Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 14
– Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi Nas-daq verðbréfamiðstöðvar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Rannsókn eftir- litsins mun beinast að markaðsráð- andi stöðu félagsins, en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfa- miðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni mis- notað umrædda stöðu. Í bréfi Samkeppniseftirlitsins til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, sem er dagsett 18. maí og Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að „hvers konar aðgerðir sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að nýir keppinautar geti haslað sér völl á markaði eru að jafnaði metnar alvarlegar í samkeppnisrétti“. Forsvarsmenn Verðbréfamið- stöðvar Íslands, sem fékk síðasta haust starfsleyfi sem verðbréfa- miðstöð og batt þannig enda á einokunarstöðu Nasdaq, kvörtuðu fyrr á árinu til Samkeppniseftir- litsins vegna háttsemi Nasdaq sem þeir segja ómálefnalega og til þess fallna að vinna gegn því að nýr keppinautur geti haslað sér völl á markaðinum. Þeir telja að Nasdaq verðbréfa- miðstöð, sem er í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar Nasdaq OMX, hafi misnotað markaðsráð- andi stöðu sína með því að halda áfram að innheimta svokölluð vörslugjöld af reikningsstofnunum vegna verðbréfa sem hafa verið flutt frá Nasdaq til Verðbréfamið- stöðvarinnar. Að mati forsvarsmanna Verð- bréfamiðstöðvarinnar, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjár- festa, á eiginleg varsla verðbréfa sér stað hjá félaginu þegar bréfin hafa verið flutt til þess og því séu for- sendur umræddrar gjaldtöku Nas- daq brostnar. Þá sé einnig til þess að líta að Nas- daq hafi, í kjölfar flutnings, ekki sýn yfir það hvaða reikningsstofnun sé með bréfin í sinni vörslu hverju sinni hjá Verðbréfamiðstöðinni. Það feli í sér að Nasdaq geti ekki innheimt „rétta“ vörslufjárhæð af viðkomandi reikningsstofnunum. Forsvarsmenn Verðbréfamið- stöðvarinnar benda á að frumfor- senda þess að samkeppni geti ríkt á milli verðbréfamiðstöðva sé sú að ekki sé haldið áfram að innheimta gjöld frá þeirri verðbréfamiðstöð sem flutt er frá. Háttsemi Nasdaq sé þannig til þess fallin að raska öllum rekstrarforsendum Verðbréfamið- stöðvarinnar. Aukinheldur beinist hún að viðskiptavinum Nasdaq enda séu „verulegar skorður“ reist- ar við því að þeir geti snúið sér til keppinauta. Arðsemin yfir 50 prósentum Að undangenginni skoðun á erind- inu sem og með hliðsjón af fundum sem fulltrúar Samkeppniseftirlits- ins áttu með þeim sem eiga hlut að máli ákvað eftirlitið að hefja form- lega rannsókn á háttsemi Nasdaq. Í bréfi eftirlitsins segir að við mat á því hvort tilefni sé til rannsóknar hafi verið litið til þess að Nasdaq hafi „um langa hríð verið eina starf- andi fyrirtæki á Íslandi með starfs- leyfi til rafrænnar útgáfu verðbréfa og skráningar eignarréttinda yfir þeim“. Er það jafnframt frummat eftirlitsins að Nasdaq teljist mark- aðsráðandi á þeim markaði sem félagið starfar á. Eigendur Nasdaq verðbréfamið- stöðvarinnar hafa hagnast verulega á rekstri félagsins á undanförnum árum en hagnaður þess eftir skatta árið 2016 nam um 308 milljónum króna. Það jafngildir um 52 pró- senta ávöxtun á eigin fé en hún hefur haldist í kringum 50 prósent síðastliðin ár. Heildartekjur voru 692 milljónir á árinu 2016 og þar af námu tekjur vegna vörslugjalda um 459 milljónum. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Í áðurnefndu bréfi óskar Sam- keppniseftirlitið eftir því að Nasdaq geri „skýra grein“ fyrir því á hvaða grundvelli félagið telji réttlætanlegt að halda áfram að rukka vörslugjöld af reikningsstofnunum vegna bréfa sem flutt hafa verið frá því til Verð- bréfamiðstöðvarinnar. Í því sam- bandi þurfi meðal annars að koma fram í hverju kostnaður Nasdaq vegna fluttra bréfa felst. Eftirlitið fer auk þess á leit að Nasdaq útskýri hvernig háttsemi félagsins fái samrýmst 11. gr. sam- keppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Fær Nas- daq frest fram til mánaðamóta til þess að svara bréfi Samkeppnis- eftirlitsins. Þegar litið er til þeirrar miklu arð- semi sem rekstur Nasdaq verðbréfa- miðstöðvar hefur skilað síðustu ár miðað við eigið fé – tæplega 52 pró- sent árið 2016 – þarf ekki að koma á óvart að hópur fjárfesta, þar á meðal bankar og lífeyrissjóðir, hafi séð tækifæri í því að sækja á þennan markað. Þátttakendur á verðbréfa- markaði hafa enn fremur gagnrýnt háan kostnað við útgáfu verðbréfa í Kauphöll Íslands. hordur@frettabladid.is kristinningi@frettabladid.is Gjaldtaka Nasdaq tekin til rannsóknar Samkeppniseftirlitið hyggst hefja formlega rannsókn á gjaldtöku Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Rannsóknin beinist að því hvort félagið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og brotið þannig gegn ákvæðum samkeppnislaga. Til rannsóknar er hvort Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. FréTTAblAðið/ANToN briNk 52% var ávöxtun nasdaq verð- bréfamiðstöðvar á eigin fé árið 2016. Þá er horft til þess að nVm (nasdaq verðbréfamiðstöð) hefur um langa hríð verið eina starf- andi fyrirtæki á Íslandi með starfsleyfi til rafrænnar útgáfu verðbréfa. Úr bréfi Samkeppniseftirlitsins Stór hluthafi í leigufélaginu Heima- vellir, sem skráð var á hlutabréfa- markað á fimmtudag, hefur selt í félag- inu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku, samkvæmt heimildum Mark- aðarins. Sú sala var lóð á vogarskál- arnar þegar hlutabréfin lækkuðu um 10 prósent á fyrstu tveimur dögunum sem Heimavellir var skráð markað. Á mánudaginn hækkuðu bréfin um 7,5 prósent en lækkuðu um 2,3 prósent í gær. Frá útboðinu hafa hlutabréfin lækkað um 5 prósent miðað við vegið meðaltal útboðsgengis. Fyrstu þrjá dagana sem leigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað hafði Kvika milligöngu um 75-86 prósent viðskiptanna mælt í veltu, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Megnið af sölunni má rekja til fyrrnefnds hlut- hafa. Kvika á hlutabréf í Heimavöllum sem metin eru á innan við hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Þau bréf hafa ekki verið seld. Heimildir herma að bankinn hafi hvorki skort- selt Heimavelli né tali fyrir því við viðskiptavini. Veltan með bréfin var samanlagt um 600 milljónir fyrstu þrjá dagana. Sérfræðingar á markaði telja að rót vandans sé að kauphliðin sé veik um þessar mundir vegna þess að lífeyrissjóðir haldi að sér höndum þegar kemur að Heimavöllum. Það er meðal annars rakið til óvæginnar umræðu verklýðsforkólfa um leigu- félög. Lífeyrissjóðir fjárfesta eru ekki í félaginu meðal annars til að forðast orðsporsáhættu. Kvika átti upphaflega að leiða sölu- ferli á hlutabréfum Heimavalla sam- hliða skráningu á hlutabréfamarkað en fallið var frá því og Landsbankinn ráðinn í staðinn. Samkvæmt heim- ildum blaðsins má rekja þá ákvörðun einkum til þess að Kvika taldi að geng- ið sem eigendur Heimavalla fóru fram á væri of hátt. Stjórnendur Heimavalla stefna að því að endurfjármagna lán með því að gefa út skuldabréf á markaði í haust, samkvæmt öðrum heimildum Markaðarins. Vegið meðaltal vaxta verðtryggðra lána félagsins er 4,4 pró- sent en samkvæmt fjárfestakynningu Heimavalla hafa fasteignafélög aflað lánsfjár á skuldabréfamarkaði á kjör- unum 3,5-3,7 prósent verðtryggt. – hvj Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Eigendur HS Orku hafa ekki hug á því að selja 30 prósenta hlut orku- fyrirtækisins í Bláa lóninu fyrr en það liggur fyrir hver afkoma nýs lúxus- hótels baðstaðarins verður á fyrsta rekstrarári þess. Þetta kom fram í máli Michels Letellier, forstjóra kanadíska orkufyrirtækisins Innergex, stærsta hluthafa HS Orku, á fundi með grein- endum í síðustu viku. Umrætt hótel, The Retreat, var opnað í byrjun síðasta mánaðar. Letellier sagði að félagið ætti í „upp- byggilegum“ viðræðum við meðeig- endur sína að HS Orku um mögulega sölu á 30 prósenta hlut þess í Bláa lóninu. Vilji meiðeigendanna stæði til þess að sjá hvernig fyrsta rekstr- arár hótelsins gengi áður en hugað yrði að sölu. Innergex fer með 54 prósenta hlut í HS Orku en samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, á 33,4 prósent. Síðar- nefnda félagið ákvað að beita neitun- arvaldi og hafna 11 milljarða króna tilboði sem sjóður í stýringu Black- stone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, gerði í hlut HS Orku síðasta sumar. Letellier ítrekaði á fundinum að starfsemi Bláa lónsins félli ekki að kjarnastarfsemi orkufyrirtækisins. „Það er ekki svo að okkur hugnist ekki Bláa lónið. Þetta er frábær rekstur. Það er bara það að við stöndum ekki í rekstri hótela og baðstaða,“ sagði forstjórinn. Hann sagði auk þess að virði hlutarins gæti numið allt að 100 milljónum dala. – kij 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu ekki seldur í bráð kvika hefur haft milligöngu um sölu á stórum hluta bréfa Heimavalla. 3 0 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -E 2 4 4 1 F F 1 -E 1 0 8 1 F F 1 -D F C C 1 F F 1 -D E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.