Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 8
8 Sólveig Arna Jóhannesdóttir leiðir sölu botnfiskafurða hjá HB Granda og tekst daglega á við breytingar á markaði. Kröfur neyt- enda þróast með nýjum kynslóðum, straumum og stefnum en Ægir hafði áhuga á að forvitnast nánar um hvaða áhrif það hefur á sölu íslenskra sjávarafurða bæði erlendis og hérlendis. Tækifæri í netsölu „Kynslóðirnar eru um margt ólíkar en í því felast tækifæri. Við reynum að lesa í þarfir markaðarins og sjá út leiðir til að uppfylla þessar þarf- ir á hverjum tíma. Ungt fólk virð- ist minna vanafast og opnara fyrir nýj- ungum en þeir sem eldri eru en á sama tíma kröfuharðari og upplýstari. Í samtölum við ungt fólk hefur komið fram að það sem stendur helst í vegi fyrir að þau borði oftar fisk er vöntun á fjölbreyttum og ein- földum matreiðsluleiðbeining- um og hugmyndum um notkun fiskmetis í daglegu mataræði. Við vinnum að því um þess- ar mundir að kynna gullkarfa fyrir íslenskum neytendum. Hluti af því verkefni er pökkun og sala á ferskum gullkarfa- hnökkum, bæði marineruðum tilbúnum í ofn eða á pönnu og svo alveg ómeðhöndluðum sem hægt er að matreiða að vild. Gullkarfahnökkunum er pakkað undir merkjum Norð- anfisks í handhægar umbúðir og eru hluti af ferskfisk- vörulínu sem kom á mark- aðinn fyrr á árinu. Á sama tíma opnuðum við netsíð- una fiskurimatinn.is. Okkar nálgun til markaðssetningar á netinu hefur m.a. verið að framleiða stutt myndbönd með spennandi matarupp- skriftum og gefa út uppskriftir á vefnum en með því náum við vonandi að hvetja fólk til að prófa sig áfram í matargerð úr fiskmeti og svara kalli nýrra kynslóða. Þau eru jú neytendur framtíðarinnar og tengillinn við komandi kynslóðir. Þetta teljum við einnig góða leið til að koma vöru á framfæri við nýja kyn- slóð sem ekki kann að meta beina sölu, til að mynda á sam- félagsmiðlum. Ef þeim líkar við efnið geta þau sjálft deilt því og þannig mælt með því sem það hefur góða reynslu af. Við höfum svo hug á að læra af þessu verkefni og nýta okkur þá reynslu á er- lendum vettvangi. Ég tel að það séu mikil tækifæri á netinu - ekki endilega á samfélagsmiðl- um þar sem nú þegar er mikið áreiti, nema þá óbeint – heldur í beinni og óbeinni netsölu sem er í miklum vexti og örri þróun um allan heim,“ segir Sólveig Arna og nefnir sem dæmi þjón- ustu á borð við Eldum rétt og að fyrirtæki eins og Amazon sem hafi nú hafið sölu á fiski víða um heim. Rótgróin ímynd Sólveig Arna segist hafa fundið fyrir aukinni jákvæðni gagnvart Íslandi erlendis undanfarin ár, til að mynda á árlegri sjávarút- vegssýningu í Brussel og víðar. ,,Ímynd Íslands er sterk og góð víða í Evrópu. Fiskveiðisaga okkar Íslendinga er samofin sögu margra okkar helstu við- skiptaþjóða eins og Frakka, Englendinga, Þjóðverja og Spánverja sem sóttu hingað fisk úr sjó og kenndu okkur um leið margt af því sem lagði grunn að okkar farsælu sjósókn. Sú saga er mörgum hérlendis og er- lendis ókunn en skiptir miklu máli,“ segir Sólveig Arna. Samhliða kröfu um aukið gegnsæi vinnur yngra fólk oft sína rannsóknarvinnu, „googl- ar“ fyrirtæki, lönd og vörur. Sól- veig Arna segir það sína skoðun að við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í því að þessi saga komi upp í slíkri upplýsingaleit og ættum við saman að reyna að tryggja það. „Þeirri spurningu hvort við getum treyst á ímynd okkar um „íslenskt best í heimi“ verð ég svara á þá leið að ég er mótfall- Nýjar kröfur – ný tækifæri Sólveig Arna Jóhannes- dóttir, sölustjóri botn- fiskafurða HB Granda. M a rk a ðsm á l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.