Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Síða 29

Ægir - 01.03.2017, Síða 29
29 Útbreiðsla ýsu í marsralli árin 1985, 1995, 2007 og 2017. Þessi mynd sýnir glögglega hvernig ýsustofninn hefur flutt sitt aðal svæði norður fyrir land. Útbreiðsla þorsks í marsralli árin 1985, 1995, 2007 og 2017. áranna 2010-2017 eru þær lægstu frá upphafi. Lítið fékkst af hlýra undir 50 cm líkt og und- anfarin ár. Vísitala litla karfa var stöðug fyrstu tvo áratugina en hefur síðan þrefaldast. Að hluta til má rekja aukninguna til mikils magns á fáum togstöðvum enda eru öryggismörk mæling- anna há. Stofnvísitala lýsu hefur þró- ast með svipuðum hætti og hjá ýsu; lágmark á árunum kringum aldamótin, hámark 2003-2007 og niðursveifla undanfarin ár. Eins og hjá ýsu varð þó hækkun á vísitölu lýsu frá fyrra ári. Síðustu tvö ár hefur magn skötusels mælst minna en árin 2003-2015, en er samt meira en fyrstu 15 ár stofnmælingarinnar. Allir árgangar skötusels frá 2008 hafa mælst slakir í samanburði við árgangana frá 1998-2007 og fyrsta mæling á árganginum frá 2016 bendir til að hann sé lítill. Tindaskata fæst frá grynnstu til dýpstu stöðva og allt í kring- um landið. Vísitala tindaskötu hefur verið stöðug en þó má greina hæga lækkun frá alda- mótum,“ segir í niðurstöðunum. Hlýrri sjór Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undan- farin ár. Fyrir Norðvestur-, Norð- ur- og Austurlandi mældist hita- stig botnsjávar með því hæsta sem sést hefur á rannsóknatím- anum en í hlýsjónum við sunn- an- og suðaustanvert landið var botnhiti svipaður og að meðal- tali frá árinu 2003. Á flestum svæðum mældist botnsjórinn nú um 1-1,5 °c hlýrri en var að meðaltali í mars árin 1990-1995. Stofnvísitala þorsks í marsralli 1985-2017 og haustralli 1996-2016. Skyggð svæði sýna staðalfrávik í mati á vísitölum. Stofnvísitala ýsu í marsralli 1985-2017 og haustralli 1996-2016. Skyggð svæði sýna staðalfrávik í mati á vísitölum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.