Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 23
Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. Hótelið, sem verður rekið af Edition, hefur farið um 9 prósent fram úr kostnaðaráætlun mælt í krónum en rúmlega 40 prósent mælt í dollurum. Eggert bendir á að krónan hafi styrkst frá því að fyrsta kostnaðar­ áætlunin hafi verið gerð og því hafi kostnaður við verkefnið vaxið mun meira sé talið í dollurum. „Það feng­ ust 130 krónur fyrir dollarann árið 2016 en nú fást um 100 krónur fyrir dollarann.“ Tóku lán í dollurum Friedman segir að þeir hafi tekið lán í dollurum og borgi iðnaðarmönn­ um í krónum. „Það skapar vanda.“ Eggert segir að það hafi ekki verið hægt að fjárfesta í gengisvörnum vegna þess að á þeim tíma hafi verið fjármagnshöft á Íslandi. Friedman segist ekki hafa sjálfur fjárfest erlendis áður en hann hafi unnið með fyrirtækjum sem starfi víða um heim. „Ég sit í stjórn hót­ elsins Four Seasons sem starfar í 45 löndum.“ Spurður hvort hann hafi hugað nægilega vel að gjaldmiðlaáhætt­ unni svarar Friedman: „Ekki nóg. En það var ekki hægt að verjast henni.“ Orðið 40% dýrara í dollurum Miðað við ofangreindar tölur var í upphafi gert ráð fyrir að verkefnið kostaði um 123 milljónir dollara en nú sé gert ráð fyrir að kostnaðurinn sé 175 milljónir dollarar. Það gerir um 42 prósent aukningu í dollurum. Í krónum talið er aukningin um níu prósent, eins og fyrr segir. Eggert segir að ríkisstjórnin hafi átt hugmyndina að því að reisa fimm stjörnu hótel við hlið Hörpu. Á reitnum mátti einungis reisa slíkt hótel og það yrði að vera rekið af alþjóðlegu hótelfyrirtæki. „Ég var beðinn um að skoða verkefnið og komst að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að það yrði að veruleika væri að flytja inn nauðsynlega þekk­ ingu því það hafði ekki verið byggt fimm stjörnu hótel áður á Íslandi. Ég hef lengi átt í viðskiptum við Dick Friedman sem hefur byggt fimm stjörnu hótel allt sitt líf. Hann er sömuleiðis stjórnarmaður í Four Seasons, eins og áður hefur komið fram. Ég hef sjálfur enga reynslu af slíku.“ Carpenter & Company er meðal annars sérhæft í byggingu hótela. Richard, hvers vegna vildir þú byggja fimm stjörnu hótel á Íslandi? „Ég hafði ekki áhuga á því í upp­ hafi. Þetta er það sem ég vinn við. Ég hafði aldrei komið til Íslands en Eggert er íslenskur. Við höfum átt í farsælu samstarfi í 25 ár. Þess vegna treystum við hvor öðrum. Hann sagði við mig: Viltu koma til Íslands og líta á verkefni? Það er alveg stór­ kostlegt. En spurningin er, finnst þér það jafn áhugavert? Ég bað starfsmann á skrifstofunni um að greina málið sem ráðlagði mér að sleppa því. Hann sagði: Þarna er engin samkeppni. Ég rak hann í kjölfarið.“ Clinton tilnefndi Friedman í skipulagsráð Hvað áttu við með að það hafi ekki verið samkeppni? „Ef það á að reisa fimm stjörnu hótel í París eða annars staðar er litið á hvernig öðrum fimm stjörnu hótelum vegnar á svæðinu. Því næst hugsa menn kannski sem svo, okkur mun vegna aðeins betur en X og Y. Á Íslandi var ekki hægt að ráðast í slíkan samanburð því hér á landi er ekkert fimm stjörnu hótel. Starfs­ maðurinn skildi það ekki. Þannig er mál með vexti að í öðru verkefni sem ég á með Eggerti og Bill Gates, það er Charles Hotel við Harvard Square í Cambridge Massachusetts, stóðum við í sömu sporum. Nema hvað það er fjögurra stjörnu hótel. Ég kann vel við að fjárfesta þar sem er lítið um samkeppni. Það er skynsamlegt. Ég kom til Íslands. Sjáðu til. Bill Clinton gerði mig að stjórnarfor­ manni skipulagsráðs (e. National Capital Planning Commision) í Washington DC og á svæðinu í kring. Ég veit býsna mikið um fasteignir. Ég horfði á svæðið við Hörpuna og sagði: Hver þremillinn! Ég hafði aldr­ ei séð jafn fagurt autt land í borg á ævi minni. Hvaða önnur alvöru borg er með óbyggt land alveg við höfn­ ina? Slíkir staðir finnast ekki.“ Friedman dásamar enn fremur arkitektúrinn á Hörpu og bætir við að nú elski hann íslenskt lamb, lax og fái sér skyr heima hjá sér á hverj­ um degi. „Ég fer á Coocoo’s Nest [við Grandagarð] og kaupi brauð sem ég færi eiginkonunni,“ bætir hann við. Obama tilnefndi Friedman í Útflutningsráð Friedman heldur sögunni áfram. „Barack Obama, forseti Bandaríkj­ Stofnandi skemmtistaðarins Studio 54, Ian Schrager, fer fyrir hönnunarmálum hjá fimm stjörnu hótelinu Reykjavik Edition. „Hann starfaði sem lögmaður, sérhæfður í fasteignaviðskiptum, í New York borg þegar Schrager ásamt besta vini sínum, Steve Rubell, ákvað að opna skemmtistað,“ segir Daniel Flann ery, framkvæmdastjóri Edi­ tion hótela Marriott. Hann bendir á að skemmti­ staðurinn hafi einungis verið starfræktur í tvö og hálft ár. Nú, meira en 40 árum eftir að goð­ sagnakennda staðnum var lokað, sé enn verið að ræða um hann. Stofnendurnir tveir sátu í fangelsi vegna skattalagabrota í rekstri Studio 54. „Eftir fangelsisvistina opnuðu þeir fyrsta „boutique“ hótelið. Ian er talinn vera guðfaðir „boutique“ hótela,“ segir hann. Slík hótel leggja mikið upp úr hönnun og þykja ekki stór í sniðum. Vinirnir tveir opnuðu meðal annars þekkt hótel í New York, San Francisco og London, að sögn Flannerys. Árið 2005 seldi Scharger hlutinn í hótelunum og stofnað í kjölfarið Ian Schrager Company sem meðal annars þróar og rekur hótel. Ári eftir söluna gekk hann til samstarfs við Marr­ iott hótelkeðjuna til að vinna að Edition vörumerkinu. „Þetta er eins og að eiga móður og föður. Innviðir rekstursins eins og sala, pantanakerfi, vildar­ kerfi og fleira kemur frá Marriott á meðan öllu sem snýr að gest­ unum; hönnuninni, hugmyndinni að veitingastaðnum, fötum starfs­ fólks, markaðsmálum og fleira er stýrt af Ian Schrager,“ segir hann. „Marriott er stærsta fyrirtæki í heimi í hótelrekstri,“ segir Flann­ ery. Marriot rekur 30 vörumerki og 6.500 hótel víða um heim. „Edition er minnsta vörumerkið. Það eru fjögur hótel í rekstri núna en sex verða opnuð á næstu fjórum mánuðum í sex löndum. Við munum opna í Tyrklandi, Kína, Barcelona á Spáni, Abú Dabí, New York í Bandaríkjunum og loks Bangkok í Taílandi. Við erum með 42 hótel á teikniborðinu og 20 af þeim verða tilbúin fyrir árið 2020.“ Stofnandi Studio 54 er hugmyndasmiðurinn 61,50% 38,50% ✿ Eignarhald Marriott Edi- tion við Hörpu í Reykjavík n SIA III slhf n Stormtré n Varða Capital n Snæból n Almenni lífeyrissjóðurinn n Festa lífeyrissjóður n Aðrir n Stefnir n Gildi lífeyrissjóður n Lífeyrissjóður verslunarmanna n Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins n Stapi lífeyrissjóður n Festa lífeyrissjóður n Aðrir EigEndur Stormtré: Hreggviður Jónsson og Jóhann Arngrímur Jónsson Varða Capital: Jónas Hagan Guð­ mundsson og Grímur Garðarsson Snæból: Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir Mandólín ehf. SiA iii slhf 46,8% 12,5% 12,5% 12,5% 6,2 %5 ,4 %4, 1% 50% 21% 5% 5% 5% 7% 7% Cambridge netherlands investors B. V. Mandólín ehf. SiA iii slhf og hann spurði mig að hverju ég væri að vinna þessa stundina. Ég sagði honum frá frábæru verkefni á Íslandi og hann sagði einfaldlega: Kýlum á það. Þannig er sagan.“ Spurður hvort fjárfestarnir hygg­ ist eiga fasteignina eða selja hana þegar hún hefur verið byggð segist Friedman ekki skilja fyrirkomulagið hér á landi þar sem hótel leigi fast­ eignir. „Við lítum svo á að hótelið sé í okkar eigu en sé stýrt af Marr­ iott samkvæmt samningi næstu 30 árin. Hótelið greiðir okkur ekki fasta leigu heldur fær Marriott Edi­ tion hlutfall af tekjum og hagnaði af rekstrinum. Þetta er því ekki leigu­ samningur.“ Hann upplýsir að Four Seasons sé ekki í Þýskalandi því þar í landi verði að leigja fasteignir. „Flest alþjóðleg hótel eru í eigu eigenda eða fjárfesta en rekin af alþjóð­ legum keðjum á borð við Hilton eða Marriott. Þetta er betra fyrir­ komulag vegna þess að það er ekki eins áhættusamt fyrir hótelin því rekstur þeirra sveiflast upp og niður. Þau fá þóknun. Og þetta er betra fyrir eigandann vegna þess að ef vel gengur er um að ræða frábæra vörn gegn verðbólgu.“ Þegar spurningin er ítrekuð, hvort stefnt sé að því selja hótelið, segir Friedman að það hafi ekki verið ákveðið. „Það fer eftir því hvernig við metum aðstæður. Við gætum átt það og við gætum selt það. Í mörgum tilvikum eigum við þau. Við höfum átt til dæmis eitt hótel í 30 ár og viljum aldrei selja það.“ Fram kom á öðrum stað í samtalinu að mesta áhættan í rekstri hótela sé á fyrstu þremur árunum. Friedman segist hafa gist marg­ sinnis á hótelum í Reykjavík og þykir ekki mikið til þeirra koma. Edition hótelið verði því kærkomin viðbót við flóruna. „Við munum reka dýrasta hótel borgarinnar og viðskiptavinir fá mest fyrir pening­ inn.“ Svítur kosta upp í milljón á dag Daniel Flannery, framkvæmdastjóri Edition, segir að það sé misjafnt hve mikið herbergin muni kosta. En nefnir að í sumum svítunum á vegum Edition kosti nóttin 5 til 10 þúsund dollara, jafnvirði hálfrar til einnar milljónar króna. Hann segir að ferðamannastraumurinn hingað sé sterkur. Auk þess hafi margir beðið með það að koma til Íslands þar til fimm stjörnu hótel yrði opnað. „Við finnum fyrir mikl­ um áhuga fyrir hvataferðum,“ segir Flannery. Hann standi jafnframt í þeirri trú að ef fyrirtækið skapi frá­ bært hótel muni það leiða til þess að ferðamenn sem hafi ekki áður lagt leið sína til Íslands muni koma. Efnuðum mun fjölga Friedman á von á því að efnuðum ferðamönnum til Íslands muni fjölga á kostnað hefðbundinna ferðalanga þegar markaðurinn hefur þroskast. „Dan [Flannery] flaug hingað til lands frá New York á fyrsta farrými þar sem hægt er að liggja í rúmi. Það hefur ekki áður verið í boði í flugi hingað til. Það þýðir að þeir sem ferðast á fyrsta farrými muni koma í meira mæli. Delta mun einnig bjóða upp á slíkt. Svo ég segi eins og þetta horfir við mér: Ég á einkaþotu. Ef ég ætti hana ekki og yrði að sitja uppréttur alla leiðina í flugi hingað til lands væri ég hikandi við að koma til Íslands,“ segir hann. Friedman fæddist árið 1940 og verður því áttræður á árinu. Friedman segir að hótelið verði opnað á næsta ári. Opnuninni muni væntanlega seinka um sex mánuði. „Seinkunin er af hinu góða,“ segir hann. „Við munum nú opna hótelið og umhverfið í kring verður tilbúið. Gestirnir hefðu ella orðið brjálaðir vegna látanna frá nálægum bygging­ arframkvæmdum. Það er sömuleiðis gleðiefni að Landsbankinn hyggist byggja fyrir aftan okkur. Þetta svæði verður stolt borgarinnar þegar það verður tilbúið.“ Hvaða önnur alvöru borg er með óbyggt land alveg við höfnina? Slíkir staðir finnast ekki. Richard L. Friedman, forstjóri Carpent­ ers & Company anna, gerði mig að varastjórnarfor­ manni Útflutningsráðs Bandaríkj­ anna sem snýr að ferðmennsku. Það vill svo til að Norðmaðurinn Arne Sorenson, forstjóri Marriott hótel­ samstæðunnar, situr með mér í ráðinu. Við vorum að ferðast saman daniel Flannery Ég kann vel við að fjárfesta þar sem er lítið um samkeppni. Það er skynsamlegt. Richard L. Friedman markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . M A í 2 0 1 8 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -F 1 1 4 1 F F 1 -E F D 8 1 F F 1 -E E 9 C 1 F F 1 -E D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.