Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 16
16 „Ég gæti valið mér að starfa á skrifstofu þar sem ég er menntaður ferlahagfræðingur en finnst sjómennskan einfaldlega miklu skemmtilegri. Hún togar alltaf í,“ segir Vigfús Ásbjörnsson, smá- bátasjómaður á Höfn í Hornafirði og formaður Hrolllaugs, félags smábátasjómanna Hornafirði. Hann var að leggja lokahönd á und- irbúning strandveiðitímabilsins þegar rætt var við hann á dögun- um og segist hlakka til sumarsins þó útlitið sé ekki bjart hvað rekstrarhorfur útgerðarinnar snertir. Mjög brýnt sé að gera veru- legar breytingar á strandveiðikerfinu og mikilvægt að það skref verði stigið þar sem reynslan af strandveiðunum hafi sýnt hversu miklu lífi það hafi hleypt í útgerð smærri báta í byggðunum út um landið. Eignaðist fyrsta bátinn í fyrra „Ég hef verið í sjómennsku frá 16 ára aldri en í fyrra keypti ég mér eigin bát og byrjaði að gera hann út á strandveiðar. Smábátaútgerð hér á Höfn var nánast horfin þegar strandveið- arnar komu til sögunnar og þær hafa algjörlega hleypt nýju lífi í höfnina. Núna eru hátt í 20 smábátar á strandveiðum, þó að kerfið sé ekki öflugra en það er. Að okkar mati er alltof lágu hlutfalli aflamarks úthlutað til strandveiða og því er lítið út úr þessu að hafa. Flestir þeir sem stunda strandveiðar hér á staðnum eru kvótalausir og eru í störfum á öðrum tímum árs- ins. Hér höfum við litla mögu- leika á grásleppuveiðum þó einstaka bátar hafi farið eitt- hvað lengra austur til að fara á þær veiðar,“ segir Vigfús. Vigfús Ásbjörnsson, smábátasjómaður á Höfn í Hornafirði. Í hönd fer strandveiðitímabilið hjá honum eins og notaði hann síðustu daga aprílmánað- ar til að gera bát sinn, Ásbjörn SF 123 kláran fyrir veiðitímabilið. Æ g isv iðta lið Þeir geta verið fallegir dagarnir á strandveiðunum. Myndir: Vigfús Ásbjörnsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.