Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 11
Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennara- sambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjöl- breytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveit- arstjórnarfólki og starfsfólki í opin- berri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni sam- ráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með ein- hverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því. Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars: „Þegar aðildarríkin undirbúa lög- gjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu. Við sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vand- ræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gang- andi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratrygginga- stofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frum- varpinu fela í sér að heilbrigðis- þjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi. Við þurfum að mennta kerfið Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf Katrín Oddsdóttir lögmaður og verkefnisstjóri Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf Umhverfismál eru einn af þeim málaflokkum sem Norðurlandaráð leggur mikla áherslu á. Þar eigum við ríkra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Á fundi sínum 2. maí 2017 sam- þykktu umhverfisráðherrar Norður- landa norræna áætlun um að draga úr umhverfisáhrifum plasts. Fram- tíðarsýn áætlunarinnar er að fram- vegis beri að framleiða, nýta og endur- vinna plast í hringrásarkerfi sem skaði hvorki heilsu manna né umhverfið. Áætlunin, sem er stefnumarkandi, byggist á fyrri samnorrænum aðgerð- um í plastmálum og er sett fram til að auka þekkingu á málefninu, leggja drög að aðgerðum og stuðla að sam- legðaráhrifum, auknu samstarfi og vitundarvakningu á Norðurlöndum. Aðgerðir Undir „plastáætlunina“ heyra sex stefnumótandi áherslusvið fyrir nor- rænt samstarf um sjálfbæra plast- notkun sem eru: a. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn myndun plastúrgangs og stuðningur við hönnun sem stuðlar að endurnýt- ingu, lengri líftíma og endurnotkun. b. Árangursrík kerfi fyrir meðhöndl- un úrgangs og aukin endurvinnsla plastúrgangs. c. Samstarf um að stöðva plast- mengun í hafinu og finna hagkvæmar lausnir til hreinsunar. d. Að efla þekkingu á örplasti og greina aðgerðir til að draga úr losun þess út í umhverfið. e. Að efla þekkingu á umhverfisáhrifum lífplasts, þ.e. plasts unnu úr lífmassa, og lífbrjótanlegs plasts í samanburði við hefðbundið plast. f. Að efla þekkingu á efnum sem valda vandræðum í tengslum við endur- vinnslu plasts. Norræna embættismannanefndin um umhverfis- og loftslagsmál ber meginábyrgð á áætluninni og hafa vinnuhópar á vegum nefndarinnar umsjón með framkvæmd áætlunar- innar. Utanaðkomandi samstarfsaðilar, svo sem stjórnvöld, rannsóknarstofn- anir, atvinnulífið og félagasamtök, geta einnig komið að framkvæmd áætlunar- innar. Auk þess að marka stefnu í aðgerðum sem draga úr plastmengun á Norður- löndum er áætlunin einnig framlag Norðurlanda til framkvæmdar á alþjóðasamningum, þar á meðal heims- markmiðum Sameinuðu þjóðanna nr. 12 og 14 og átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn úrgangi í hafi sem ber yfirskriftina CleanSeas og er ætlað að hvetja stjórnvöld, fyrirtæki og almenning til aðgerða sem stuðla að hreinni höfum. Þá sýnir áætlunin einn- ig skuldbindingu Norðurlandanna til að innleiða ályktanir umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna um úrgang og örplast í hafi. Hin norræna plastáætlun Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar- flokksins og formaður Íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs Loksins er veturinn liðinn og flest hlökkum við til að sjá meira af Sólinni. Hún er upp- spretta alls lífs og 15-20 mínútna sólbað hefur góð áhrif á sálarlífið og hleður okkur upp af lífsnauðsynlegu D-vítamíni. Sólbit Flestir vita að það ber að varast sólina milli klukkan 11.00-15.00, sérstaklega á suðlægum slóðum. Þá er best að sitja í skugga. Heimamaður á lítilli eyju á suðlægum slóðum gaf sig á tal við þann sem þetta skrifar fyrir mörgum árum. „Hvers vegna vegna situr þú ekki í skugganum, ungi maður?“ Ég svaraði: „Sólin er sterkust núna og ég ætla bara að sóla stutt og svo ekkert meira í dag.“ Maðurinn horfði á mig og hristi höfuðið. „Færðu þig í skuggann, vinur. Sólin bítur á þessum tíma dags.“ Sólvit Það er ekki óalgengt að fólk (ekki síst karlfólk) sem býr á norðlægum slóðum hugsi eins og ég gerði þarna um árið. Danska krabbameinsfé- lagið gerir stólpagrín að þessari hegðun í herferð þar sem innfæddir sólarlandabúar eru hvattir til að „bjarga Dana“ (e. help a Dane). Þessi gálgahúmor hefur grafal- varlegan undirtón, forvörn gegn húðkrabbameini. Það er beinlínis hættulegt að steikja sig í stuttan tíma, þegar sólin er sem sterkust og nota morgnana til að geta sofið út og eftirmiðdagana í eitthvað annað. Sólvörn Verið aldrei í sólinni án þess að nota sólvarnaráburð með sólvarnarstuðli 30 (SPF30), eða hærri ef húðin er mjög hvít. Notið sólgleraugu sem verja augun fyrir svokölluðum UVR- geislum. Notið sólvarnar áburð og sólgleraugu, jafnvel þó þið sitjið í skugga. Skugginn ver okkur ekki fyrir endurvarpi geisla frá vatni eða ljósum sandi. Berið á ykkur sól- varnaráburð með 2-3 tíma millibili. Notið líka léttan klæðnað og höfuð- föt og sterkari sólvörn á viðkvæm svæði eins og varir, eyru og nef. Notið aldrei sólvarnaráburð sem aðalvörn til að geta verið sem lengst í sólinni. Sólvarnaráburðurinn ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó hann komi í veg fyrir sólbruna. Ljósabekkir Sumir halda að þeir geti undirbúið húðina fyrir sólböðin með því að fara nokkrum sinnum í ljósabekki áður en farið er í sólina. Þetta er rangt. Það ver ekki húðina fyrir skaðlegum sólargeislum þó hún sé brún eftir ljósabekkjanotkun. Sólskinsbörn Það er afar mikilvægt að verja börn- in okkar fyrir skaðlegum bruna. Berum vel og reglulega á þau sterk- an sólvarnaráburð. Haldið þeim í skugga milli 11.00-15.00 og klæðið þau í létt hlífðarföt. Börn sem eru sex mánaða og yngri eiga alltaf að vera í skugga. Bjargið Íslendingi Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttar- bætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? Framtíðarsýn áætlunarinnar er að framvegis beri að fram- leiða, nýta og endurvinna plast í hringrásarkerfi sem skaði hvorki heilsu manna né umhverfið. Ásgeir R. Helgason dósent í sál- fræði, lektor í lýðheilsu- vísindum og fræðslufulltrúi hjá Krabba- meinsfélaginu FRÁ FRAMLEIÐENDUM SHREK Frábær ölskyldumynd um draumaprinsinn sem heillaði Mjallhvíti, Öskubusku og Þyrnirós KOMIN Í BÍÓ S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 3 0 . M A í 2 0 1 8 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F F 1 -C 9 9 4 1 F F 1 -C 8 5 8 1 F F 1 -C 7 1 C 1 F F 1 -C 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.