Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 27
27MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. unum og erum í dag komnir með 130 óhöpp. Bæði þar sem er mannskaði og alveg niður í minniháttar óhöpp á flugvöllunum, bæði hér í Keflavík og í Reykjavík. Slysið sem verður í Fagradalsfjalli fyrir 75 árum síðan er í rauninni stórmerkilegur atburður, ekki satt? Mér finnst það og að þetta skuli gerast í bakgarðinum hjá okkur vera dálítið merkilegt en þessi atburður er bara þaggaður niður því hann gerist á svo óheppilegum tíma á stríðsárunum. Þetta er svo slæmt áróðurslega að hershöfðinginn farist og fyrstu hetj- urnar eru jafnvel á leiðinni heim. Þannig að það er bara sléttað yfir þetta en það er hvergi fjallað um þennan mann og jafnvel þó þú lesir þér til í sögubókum um stríðið þá er hvergi minnst á hann. Hann á í raun og veru að vera í sama hópi og Eisen- hover, Patton, Bradley og Montgo- mery, Andrews á að vera í þessum hópi en hann væri þar fremstur í flokki, hefði hann lifað. Flugslysið breytir þá hugsanlega kannski bandarísku sögunni? Ég veit það ekki, það er nú meira en að segja það að fara að leiðrétta söguna. Þetta er allavega fyrsta skrefið og þessir menn gleymast ekki, þeirra verður minnst og það er svo gaman að geta tekið þátt í þessu. Jim Luke hefur átt veg og vanda að safna fyrir þessu og að koma þessu í kring, við erum bara búin að vera að hjálpa honum hér heima. Ég er svo stoltur af okkar fólki hér heima, móttökurnar sem við höfum fengið við þessari hugmynd hjá Grindavík, Landhelgisgæslunni, Keili. Minnisvarðinn er veglegur, sýnir það ekki að þetta sé svolítið merkilegur atburður? Þetta er stórmerkilegur atburður, þeir voru ansi margir á stríðsárunum og þessi er kannski svolítið afskekktur hér á Íslandi en nú er Ísland inn í ferðaþjónustunni þannig að kannski breytist þetta eitthvað. Við sjáum bara til, þetta er á góðum stað, fólk keyrir hér framhjá þegar það fer í Bláa Lónið og því er aldrei að vita nema að þetta verði stoppistöð fyrir ferðamenn og aðra. Eru margir svona slysstaðir frá stríðsárunum hér á Reykjanesskag- anum? Já, hér í næsta nágrenni við Fagra- dalsfjall eru sjö flugslys. Það eru tvö önnur slysflök í Fagradalsfjalli fyrir utan þetta og eru þau flest vegna veðurs, aðstæðna og kunnáttuleysis. Svo voru siglingartækin á þessum tíma bara loftvog og áttaviti, það var ekkert GPS þá. Veðrið sem við erum að upplifa núna við afhjúpun minnisvarðans, þetta er eitthvað svipað og var þegar slysið varð? Ég hugsa það, það er a.m.k. mjög ná- lægt því. Það er til myndband sem var tekið daginn eftir slysið sem var tekið upp þegar björgunarfólk mætti á staðinn og það sést á því að það er suðvestan og éljagangur á þeirri mynd þannig að ég er nokkuð viss um að veðrið í dag er mjög svipað. Ólafur Marteinsson Minnismerkið við Grindavíkurveg var afhjúpað 3. maí sl. Myndir frá slysstað þann 4. maí 1943, daginn eftir slysið. HORFÐU Á VIÐTALIÐ Í SJÓNVARPI VÍKUR FRÉTTA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.