Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. Rekstrarstaða nýs sameiginlegs sveitarfélags er sterk. Til að nýtt samfélag nái að blómstra er mikilvægt að huga fyrst og fremst að því að grunnþjónustan sé traust. Sem rúmlega 3500 manna sveitarfélag eigum við rétt á því að í okkar byggðarkjarna sé hvíldarinnlögn fyrir aldraða og heilsugæsla fyrir alla íbúa. Við í J-listanum ætlum að þrýsta á ríkið að komið verði til móts við okkar sjálfsögðu kröfur. Við í J-listanum viljum að biðlistar á leik- skólana heyri sögunni til og að hægt verði að taka á móti yngstu börnunum eftir að fæðingarorlofi for- eldra lýkur. Því fylgir hagsæld fyrir alla. Til að vinna það verk þarf að fjölga starfsfólki og stækka leikskólana til að geta tekið við öllum. Leikskólann Sólborg í Sandgerði er erfitt að stækka meira en orðið er og því sjáum við fyrir okkur að selja fasteignina Sólheima 1-3 sem var keypt til bráðabirgðanotkunar og byggja stærri leikskóla á nýjum stað sem er þá bæði ungbarnaleikskóli og almennur leikskóli. Þá er hægt að breyta núverandi leikskóla í félags- heimili fyrir unga sem aldna. Þar sem húsið er á milli Miðhúsa og grunn- skólans er staðsetningin ákjósanleg. Í Garðinum er mikilvægt að stækka þann leikskóla sem þegar er til og fjölga starfsfólki til að hafa burði til að taka fleiri börn inn. Með því að vera með tvo öfluga stóra leikskóla í sitthvorum þéttbýliskjarnanum minnkum við skutl foreldra á milli, sem væri meira af, ef ungbarna- leikskóli myndi rísa í fjarlægð frá almennum leikskólum. Kennsla verk- og listgreina í grunnskólum Lengi hefur verið talað um að auka þurfi vægi verk- og listgreina í grunn- skólum. Er það frekar í orði en á borði og hvað er almennt gert í því? Í grunnskólalögum kemur fram að: „Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Í okkar flókna samfélagi nú- tímans hafa ungmenni mikla þörf fyrir að spreyta sig á verkefnum í fjölbreyttu samhengi. Skólinn þarf að skipuleggja námsumhverfi sem hæfir þessum verkefnum. List- og verkgreinar eru jafnan ekki í boði nema sem valgreinar á unglingastigi eða kannski sem uppfylling. Það er staðreynd að þessar greinar bjóða upp á margháttaða reynslu og hafa margt fram að færa sem aðrar greinar hafa ekki. Skapandi listræn ferli geta haft áhrif á allt skólastarf. Bóknámsgreinar eru nauðsynlegar og gefa mikilvægan grunn á svo mörgum sviðum. En það gera list- og verkgreinar líka. Þær gefa nemendum möguleika á að nálgast verkefnin á annan hátt. Vægi þessara greina þarf að aukast í skólastarfinu, það hefur hallað á þau of lengi. Hvern- ig væri að færa brautakerfið sem er í framhaldsskólum niður á unglinga- stig grunnskólans. Nemendur gætu kannski valið hönnunar-, myndlistar-, málm- eða trésmíðabraut svo dæmi séu tekin. Þau gætu síðan haldið sínu striki, vel undirbúin í framhaldsskóla. Þessu er varpað fram til umhugsunar. Vægi verk- og listgreina er of lítið í grunnskólum, það er staðreynd. Allir nemendur þurfa að finna nám við sitt hæfi í skólanum sínum svo að þeim líði vel og geti þroskast á jákvæðan hátt á þessum tíu mikilvægu árum. Við í J-listanum hlökkum til að takast á við þessi verkefni og framkvæma þau. Fríða Stefánsdóttir og Vitor Hugo Rodrigues Eugenio, 3. og 4. sæti J-listans í nýju sameiginlegu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Á síðustu árum má sannarlega segja að aðstæður hafi breyst á Íslandi. Efnahagsaðstæður hafa batnað mikið og smjörið drýpur nánast af hverju strái, og það er jafnvel betra ástand en 2007. Eftir efnahagshrun þurftu flest sveitar- félög að setja álögur sínar í topp til þess að ná endum saman, og laga reksturinn. Í Sveitarfélaginu Vogum var það sama uppi á teningnum. Síðan 2013 hafa tekjur sveitarfélags- ins af fasteignagjöldum hækkað sem nemur rúmum 80% og útsvarstekjur hækkað um 63,4%. Þetta eru hreint út sagt rosalegar tölur. Þetta þýðir jú að fasteignaverð hefur farið mikið hækkandi enda enda lítið sem ekkert um nýbyggingar. Þetta þýðir einnig að atvinnuleysi hefur minnkað og tekjur hækkað hjá íbúum. Þessir tveir tekjustofnar eru mjög mikilvægir fyrir sveitarfélagið og samanlagt gefa þeir 262,6 milljónum meira 2017 en þeir gerðu 2013. Aðrir tekjustofnar eins og framlög úr jöfnunarsjóði og fleira hafa aukist minna en vega samt þungt þegar á heildina er litið. Að reka sveitarfélag í svona árferði er eins og að sigla á lygnum sjó, allt er auðveldara og tekjuöflun gengur vel. Til þess að fá fullan styrk úr jöfnunar- sjóði þurfa sveitarfélög að fullnýta alla sína tekjustofna. Sé til dæmis fasteignaskattur lækkaður, lækkar einnig framlag jöfnunarsjóðs. Við hjá D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra lögðum til á yfirstandandi kjörtímabili að það yrði skoðað hversu mikið framlag jöfnunarsjóðs mundu lækka fyrir hverja prósentu af lækk- uðum fasteignaskatti. Þetta var gert og varð úr að fasteignagjöld lækkuðu lítillega. Við vildum ganga lengra og lækka vatnsgjaldið en sú tillaga fékk ekki fram að ganga hjá meirihluta. Lækkunin var það lítil að hún ást upp af hækkuðu fasteignamati og sáu íbúar ekki mikinn mun á reikn- ingnum milli ára. Fasteignagjöld á íbúa Voga og Vatns- leysu eru orðin afar íþyngjandi og ætlum við að lækka þau enn frekar því betur má ef duga skal. Núna árar einstaklega vel og þá er líka vel við hæfi að íbúar sveitarfélagsins fái að njóta þess. Kristinn Benediktsson 6. Sæti á D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum „Þú getur fengið tíma eftir mánuð eða farið á vaktina” Á undanförnum vikum höfum við fengið til okkar á kosningaskrifstofuna mikið af fólki sem segir okkur sögur af því hvernig heilbrigðiskerfið brást þeim. Sögurnar eiga það sammerkt að við frambjóðendur sitjum eftir reið, svekkt og sár. Það er ótrúlegt að hér í bæ hafi alist upp heilu kynslóðirnar sem þekkja það ekki hafa sinn eigin heimilislækni. Við sem samfélag verðum að leita allra mögulegra leiða til þess að tryggja hér eðlilega heilsugæsluþjónustu og þar verða bæjar- fulltrúar að taka af skarið. Farið hefur verið með rangt mál Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifaði grein í Víkur- fréttir í síðustu viku þar sem hún nefnir fjárskort, hús- næðisvanda og fjölgun íbúa sem helstu ástæður þess að þjónusta HSS sé ekki sem skyldi. Guðný er yfirleitt bæði fagleg og málefnaleg en gerir í greininni þó engan greinarmun á sjúkrahúsþjónustu og heilsugæslunni né nefnir þær brotalamir sem koma fram í skýrslu Land- læknis um rekstur og stjórnun stofnunarinnar. Guðný fer einnig með fleiri rangfærslur í greininni sem ég tel mig knúinn til þess að leiðrétta hér. Rekstur heilsugæslunnar og skuldahlutfall bæjarins Reykjanesbær mun ekki og á ekki að borga með heilsu- gæslunni. Ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu lögum samkvæmt. Möguleg aðkoma bæjarins að rekstri heilsu- gæslu hefur því alls ekkert með skuldahlutfall bæjarins að gera heldur eingöngu stjórnunarfyrirkomulag. B-listinn leggur til hugmynd að lausn sem á sér for- dæmi og því óþarfi að slá slíka hugmynd út af borðinu án þess að kanna hana til hlítar. Alþekkt að bæjarfélög reki heilbrigðisþjónustu Akureyrarbær rak heilsugæsluna á Akureyri frá 1997 til 2014, þegar hún var sameinuð undir Heilbrigðisstofnun Norðurlands í kjölfar hagræðingar af hálfu ríksins. Áður höfðu samlegðaráhrif af heimaþjónustu og heima- hjúkrun verið mikil. Nú er ákall um að Akureyrarbær taki aftur yfir heimahjúkrun en það fyrirkomulag er einnig að finna í stórum bæjarfélögum og nægir að nefna Reykjavík í því sambandi. Höfn í Hornafirði er annað dæmi um sveitarfélag sem rekur sína heilsugæslu með samningi við sjúkratryggingar Íslands. Hættum að berja hausnum við steininn Ætlum við íbúarnir að leita leiða til þess að tryggja hér eðlilega heilsugæsluþjónustu eða einfaldlega að gefast upp og sækja þjónustu í Kópavog? Þar er einkarekin heilsugæsla sem skilað hefur yfir 250 milljónum í arð til eigenda sinna og því ljóst að hægt er að reka heilsu- gæslu réttu megin við núllið án þess að gefa afslátt af þjónustugæðum. Ef ríkið getur fjármagnað einkarekstur þá getur ríkið svo sannarlega fjármagnað heilsugæslu þar sem samlegðaráhrif skila íbúum betri þjónustu. Hættum að berja hausnum við steininn og förum aðrar leiðir, annað er fullreynt. Frábært starfsfólk vinnur þrekvirki Á HSS vinnur frábært starfsfólk þrekvirki á hverjum degi við erfiðar aðstæður. Hugmyndir okkar um aðkomu bæjarins að rekstrinum snúa ekki síður að starfsum- hverfi þess og hvernig best megi bæta þjónustuna. B-listinn er lausnamiðað framboð. Við stöndum ekki fyrir stöðnun og úrræðaleysi. Við viljum að bæjarfélagið komi að rekstri heilsu- gæslunnar og munum fara þess á leit við heilbrigðis- ráðherra strax eftir kosningar. Við getum gert það. Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti B-listans í Reykjanesbæ og lýðheilsufræðingur Kæru íbúar Reykjanesbæjar, dagurinn í dag markar endalok kísiliðnaðar í okkar bæjarfélagi. Í nýútkominni skýrslu Ríkis- endurskoðunar er staðfestur sá grunur að kísilverið sem nú stendur í Helguvík sé ekki í neinu samræmi við upprunalega kynningu á verkefninu. Sá tími er kominn að við krefjumst þess að þessi verksmiðja verði fjarlægð fyrir fullt og allt. Fullnaðarsigur er í sjónamáli ef við fylgjum því fast eftir. Það eru tveir kostir fyrir Arion banka núna, að selja verksmiðjuna úr landi eða standa í málaferlum þar sem þeir þurfa að borga fyrir niðurrif og förgun á verksmiðjunni því þessi verksmiðja fer ekki aftur í gang á þessum stað. Í kjölfarið þurfum við bæjarbúar að setja strangar reglur um alla ákvarðanatöku er varðar okkar lýðheilsu og að bæjarbúar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að standa gegn okkar eigin bæjarfulltrúum þegar þeir eru að vinna gegn okkar hagsmunum. Reykjanesbær er bærinn okkar og við eigum að fá að ráða því hvernig við viljum að okkar nærumhverfi sé. Það hefur orðið vitundarvakning í okkar samfélagi og við eigum ekki að vera hrædd við að tjá skoðanir okkar, taka afstöðu eða láta í okkur heyra ef svo ber undir. Að eiga samtal þó svo að skoðanirnar séu ekki alltaf samhljóma. Þannig virkar lýðræðið. Máttur okkar er mikill ef við stöndum þétt saman og höfum þor til að setja okkar eigin heilsu og bæjarfélag í fyrsta sæti. Það gerði þorri bæjarbúa þegar þeir sáu og fundu að ekki var allt með felldu hvað varðaði kísilver United Silicon í Helguvík. Byggjum upp heilsusamlegt, um- hverfisvænt samfélag því það eru mannréttindi að fá að anda að sér hreinu lofti. Afstaða okkar Pírata hefur alltaf verið skýr: Aldrei aftur mengandi stóriðju í byggð! Helstu atriði og tengil í skýrsluna er að finna á https://sudurnes.piratar. is/helguvik/ Þórólfur J Dagsson skipar 1. sæti Pírata í Reykjanesbæ SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Mælirinn er fullurTil hamingju Reykjanesbær! Viðsnúningur í rekstri eða viðsnúningur í árferði? Setjum málefni þeirra yngstu og elstu á oddinn AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.