Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 31
31UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. Skýr framtíðar sýn með ábyrgri stefnu Þetta eru kjörorð okkar í Lista Grindvíkinga. Það er ekki að ástæðulausu sem við setjum þau fram því þau fanga sýn okkar um hvert skuli stefna í Grindavík. Við ætlum að fara í heildstæða stefnumótun og skapa skýra framtíðarsýn í öllum málaflokkum. Að okkar mati er slíkt nauðsynlegt svo framtíðarstjórnendur, bæjarfulltrúar og forstöðumenn bæjarins viti hvernig við sjáum fyrir okkur þjónustuna og ramma hvers málaflokks til lengri tíma. Fjármálin eru ofarlega á baugi hjá okkur enda eru þau grunnur þess að geta veitt góða þjónustu, án þess að álögur á íbúa séu of miklar. Stefna okkar fyrir komandi kosningar er metnaðarfull og unnin á breiðum grunni. Hver málaflokkur er okkur mikilvægur og það sést í ábyrgri stefnu G-listans. G-listinn hefur sýnt það undanfarin tvö kjörtímabil að hann er traustsins verður. Við hvetjum þig til að kynna þér okkar fólk og málefni á vefsíðu okkarhttp://www.glistinn.is Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson 2. sæti á Lista Grindvíkinga Fyrir fjórum árum kynntum við bæjar- búum nýja sýn í að- draganda kosning- anna, vildum móta samfélagið okkar í anda lýðræðis, gegn- sæis og reka Reykjanesbæ á ábyrgan hátt. Við jukum áhrif íbúa á mótun bæjar- ins okkar. Á kjörtímabílinu voru haldnir 15 íbúafundir og íbúakosning var haldin að frumkvæða íbúa um deiliskipulag í Helguvík, sú fyrsta á landinu. Við endurskoðuðum rekstur sveitar- félagsins og komum honum í lag. Fjár- hagsleg staða bæjarins er öll önnur og sterkari nú. Við settum skýr mörk á milli stjórn- málamanna og rekstrar bæjarins. Réðum ópólitískan bæjarstjóra, tryggðum að allar ráðningar eru án afskipta stjórnmálamanna og gerðum stjórnsýsluna gegnsærri. Við höfum stjórnað bænum okkar undanfarin fjögur ár á opnari og ábyrgari hátt en áður og okkur tókst að hlífa fjölskyldum bæjarins á erfiðum tímum með því t.d. að þre- falda hvatagreiðslur, hækka styrki til íþróttafélaga og umönnunargreiðslur til dagforeldra. Samfélag í sókn Tiltektin var drjúg og verkefnið stórt en með samstilltu átaki bæjarbúa og bæjarstjórnar tókst það. Nú getur uppbyggingin og sóknin hafist að fullu. Nú er tími til að láta samfélagið njóta árangursins sem við höfum öll náð saman. Gott er að geta byrjað á því að skila árangrinum í ábyrgari rekstri bæjarins til fjölskyldanna og lækka útsvarið á næsta ári um 300 milljónir eins og ákveðið hefur verð. Takk fyrir stuðninginn og þolinmæð- ina við endureisn bæjarins okkar. Við munum skila árangrinum til bæjar- búa - með ykkar hjálp. XS - Samfélag í sókn. Friðjón Einarsson skipar 1. sæti S-lista Samfylkingar og óháðra Föngulegur hópur fæddur 1991 gekk í grunnskóla Grinda- víkur og áttu þau eftir að ganga í gegnum ýmislegt. Það voru sigrar, gleði en einn- ig sorg. Við vorum skóluð til af eðal fólki. Góðir kennarar sáum um okkur og vorum við útskrifuð eftir að goð- sagnirnar Kristín Mogensen og Pálmi höfðu lagt okkur lífsins reglurnar í 10.bekk. Það var yndislegt að alast upp í Grindavík. Árið 2017 hittust við nokkur skólasystkyni eitt kvöld um haustið, sumir fluttir aftur til Grinda- víkur. Umræðurnar fóru á þá leiðina hvort að við ætluðum að setjast að í Grindavík eða ekki. Heitar umræður hófust um málefnin í okkar frábæra bæjarfélagi en voru mjög sammála um að hægt væri að gera betur. En hvað á að gera? Ekkert gerist ef við höldum áfram að rökræða heima hjá okkur, en öll vorum við sammála að vilja ekki setjast á lista hjá neinum núverandi flokkum. Flest okkar höfðu áður fengið boð um slíkt en tilfinn- ingin var oft sú að um væri að ræða skrautfjaðra sæti til þess að hafa einn ungan á lista. Það var því ákveðið að stofna framboð óháð pólitískum skoðunum og föngulegur hópur feng- inn með í starfið. Staðreynd málsins er sú að ungu fólki í dag finnst hið pólitíska umhverfi ekki spennandi og hræðast það jafnvel. Að þurfa svara fyrir rótgróna flokka og láta skilgreina sig eftir honum er ekki aðlaðandi sérstaklega ekki ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í pólitík. Rödd unga fólksins er framboð sem snýst ekki um hægri eða vinstri stefnu, heldur en um þjónustustefnu. Sveitarfélag er rekið af íbúum þess og sveitafélag er þjónusta við íbúa. Bæjarfulltrúar eiga að sjá starf sitt sem þjónustufulltrúar bæjarins og vera sýnilegir í bæjarfélaginu. Með þjónustmiðaðri stjórnsýslu þarf að gera þjónustustefnu og gera allt starf þjónustumiðað. En hvað er átt við með því ? Sem dæmi má nefna um- hverfið okkar, við þurfum að horfa á það að þjónusta íbúa við að flokka svo að það sé sem aðgengilegast, fjölga ruslatunnum um bæinn svo það sé aðgengilegra henda rusli á göngu mynda þannig umhverfi að þú sérð ekkert annað í stöðunni en að stefna að grænni Grindavík. Þjónustan þarf að vera þarfagreind svo hægt sé að vinna fyrst að þar sem þörfin er mest og taka ákvarðanir með tölulegar staðreyndir á bak við. Til þess að koma í veg fyrir þjónustufall, þarf bæjarstjórn að vera meðvituð um væntingar og óskir íbúa. Til þess að þjónustan verð sem best á er kosið skiptir máli að starfsmennirnir sem starfa við þessa þjónustu viti hlut- verk sín og að starf þeirra sér virt og metið. Starfsmennirnir þurfa að finna fyrir því að það sé brugðist við þeim aðstæðum sem koma upp í þeirra starfi af skilning og virðingu og að skoðanir þeirra skipti máli. Ég tel mikilvægt að breiðar skýr- skotun sé við ákvörðunartöku borðið og einnig tel ég það veita aðhald. Við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera kosin til sveitastjórnar, það eru forréttindi og það á enginn neitt í pólitík. Aðhald er góður hlutur það heldur fólki á tánum og hvetur fólk til þess að koma fram með hug- myndir sem það hefur eldmóð fyrir. Rödd unga fólksins heyrist hæst þegar við stöndum saman. Verum samfélag sem hefur eldmóð og metnað fyrir að vera leiðandi og fyrirmyndar bæjar- félag. Við hjá Rödd unga fólksins sækjum því um í þessu kosningum um að vera þjónustufulltrúi þinn á næstkomandi kjörtímabili. Hvaða umsókn ætlar þú að samþykja þann 26.maí næst komandi ? Helga Dís Jakobsdóttir Viðskipta- fræðingur og mastersnemi í Þjón- ustustjórnun og í 1.sæti hjá Rödd unga fólksins Hvaða umsókn ætlar þú að samþykkja þann 26.maí ? Skilum árangrinum til bæjarbúa Gamalt og gott á timarit.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.