Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. Þann 11.nóvember síðastliðinn urðu kafla- skipti í lífi Garðbúa og Sandgerðinga. Við tókum þá ákvörðun um að sameinast í eitt öflugt sveitarfélag. Þennan laugardag varð strax ljóst að breytinga væri að vænta. Breytingum fylgja sóknarfæri og við B-lista fólk viljum fá að vera í fararbroddi í þeirri sókn. Við erum með skýra framtíðarsýn á verkefnin framundan og höfum samvinnu að leiðarljósi. Samvinna við mótun nýs sveitarfélags Íbúar í okkar nýja sveitarfélagi eiga það skilið að tilvon- andi sveitastjórnarfólk vinni þétt saman að mikilvægum málum, eins og fræðslu- og öldrunarmálum, dagvistun og skipulags- og menningarmálum, svo eitthvað sé nefnt. Að mati okkar hjá B-listanum er ótímabært að langir loforðalistar detti inn um bréfalúgu íbúa þar sem öllu fögru er lofað. Við setjum okkur markmið og leggjum fram ákveðna framtíðarsýn. Líklega hefur enginn af til- vonandi sveitastjórnarfólki áður tekið þátt í að sameina sveitarfélög. Það verkefni er afar spennandi áskorun og tækifæri til að bæta þjónustu við íbúa og þróa okkar góða samfélag til framtíðar. Aðkoma íbúa að ákvörðunum Tölurnar sýna að hið nýja sveitarfélag verði með um 250.000 milljónir króna til umráða til nýframkvæmda fyrir árið 2019. Að mati okkar hjá B-listanum er mikilvægt að íbúar komi að ákvarðanatöku um hvernig verkefnum verði forgangsraðað og fjármunum til þeirra úthlutað. Það gerum við með íbúakosningum. Aukum lífsgæði eldri borgara Við vitum öll að sveitarfélögin hafa ekki gert nóg í mál- efnum aldraða. Nú er tækifæri að gera betur í þeim efnum. Við hjá B-listanum viljum auka heimaþjónustu við aldraða, bjóða upp á fjölbreyttara félagsstarf, bæta akstursþjónustu og margt fleira sem eykur lífsgæði eldri borgara. En heilsugæsla í heimabyggð er líka eitt af þeim verkefnum sem við B-lista fólk ætlum að beita okkur sér- staklega fyrir. Nýtt upphaf er á næsta leyti. Framsókn og óháðir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag ennþá betra fyrir okkur öll. Við biðjum um þinn stuðning til þess. Daði Bergþórsson 1.sæti B-listi og óháðir í Sandgerði og Garði Ný bæjarstjórn verður að breyta deiliskipu- lagi í Helguvík og leggja til bann við mengandi stóriðju. Íbúar verða að fá að kjósa um breytingu á skipulaginu í bindandi kosningu. Í mörg ár hef ég barist af krafti gegn kísilverksmiðjum í Helguvík. Ég hélt íbúafundi, skipulagði mótmæli og fór af stað með undirskriftarlista til að knýja fram íbúakosningu. Ég hef barist gegn þessum mengandi iðnaði vegna þess að ég vil ekki fórna nátt- úru og heilsu minni né samborgara um ókomna tíð. Heilsan er það dýr- mætasta sem við eigum og hún er ekki til sölu. Framtíðin liggur í ósnertri náttúru, heilsusamlegu andrúmslofti og hreinu vatni. Mengandi iðnaður mengar alltaf Kísilver United Silicon er málefni sem mikið er rætt í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga í Reykjanesbæ. United Silicon er skólabókardæmi um hvernig ekki skal gera hlutina, og afleiðingarnar skelfilegar fyrir alla sem að komu en fyrst og síðast fyrir bæjarbúa, sem m.a þurftu að líða mikla mengun þann stutta tíma sem kísilverið var í rekstri. Í þessum kosningum virðast margir framboðslistar vera á móti kísil- verinu, en það þarf meira en orð á blaði, það þarf að sýna dug og þor að taka skrefið alla leið. Það þarf að stöðva reksturinn fyrir fullt og allt. Eflaust gera menn sér í hugarlund að mengunarslysið á síðasta ári hafi verið mistök í framleiðslu sem hægt verði að koma í veg fyrir með betri mengunarvörnum. Staðreyndin er sú að mengandi stóriðja er mengandi stóriðja hvernig sem hún er matreidd. Íbúakosning eða skoðunarkönnun Flest framboð í Reykjanesbæ tala um að hér verði íbúakosning um fram- tíðarskipulag Helguvíkursvæðisins, en hún verði skv. lögum ekki bindandi kosning og því alfarið undir bæjaryfir- völdum komið hvort unnið sé í takti við niðurstöðu kosningar. Íbúakosning sem er ekki bindandi er gagnlaus að mínu mati, hún er í raun bara kostnaðarsöm skoðunarkönnun. Í 107. gr. sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar segir; „Sveitarstjórn ákveður hvort fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla meðal íbúa um ein- stök málefni. Atkvæðagreiðsla sam- kvæmt þessari grein, sem og 108. gr., er ráðgefandi nema sveitarstjórn ákveði að hún skuli binda hendur hennar til loka kjörtímabils”. Það er því villandi og beinlínis rangt að tala um að íbúakosning geti ekki verið bindandi, allt sem þarf er vilji bæjar- yfirvalda að hlusta og fara eftir vilja íbúa. Nærtækt dæmi er þegar Hafnar- fjarðarbær fór í íbúakosningu hér um árið, um hvort leyfa skyldi stækkun álversins við Straumsvík og niður- staðan var að íbúar höfnuðu þeirri stækkun. Þarna var bæjarstjórn sem þorði að taka mark á vilja íbúanna. Ekki gleyma Thorsil Allt virðist stefna í aðra risavaxna kísiliðju við hliðina á United Silicon kísilverinu. Það furðar mig að menn skorti vilja og þor til að láta hér staðar numið í ljósi fyrri reynslu. Ekki byrjar Thorsil ævintýrið vel; í lóðasamningi sem Reykjanesbær og Thorsil undirrituðu árið 2014, kemur fram að ef vanskil verði vegna greiðslu á gatnagerðargjöldum skv. gr. 3.1, þá hefur Reykjaneshöfn heimild til að rifta samningum í heild sinni einhliða. Það er skemmst frá því að segja að ítrekað hafa bæjaryfirvöld gefið frest á greiðslu. Þetta segir mér að stóriðju- vitleysan heldur áfram í Helguvík. Það er sannarlega mikil vonbrigði. Framtíðin er vistvæn og Vinstri græn „Kálver í stað álvers“, var einu sinni sprenghlægileg hugmynd en sýnir sig nú meira og meira að í breyttum heimi er matvælaframleiðsla atvinnu- grein framtíðarinnar. Ég sé fyrir mér Helguvík sem fallegt útivistarsvæði og jafnvel tjaldstæði þar sem göngu- og hjólreiðarbrautir tengja svæðið frá höfninni inn í miðbæ Reykjanesbæjar. Skip sem fylgja hertum reglum um hreinsibúnað og bruna svartolíu, gætu bætt fjárhagsstöðu hafnarinnar með því að tengja sig við rafmagn. Ferða- menn í göngufæri við miðbæinn væri velkomin lyftistöng fyrir verslun og þjónustu bæjarins. Við verðum að sýna hugrekki til að leiða bæinn okkar inn í nýja tíma, þar sem skýr framtíðarsýn og vistvæn stefna fara hönd í hönd og náttúran og mannfólkið fái alltaf að vera í fyrirrúmi. Dagný Alda Steinsdóttir 1. sæti VG í Reykjanesbæ Næstkomandi laugardag ræðst það hvort við sjálfstæðismenn verðum áfram í meirihluta í Grindavík. Það stefnir í mikla baráttu þar sem sex framboð bjóða nú fram. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa unnið vel fyrir bæjarfélagið á kjörtímabilinu og hefur efnt flest af þeim metnaðarfullu atriðum sem fram komu í síðustu stefnuskrá. Þar má helst telja byggingu sex nýrra íbúða í Víðihlíð, framkvæmdir við nýtt íþróttahús eru hafnar og keypt hefur verið stórt húsnæði undir daggæslu barna frá 12 mánaða aldri. Á næsta kjörtímabili stefnum við m.a að því að úthluta lóðum undir litlar íbúðir fyrir eldri borgara við Víðihlíð og tengja við þær 300 – 400 fermetra félagsaðstöðu. Þá leggjum við til að ráðinn verði ferðamálafulltrúi sem hafi yfirumsjón með að móta ferðamálastefnu fyrir bæinn. Einnig er mikilvægt að hefja framkvæmdir að nýrri aðkomu inn á knattspyrnuvöllinn með því að klára aðstöðuna við Hópið. Kæri kjósandi! Það er í þínum höndum hverjum þú treystir til að standa við gefin loforð, við sjálfstæðismenn höfum sýnt að við erum traustsins verðir. Settu x við D til að tryggja örugga stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Guðmundur Pálsson, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Fra m u n d a n e r u sveitarstjórnarkosn- ingar þar sem íbúar Reykjanesbæjar velja sér framtíð. Bæjar- búar hafa lært af reynslunni. Þeir vita að þeir geta valið á milli draum- kenndra loforða sem munu koma fjárhag bæjarfélagsins aftur í kaldakol og raunhæfra loforða þar sem ábyrg stjórnun leiðir af sér betra bæjarlíf. Stefna okkar hjá Frjálsu afli snýst um hið síðarnefnda.Fjármál sveitarfélags- ins, uppbygging atvinnulífs, málefni barnafjölskyldna, eldri borgara og íþróttafélaga er það sem brennur mest á okkur. Skuldastaða bæjarins hefur lagast mikið á líðandi kjörtímabili. Á árinu 2014 var bæjarsjóður rekinn með 4,8 milljarða tapi, en árið 2017 var hagn- aður af rekstrinum 1,2 milljarðar. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum verðum við að ná skuldum miðað við tekjur niður í 150% fyrir árslok 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar var í árslok 2014 228% hjá bæjarsjóði en 233% hjá samstæðunni en í árslok 2017 158% en 186% hjá samstæðunni. Sóknin gengur vel en Reykjanesbær er þó enn undir smásjá Eftirlits- nefndar um fjármál sveitarfélaga. Við í bæjarstjórn erum kosin til að fara með fjármuni íbúa bæjarins og okkur ber skylda til að fara vel með þá. Það höfum við líka lagt okkur fram við að gera. Þrátt fyrir aðhald í rekstri höfum við varið grunnþjónustu við íbúana og höfum náð að lækka út- svar og fasteignagjöld á árinu. Einnig viljum við veita eldri borgurum meiri afslátt af fasteignagjöldum en nú er með hærri tekjutengingu. Við eigum að veita börnum okkar góða menntun. Við eigum að styðja dyggilega við bakið á hvers konar for- varnarstarfi eins og íþróttum. Veita eldri borgurum aðgang að þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. En við þurfum einnig að koma sem flestum til sjálfsbjargar. Næsta stóra verkefnið er bygging Stapaskóla sem þegar er fullfjármagnað og er í út- boðsferli. Fulltrúar Á- listans Frjáls afls munu leggja sig alla fram til að ná fram veru- legum umbótum fyrir bæjarbúa. Við viljum efla bæjarlífið þannig að öllum geti liðið vel. Setjum X við Á á kjördaginn 26. maí. Virkjum Frjálst afl til framfara í Reykjanesbæ! Gunnar Þórarinsson, skipar 1. sæti hjá Frjálsu afli SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 MARGT HEFUR ÁUNNIST OG BJARTIR TÍMAR FRAMUNDANVirkjum Frjálsa aflið fyrir íbúa Reykjanesbæjar! Burt með allan kísiliðnað úr Helguvík Í kosningabaráttunni hef ég hitt fjölmarga bæjarbúa og hefur það verið einkar ánægjulegt. Margir eru áhugasamir um framboð Miðflokksins og höfum við fengið ákaflega góðar viðtökur, fyrir það erum við þakklát. Skólamálin eru málaflokkur sem margir hafa komið inn á. Mið- flokkurinn leggur áherslu á að fjölga plássum í leik- og grunnskóla, enda nauðsynlegt vegna fordæmalausrar fólksfjölgunar. Einnig er forgangsmál að huga að kennurunum okkar. Kennarar koma börnunum til manns Hvað er okkur mikilvægara í lífinu en börnin okkar og menntun þeirra. Margar áskoranir bíða okkar í skólamálum. Ekki er nóg að fjölga plássum í skólunum. Það þarf að huga að þeim dýrmæta mann- auði sem býr innan veggja skólanna, kennurunum. Álag á kennara er mikið og of lítil nýliðun er í kennarastéttinni. Við þessu verður að bregðast. Við erum að sjá fram á kennaraskort á næstu árum og til að bregðast við verða laun kennara að vera samkeppnisfær. Svigrúmið til að bæta kjör kennarar og auka nýliðun í stéttinni verður að vera til staðar. Mjög mikilvægt er að endurskoða og breikka tekjustofna sveitar- félaga svo halda megi uppi eðlilegu skólastarfi. Þetta er forgangsmál. Lengi býr að fyrstu gerð Miðflokkurinn vill efla iðn-tækni og listgreinakennslu á grunnskólastigi. Í grunnskóla kemur oft í ljós hvaða nemendur hafa sérstaka hæfileika í handverki. Við viljum hlúa enn betur að þessum nemendum. Menntamála- ráðuneytið hefur m.a. lagt áherlsu á að fjölga þurfi nemendum í iðn- og tæknigreinum í framhaldskóla, vegna skorts á iðn- og tæknimenntuðu fólki á atvinnumarkaði. Málið verður unnið í fullu samráði við kennara og auknar greiðslur til þeirra verða að fylgja fleiri kennslustundum. Systkinaafsláttur af skólamáltíðum Miðflokkurinn ætlar að innleiða systkinafslátt af skólamáltíðum. Verður hann 50% af öðru barni eða fleirum. Stefnan er síðan sú að í framtíðinni verði skólamáltíðar gjaldfrjálsar í Reykjanesbæ. Kennarasamband Íslands hefur bent á að hættumerki séu víða í grunn- skólunum þegar kemur að stöðu íslenskrar tungu. Þetta hefur einnig komið fram í viðræðum mínum við kennara. Les- og málskilningi barna hefur hrakað og við höfum horft upp á innrás enskrar tungu, ef svo má að orði komast. Íslenskukennsluna þarf að styrkja á mörgum sviðum og þar viljum við eiga gott samstarf við kennarana. Styrkja þarf skóla- bókasöfnin, hvetja til meiri lesturs og fá höfunda til að koma í skólana til að lesa úr verkum sínum. Ábyrgðin er okkar allra. X-M SKÓLAMÁLIN Í FORGANG AU GL ÝS IN G Nýtt upphaf á timarit.is Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.