Morgunblaðið - 14.10.2017, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 14.10.2017, Qupperneq 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019 HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 PABLO PICASSO - Jacqueline með gulan borða (1962) / Jacqueline au ruban jaune (1962) Langtímasýning COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018 - Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn Scandinavian Institute of Comparative Vandalism ORKA 14.9. - 7.1.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu Dr. Selma Jónsdóttir – Aldarminning 22.8. - 22.10 2017 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 15.10.2017 Síðasta sýningarhelgi Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.12.2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudagur 15. október: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Guðmundur Ingólfsson – Á eigin vegum í Myndasal og á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 15. október kl. 14: Fjölskylduleiðsögn með jógaívafi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Á tónleikum í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 verða flutt tónverk eftir Michael Jón Clarke tónskáld; tvö glæný og að auki verk- ið Te Deum. Michael Jón hefur verið búsettur á Akureyri og starfað þar sem tónlistarmaður í 46 ár. Fyrst á efnisskrá tónleikanna er verkið Tíu myndbrot fyrir kammer- hljómsveit, tvo einsöngvara og kammerkór. Það er byggt á brotum úr tónverkum Emils Thoroddsens, sönglögum, píanólögum og kórverk- um. Í tilkynningu er verkið sagt gera miklar kröfur til hljóðfæraleik- ara og söngvara. Einnig endurspegl- ast í köflunum andi tíma svarthvítu bíómyndanna og árdagar íslenskra söngleikja. Fimmti orgelkonsertinn Kammerhljómsveitin sem leikur er skipuð mörgum kunnum hljóð- færaleikurum. Hún leikur einnig í næsta verki tónleikanna, orgel- konsert sem er tileinkaður Eyþóri Inga Jónssyni, organista við Akur- eyrarkirkju, sem mun frumflytja verkið. Kammerkórinn Hymnodia tekur þátt í flutningnum. Þetta er aðeins fimmti íslenski orgelkonsert- inn og sá fyrsti sem frumfluttur er í Akureyrarkirkju. Verkið er í kvik- myndatónlistarstíl og fléttast saman orgelleikur og hljóðfærasamspil. Þá verður flutt tónverkið Te Deum sem Michael samdi fyrir Kór Akureyrarkirkju og tileinkaði List- vinafélagi Akureyrarkirkju. Að flutningnum koma hátt í 100 manns og er verkið sagt bæði stórbrotið og tignarlegt. Michael er nýkominn heim úr tón- leikaferð til London þar sem tón- verk hans fyrir börn, Lítil saga úr orgelhúsi, við sögu Guðnýjar Einars- dóttur var flutt í hinni sögufrægu dómkirkju St. Paul’s Cathedral við góðar undirtektir. Þeir Eyþór Ingi stjórna báðir flutningnum á tónleik- unum. Tvö tónverk eftir Michael Jón Clarke frumflutt Stjórnendur Eyþór Ingi frumflytur á tónleikunum orgelkonsert sem Michael Jón tileinkar honum. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Það fer eftir ýmsu. Stundum er ég undir áhrifum frá Bob Dylan, stund- um Lenny Bruce, stundum er ég undir áhrifum koffíns og stundum hugleiðslu,“ segir Tommy Tiernan, þekktasti uppistandari Írlands, spurður að því til hvers titillinn á uppistandsýningu hans, Under the Influence eða Undir áhrifum, vísi. Tiernan flytur uppistandið í Silf- urbergi í Hörpu á föstudaginn, 20. október. Hann segist alltaf fylgja ákveðnu leiðarljósi í hverri sýningu sem sé að vísu síbreytilegt og titillinn vísi í þá staðreynd að ávallt leynist eitthvað undir yfirborðinu. „Ég myndi segja að ég kunni vel um 80% sagnanna sem ég segi á sýningunni. Grínistinn Billy Connolly fylgdi þeirri ágætu reglu að vita hvaða sögur ætti að segja en ekki í hvaða röð ætti að segja þær. Þannig verður uppistand- ið afslappaðra. Þú verður nánast að gleyma sýningunni áður en þú ferð á svið. Ef þú ferð á svið með of fastmót- aða áætlun verður sýningin ekki að eins fallegu stefnumóti áhorfenda og flytjanda og hún getur orðið. Þú und- irbýrð þig en verður svo að sleppa takinu, fara á svið og sjá hvað gerist.“ Slefandi og rennsveittur –Ég var að horfa á nokkrar upp- tökur af þér í uppistandi og þú virðist verða mjög æstur á sviði … „Já, stundum,“ segir Tiernan og hlær. Hann fari sér hægt til að byrja með en auki síðan hraðann eftir því sem líði á sýninguna. „Á endanum er ég farinn að slefa og orðinn renn- sveittur!“ segir hann kíminn. „Ég myndi ekki vilja byrja sýninguna þannig.“ –Þetta er heilmikið erfiði? „Já, eða öllu heldur ástríða,“ svar- ar Tiernan. Hann fylgi eðlishvötinni í spauginu en hún eigi það til að leiða hann á hættulegar brautir. „Það þarf að ríkja ákveðið traust milli grínist- ans og áhorfenda og skilningur á því að við erum bara að grínast,“ segir Tiernan um þennan línudans. –Þú ert með ansi svart skopskyn, er það ekki? „Það virkar ekki þannig á sviði heldur meira eins og ákveðin losun. Ég legg ekki byrðar á mig eða áhorf- endur og held að sýningin mín snúist um að létta byrðarnar, gera grín að því sem íþyngir okkur. Þetta snýst líka um að vera kjánalegur og hafa leyfi til þess.“ –Og sannleika, að segja það sem aðrir hugsa en þora ekki að segja? „Já, algjörlega og það er ástæða fyrir því að áhorfendur sitja í myrkri. Þeir sitja í myrkrinu og gefa grínist- anum heimild til að segja sannleik- ann. Og enginn tekur ábyrgðina á því.“ Vafasamt að lesa upp sorgleg ljóð –Mega sýningargestir búast við vafasömu gríni? „Það held ég ekki. Þeir mega búast við gáleysi en þetta er aldrei vafa- samt. Það er vafasamt fyrir grínista að fara á svið og lesa upp sorgleg ljóð. Þá er hann ekki að sinna starfi sínu sem er að veita ákveðið frelsi. Grín- isti sem er ekki fyndinn er vafasam- ur,“ svarar Tiernan og er í framhaldi spurður að því hvaðan hann fái hug- myndirnar, efniviðinn í uppistandið. Hann svarar því til að dagdraumar séu nauðsynlegir, að fara í langa göngutúra eða bíltúra með slökkt á útvarpinu. „Eða stara á glugga í átta klukkustundir,“ bætir hann við og hlær. „Þetta myndu fáir kalla heið- arlega vinnu en þetta er það sem ég geri. Ég fer í fjögurra klukkustunda langan göngutúr og kem til baka með fjórar hugmyndir. Það er ágætis af- rakstur á einum degi.“ –Fyrir átta árum slóstu heimsmet í uppistandi, varst með uppistand í 36 klukkustundir og 15 mínútur og komst í Heimsmetabók Guinness. „Já, og ég held að náungi frá Nor- egi hafi slegið það og eigi metið enn. Mér fannst uppistandið hjá mér farið að einkennast of mikið af reiði, það var ekkert sjarmerandi við það leng- ur og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti komist upp úr þeirri gryfju. Þá datt mér í hug að fara á svið í ógnar- langan tíma því það er ómögulegt að vera reiður í 36 klukkustundir. Þann- ig að ég vonaðist til þess að geta talað mig út úr vandanum og fundið mér um leið nýjan stíl, vonaðist til að geta nýtt mér það að vera örþreyttur til að bæta tæknina.“ –Þú þurftir þá í raun að setja þetta heimsmet, það var ákveðin meðferð fyrir þig? „Já, einmitt, og það virkaði,“ svar- ar Tiernan. Maður með munnræpu og þöglar nunnur Hið ógnarlanga uppistand fór fram í Galway á Írlandi, þar sem Tiernan býr. „Það var haldið á páskum við hlið klausturs sem í búa nunnur sem tala ekki. Uppistandið hófst klukkan þrjú á föstudeginum langa og ég hætti rétt fyrir sólarupprás á páska- degi. Þetta voru eiginlega hneyksl- anlegar andstæður, í einu húsi var karlmaður að tala endalaust og í næsta húsi konur sem tala aldrei! Þannig að þarna varð dásamlegur árekstur andstæðna, ef þannig mætti komast að orði.“ –Ég ætlaði einmitt að spyrja þig hvort nunnurnar hefðu verið að hlusta á þig. Kannski mega þær ekki hlæja heldur? „Vá, þetta er áhugaverð hugmynd, að troða upp fyrir framan nunnur sem mega ekki hlæja,“ segir Tiernan og hlær innilega. „Það væri stórkost- leg áskorun!“ Miðasala á uppistandið fer fram á tix.is. Orkubolti Tommy Tiernan í miklum ham á sviði í Cork á Írlandi. Losnaði við reiðina með heimsmeti  Tommy Tiernan verður undir áhrifum í Silfurbergi Borgarráð samþykkti í fyrradag til- lögu um viðbótarframlag til Lista- safns Reykjavíkur upp á 8,5 millj- ónir króna vegna nýrra verklags- reglna safnsins um greiðslur til myndlistarmanna sem taka gildi um áramót og tekur upphæðin mið af þeim sýningum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá safninu. Þar segir að undanfarið hafi verið unnið að nýjum verklagsreglum fyr- ir Listasafn Reykjavíkur um greiðslur til myndlistarmanna vegna þátttöku í sýningum og vinnu við eigin sýningar innan safnsins. „Tillögur að verklagsreglum sem nú hafa litið dagsins ljós eru unnar í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, líkt og mælt er fyrir um í aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálaráðs vegna menningar- stefnu Reykjavíkurborgar. Tillög- urnar hafa verið kynntar stjórn Sambands íslenskra myndlistar- manna, SÍM, sem hefur lýst yfir ánægju sinni og styður verklags- reglurnar heilshugar. Markmiðið er að tryggja að lista- menn fái greitt fyrir þátttöku í sýn- ingum og það vinnuframlag sem innt er af hendi í tengslum við eigin sýningar. Verklagsreglunum er jafnframt ætlað að vera gegnsæjar, en í útreikningum er meðal annars miðað við starfslaun listamanna og tímagjaldskrá SÍM. Til að mæta þeim kostnaði sem nýjar verklags- reglur hafa í för með sér fyrir safn- ið samþykkti borgarráð að hækka framlög til safnsins fyrir árið 2018 um 8,5 m.kr.,“ segir í tilkynning- unni. Í niðurlagi segir svo að með sam- þykktinni geti Listasafn Reykja- víkur aukið við þær greiðslur sem listamenn fái fyrir að sýna í safninu og komið til móts við sjálfsagðar kröfur þeirra um auknar greiðslur og viðurkenningu á vinnuframlagi þeirra. Viðbótarframlag samþykkt Viðbót Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Safnið getur nú aukið greiðslur til listamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.