Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 29
29UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. keppnishæf við það sem best gerist og einnig fá aðrar greinar eins og t.d. körfubolti fleiri og betri æfinga- tíma. Í fjölnota íþróttahúsi opnast líka möguleikar á vetraraðstöðu fyrir golfara og flugukastveiðimenn svo dæmi séu tekin. Eins mun slíkt hús nýtast fyrir göngur og heilsueflingu eldri borgara eins og dæmin sýna frá nágrannsveitarfélögum okkar. Af þessu leiðir að við hjá D-listanum lítum á það sem eitt af stóru verkefn- unum í nýju sveitarfélagi að koma byggingu á fjölnota íþróttahúsi af stað til að bæta aðstöðuna og ýta undir fjölbreytt- ara framboð á íþrótta- greinum. Einnig þarf að vinna markvisst að því að bæta aðgengið með auknum sam- göngum milli byggðar- kjarnanna og tengja þá saman með göngustígum. Þegar nýja húsnæðið verður komið í gagnið mun það svo auðvitað tengjast þessum samgöngu- leiðum þannig að börn og ungmenni ættu að komast á allar þær æfingar sem þau kjósa með skilvirkum hætti. Þetta ætti að auka líkurnar á fjölgun barna sem stunda skipulagðar íþrótta- æfingar og hafa jákvæð forvarnar- áhrif til heilla fyrir unga fólkið okkar og samfélagið í heild. Jón Ragnar Ástþórsson skipar 5. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Garði og Sandgerði Traust og öflug heil- brigðisþjónusta í heimabyggð er okkur öllum afar mikilvæg. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur búið við lang- varandi fjársvelti hins opinbera. Fjárveitingar hafa ekki fylgt íbúaþróun á sama tíma og þjónustu- þörfin eykst ár frá ári. Álag er mikið á starfsmenn og biðtími eftir þjónustu læknis á heilsugæslunni er óásættan- legur. En hvað er til ráða? Reksturinn er í höndum ríkissins og því miður hefur ríkið skammtað okkur hlut- fallslega lægri fjárframlög til HSS heldur en sambærilegra stofnana á landsbyggðinni. Þetta er mikið órétt- læti sem verður að leiðrétta. Yfirtaka Reykjanesbæjar á rekstri HSS er óraunhæf Nú í aðdraganda kosninga hafa hug- myndir um að Reykjanesbær tæki yfir rekstur heilsugæslunnar skotið upp kollinum og hefur að minnsta kosti einn stjórnmálaflokkur gert málið að sýnu aðalkosningamáli. Þessar hugmyndir eru óraunhæfar rekstrar- lega séð m.a. vegna fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og aðlögunaráætl- unar um lækkun skulda til 2022. Auk þess hefur þetta fyrirkomulag ekki leyst vandann hvað biðtíma lækna varðar. Reynsla Akureyrarbæjar af þessu rekstrarfyrirkomulagi gaf ekki góða raun og var samningur ríkissins við Akureyrarbæ um rekstur heilsu- gæslunnar ekki framlengdur. Horfum til reynslu annarra í máli þessu. Miðfokkurinn á Alþingi og í fjárlaganefnd vildi hækka fjárveitingar til HSS Rekstur HSS er í höndum ríkisins. Gera verður ríkisvaldinu ljóst að það óréttlæti sem viðgengst í fjárveit- ingum til HSS verður ekki liðið lengur. Ríkisvaldið verður að viðurkenna að hér hefur orðið fordæmalaus fólks- fjölgun á undanförnum árum. Bæta þarf húsakost HSS og skortur er á fagfólki til starfa. Bæjarvöld verða að þrýsta á þingmenn okkar að þeir berjist fyrir auknum fjárveitingum til HSS á Alþingi. Miðflokkurinn á Alþingi flutti breytingartillögu við af- greiðslu fjárlaga fyrir jól um hækkun til HSS upp á 100 milljónir króna. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri grænir voru á móti hækkun fjárveitinga til HSS Tillaga Miðflokksins var felld á Al- þingi. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri grænir greiddu atkvæði á móti hækkun til HSS. Það er þyngra en tárum tekur að þingmenn okkar, sem sumir hverjir eru búsettir í Reykjanesbæ, skuli ekki getað staðið saman og stutt tillögur um hækkun fjárveitinga til HSS. Flokkslína í at- kvæðagreiðslu sem þessari á Alþingi er óþolandi. Þetta er brýnt hags- munamál okkar allra og við gerum þá kröfu til þingmanna svæðisins að þeir sýni ábyrgð. Þeir stjórnmála- flokkar sem ekki gátu stutt við bakið á íbúum Reykjanesbæjar í málefnum HSS eiga að athuga sinn gang. Þing- mennirnir sem voru á móti eiga að spyrja sjálfa sig að því hvers vegna þeir eru í stjórnmálum. Eru þeir á þingi fyrir fólkið eða flokkinn? Eru þeir strengjabrúður flokkselítunnar í Reykjavík, sem ávallt hefur verið áhugalaus um Suðurnesin? Miðflokkurinn mun áfram berjast fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hverjum treystir þú til verksins? X-M Gunnar Felix Rúnarsson, skipar 2. sætið fyrir Miðflokkinn. Heilbrigðisstofnunin álag og óréttlæti Ein sú albesta forvörn sem börn og ungmenni fá er skipulagt íþróttastarf. Margar rannsóknir styðja við þessa fullyrðingu og ég held við getum flest fallist á hana. Meðfylgjandi mynd sem er unnin úr rannsókn sem Rann- sóknir og greining unnu sýnir þetta svo ekki verður um villst (Rannsóknir & greining: Ungt fólk 2016). Til að við sem samfélag getum fullnýtt okkur þessa staðreynd þá þurfum við að búa svo um hnútana hvar sem því verður við komið að sem flestir getið fundið eitthvað við sitt hæfi. Börn og ungmenni þurfa að finna sína grein, og aðstæður til að iðka íþróttir þurfa að vera ásættanlegar. Einnig þarf að bjóða uppá æfingatíma sem fellur að dagskrá barna og aðgengi þarf að vera eins og best verður á kosið. Við á D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Garði og Sandgerði gerum okkur grein fyrir þessu og viljum koma til móts við þessar mikilvægu þarfir. Ein af stóru lausnunum í þessu máli teljum við vera að koma á lagg- irnar fjölnota íþróttahúsi og eitt af okkar stóru stefnumálum er að koma slíku húsnæði í nýtt aðalskipulag í nýja sameinaða sveitafélaginu okkar. Undirbúningur verður svo hafinn að byggingu hússins á komandi kjör- tímabili. Þegar kemur að vali á slíku húsi er að mörgu að hyggja. Valkostirnir eru margir og útfærslurnar sem koma til greina mýmargar. Kostnaður við slík hús er mjög misjafn eftir því hvaða leið er valin og þvi þarf mjög að vanda til verks í þeirri vinnu og meta hvar þörfin liggur. Endanleg ákvörðun ræðst svo af þörfum íbúanna og fjár- hagslegri getu sveitafélagsins. Þessa vinnu þarf að fara í strax í komandi kjörtímabili. Notagildi fjölnota íþróttahúss er mikið og kemur það til með að nýtast mörgum íþróttagreinum og kynslóðum. Um leið opnast fyrir fleiri tíma í íþróttahúsunum sem nú eru til staðar til að stunda þær greinar sem eru best til þess fallnar að stunda í slíkum húsum. Þetta bætir aðstöðu fyrir knattspyrnuna, sem fær þá aðstöðu sem er fullkomlega sam- Forvarnargildi íþrótta og fjölnota íþróttahús í sameinuðu sveitarfélagi xsreykjanesbaer.is Takk fyrir stuðninginn og þolinmæðina við endureisn bæjarins okkar. Við munum skila árangrinum áfram til bæjarbúa - með ykkar hjálp. XS Verið velkomin í fjölskyldugrill Samfylkingar og óháðra í kosningamiðstöðinni Hafnargötu 12 föstudag 25. maí kl. 16-19 og í kosningakaffið á kjördag laugardag 26. maí. t

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.