Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 21
21MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. Hæfileikaríkir leikarar gera sýninguna að því sem hún er Smári bjó til ævintýraheim í kringum alla í söngleiknum, hann hugsaði út í það hvernig hann myndi bregðast við í ýmsum aðstæðum og hann segir að það sé margt fantasíulegt hvernig kar- akterarnir eru í söngleiknum, hann segir jafnframt að það sé enginn í uppáhaldi í söngleiknum og að hann geti hreinlega ekki gert upp á milli þeirra sem taka þátt í sýningunni. „Mér finnst þau öll svo mikilvæg og skila sínu svo vel í söngleiknum, þannig að ég get ómögulega gert upp á milli þeirra, sýningin væri svo allt allt öðruvísi ef að einn myndi til dæmis detta út.“ Hér á Suðurnesjum er mikið af hæfileikaríku fólki og vildu margir taka þátt í verkefninu. „Það var skemmtilegt ferli að ráða leikarana í hlutverkin en samt var maður smeykur að ráða ekki fólk í rétt hlutverk en þegar við vorum búin að æfa í tvær vikur þá hætti ég að hafa áhyggjur af öllum söngleiknum því ég sá hvað leikararnir voru góðir. Þau mættu samviskusamlega alla daga á æfingar og leikstjórinn var að ýta á þau og hann náði svo miklu úr þeim með því að ýta á þau en þetta er eitthvað sem ég gæti aldrei gert, að pína leikarana svona en eftir tvær, þrjár vikur þá hugsaði ég að það skipti engu máli hvernig sviðsmyndin eða annað yrði, því þau voru svo góð og ég hugsaði með mér að þetta yrði bara alveg frábært.“ Það er kunnulegt andlit í sýningunni en Fríða Dís systir þín leikur eitt hlut- verk. Ég skrifaði þetta hlutverk frá A til Ö alveg með hana í huga en hún hefur verið minn bjargvættur í þessari baráttu og hún er þráðurinn, ástin og allt þetta fallega í söngleiknum. Hún skilar þessu hlutverki algjörlega frábærlega. Hvað tekur við eftir Mystery Boy? Það eru nokkur verkefni sem ég er að vinna í núna og ég gæti alveg trúað því að ég fari vinna einhver fleiri verkefni í kringum leikhúsið, handritsgerð eða eitthvað annað. Ég hugsa nú samt að ég stígi ekki á svið og leiki, ég get ekki munað eina setningu, mér finnst betra að skrifa orðin heldur en að segja þau. Mér finnst þau öll svo mikilvæg og skila sínu svo vel í söngleiknum, þannig að ég get ómögu- lega gert upp á milli þeirra, sýningin væri svo allt allt öðruvísi ef að einn myndi til dæmis detta út. HORFÐU Á VIÐTALIÐ Í SJÓNVARPI VÍKUR FRÉTTA Úr uppfærslu Leikfélags Keflavíkur á Mystery Boy í Frumleikhúsinu. Fríða Dís Guðmundsdóttir fer með stórt hlutverk í sýningun ni. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 26. MAÍ 2018 Kjörstaður og kjörfundur Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Framlagning kjörskrár Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi á bæjarskrifstofum að Iðndal 2. Athugasemdir varðandi kjörskrá má gera til sveitarstjórnar fram á kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár var 5. maí. Framboðslistar Eftirfarandi framboðslistar bjóða fram í Sveitarfélaginu Vogum: Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga D D-listi sjálfstæðismanna og óháðra Björn Sæbjörnsson Sigurpáll Árnason Andri Rúnar Sigurðsson Anna Kristín Hálfdánardóttir Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir Kristinn Benediktsson Sigurður Árni Leifsson Drífa B. Önnudóttir Hólmgrímur Rósenbergsson Sigurður G. Ragnarsson Hanna Stefanía Björnsdóttir Óttar Jónsson Sigríður A. Hrólfsdóttir Reynir Brynjólfsson E Framboðsfélag E-listans Ingþór Guðmundsson Bergur Álfþórsson Áshildur Linnet Birgir Örn Ólafsson Inga Rut Hlöðversdóttir Friðrik Valdimar Árnason Guðrún Kristín Ragnarsdóttir Baldvin Hróar Jónsson Elísabet Á. Eyþórsdóttir Ingvi Ágústsson Tinna Huld Karlsdóttir Sindri Jens Freysson Brynhildur S. Hafsteinsdóttir Þorvaldur Örn Árnason L L-listinn, listi fólksins Jóngeir Hjörvar Hlinason Rakel Rut Valdimarsdóttir Eðvarð Atli Bjarnason Páll Ingi Haraldsson Kristinn Björgvinsson Anna Karen Gísladóttir Gunnar Hafsteinn Sverrisson Eva Rós Valdimarsdóttir Jakob Jörunds Jónsson Ásdís Dröfn Valdimarsdóttir Tómas Örn Pétursson Elín Ösp Guðmundsdóttir Ryszard Kopacki Hanna Sigurjóna Helgadóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.