐA - 33 KWH
UPPGEFIN DRÆGNI 270 KM**
Verð: 3.750.000 kr.
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
lei
ða
nd
a
um
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tri
/
**S
am
kv
æ
m
t u
pp
ge
fn
um
tö
lu
m
fr
am
lei
ða
nd
a
um
d
ræ
gn
i v
ið
b
es
tu
m
ög
ul
eg
u
að
st
æ
ðu
r (
NE
DC
).
RENAULT KANGOO
TVÆR NÝJUNGAR
Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði og ríkulegum búnaði.
Nú bjóðum við tvær spennandi nýjungar á þessum vinsæla sendibíl.
Kangoo með dísilvél og sjálfskiptingu og Kangoo EV með stærri rafhlöðu.
www.renault.is
100% RAFMAGN
KÖRFUBOLTI Haukur Helgi Pálsson,
landsliðsmaður í körfubolta, hefur
nýverið lokið viðburðaríku keppn-
istímabili með liði sínu, Cholet,
en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu
undir lok leiktíðarinnar eftir fína
byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska
liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka,
en Haukur Helgi og félagar hans
sluppu sem betur fer við falldraug-
inn á endanum. Haukur Helgi var
að hvíla lúin bein á Mallorca þegar
Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu
mála hjá honum.
„Þetta var ansi kaflaskipt tímabil
og margt furðulegt sem gerðist hjá
liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir
áramót og vorum bara um miðja
deild um áramótin. Svo fór að síga á
ógæfuhliðina eftir áramót og þegar
upp var staðið náðum við bara í
fimm sigurleiki í sautján tilraunum
á þessu ári og endum í því að vera í
baráttu í neðri hluta deildarinnar.
Þetta lið var ekki svona slakt og
það voru meiðsli og veikindi til
að mynda hjá mér sem settu strik
í reikninginn,“ segir Haukur Helgi
þegar hann rifjar upp keppnistíma-
bilið.
„Það var einnig nokkuð mikil
velta á leikmönnum hjá okkur sem
hjálpaði ekki til. Til þess að toppa
vesenið á okkur á leikmannamark-
aðnum þá gufaði bandarískur leik-
maður sem hafði samið við félagið
upp skömmu eftir hann kom til
okkar. Liðsfélagi minn skutlaði
honum bara á flugvöllinn og hann
sagðist vera að fara í stutta ferð og
kæmi svo aftur. Við sáum hann
ekkert aftur og ég veit ekkert hvers
vegna hann guggnaði á að koma,“
segir hann um vandræðaganginn
hjá félaginu undanfarna mánuði.
„Við náðum hins vegar að bjarga
okkur fyrir horn og það er fyrir öllu.
Ég er líka laus við meiðslin sem voru
að plaga mig í upphafi árs og það er
kærkomið að komast í smá frí eftir
langt og strangt tímabil. Næst á dag-
skrá hjá mér eru landsleikir í júní og
ég fer að huga að þeim í lok maí. Það
eru breytingar í farvatninu hjá Cho-
let, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa
ungum og efnilegum frönskum
leikmönnum að hjá liðinu,“ segir
Haukur Helgi um framtíðina.
„Aðstoðarþjálfarinn er að taka
við liðinu og stefnan er að hleypa
að leikmönnum sem hafa verið að
gera það gott með unglingaliðinu
undanfarin ár. Það er alveg spenn-
andi að taka þátt í því og þeir hafa
boðið mér að vera áfram hjá félag-
inu. Ég mun skoða hvernig landið
liggur í lok júlí og ákveða mig hvað
ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í
mig, en mér liggur ekkert á að taka
ákvörðun.
Mig langar á einhverjum tíma-
punkti að fara aftur til Spánar og
sanna mig þar. Ég var of ungur þegar
ég fór þangað og það er í stefnu-
skránni að fara einhvern tímann
þangað aftur, hvort það gerist í
haust eða seinna kemur svo bara í
ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur
um framtíð sína.
hjorvaro@frettabladid.is
Skrautlegt tímabil að baki hjá Hauki
Haukur Helgi Pálsson og félagar hans hjá Cholet hafa lent í skakkaföllum í vetur sem urðu til þess að liðið var nálægt falli. Haukur
Helgi gæti vel hugsað sér að vera áfram hjá félaginu á næstu leiktíð, en setur stefnuna á að spila einhvern tímann aftur á Spáni.
Það var einnig
nokkuð mikil velta
á leikmönnum hjá okkur
sem hjálpaði ekki til. Til þess
að toppa vesenið á okkur á
leikmannamarkaðinum þá
gufaði bandarískur leik-
maður sem hafði samið við
félagið upp skömmu eftir
hann kom til okkar.
Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er hérna á fleygiferð með liði sínu Cholet í deildarleik í lok apríl.
Hann lék afar vel með liðinu á nýlokinni leiktíð og átti ríkan þátt í að það hélt sæti sínu í efstu deild. NORDICPHOTOS/GETTY
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . M A Í 2 0 1 8
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
D
E
-6
9
D
C
1
F
D
E
-6
8
A
0
1
F
D
E
-6
7
6
4
1
F
D
E
-6
6
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K