Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 3
Vinnum saman Kæri bæjarbúi. Reykjanesbær er sá bær sem vex hvað hraðast á landsvísu. Hér er spáð fordæmalausri fjölgun íbúa og starfa á næstu árum með fyrirsjáanlegum þrýstingi á fasteignamarkaðinn og innviði sveitarfélagsins. Tekjur hafa aukist verulega með bættu atvinnuástandi sem aðallega má rekja til ferðaþjónustu og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli og þeirra innviða sem þegar voru til staðar í upphafi kjörtímabilsins. Við stöndum frammi fyrir risastóru verkefni og það verður jákvæð áskorun fyrir sveitarfélagið að mæta þessari fólksfjölgun, tryggja innviðauppbyggingu en að sama skapi reka sveitarfélagið á skynsamlegan hátt. Ég bý yfir mikilli reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu og vil nýta hana Reykjanesbæ til framdráttar á þessum spennandi tímum. Sem formaður Samtaka verslunar og þjónustu og framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi til 17 ára tel ég skipta sköpum að útfæra þessa hluti rétt bæjarbúum öllum til hagsbóta. Í störfum mínum hef ég unnið með ólíkum hópum og leiddi t.d. vinnu þar sem Deloitte var sameinað úr fjórum mismunandi fyrirtækjum. Við vitum að fjárveitingar til stofnana ríkisins á svæðinu hafa ekki fylgt miklum vexti. Ég er sannfærð um að ef við vinnum saman að forgangsröðun verkefna og skýrum áherslum getum við leiðrétt það og náð kröfum okkar í gegn. Ég er þess fullviss að með hagsýni og skynsemi sé hægt að koma bænum á frábæran stað sem fyrirmyndar sveitarfélag á Íslandi í ráðdeild og fagmennsku. Ég óska því eftir stuðningi þínum til þess að leiða næstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar til móts við nýja tíma og leggja grunninn að velsæld til framtíðar. Til þess að svo megi verða þarf að setja x við D á laugardaginn. Vinnum saman, Margrét Sanders Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Reynsla og þekking Minnum á kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins á Réttinum að Hafnargötu 90 milli kl. 14:00 og 17:00 á kjördag. Bendum á næg bílastæði í portinu að aftan.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.