Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 26
26 Föstudaginn 23. júní var form- lega tekið á móti nýjum ísfisk- togara HB Granda hf., Akurey AK 10, í heimahöfn á Akranesi. Þetta er annar af þremur ísfisk- togurum sem fyrirtækið lætur smíða fyrir sig hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og í raun fjórða skipið af fimm nýsmíðum sem HB Grandi fær frá stöðinni. Fyrst komu upp- sjávarskipin Venus NS og Vík- ingur AK og síðan ísfisktogar- inn Engey RE í janúar síðast- liðnum. Í desember er síðan þriðji og síðasti togarinn vænt- anlegur til landsins, Viðey RE. Þar með lýkur endurnýjun upp- sjávar- og ískfiskskipaflota fyr- irtækisins en við tekur endur- nýjun í frystiskipaflotanum þar sem HB Grandi hefur nýverið samið um smíði nýs frystiskips sem smíðað verður á Spáni. Sjálfvirkni í lest og á vinnsluþilfari Ísfisktogararnir eru hönnun frá Alfreð Tulinius, skipatæknifræð- ingi og framkvæmdastjóra Nautic ehf. Þau eru 54,75 metra löng, 13,5 metra breið og rista 4,7 metra. Þau eru búin aðal- og ljósavélum frá MAN og 1200 kw ásrafal. Í hönnunarferlinu var lagt upp með marga áhersluþætti svo sem öryggi, vinnuaðstæður og aðbúnað áhafnar, aukin gæði fiskafla og minni orku- notkun. Þetta birtist öllum sem skoða skipið í útliti þess og sér í lagi hinu framstæða stefnislagi en það er nýjung í skipahönn- un. Henni er ætlað að skila betri sjóhæfni, meiri stöðugleika skipsins og þar með betra Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, flytur ávarp við móttöku skipsins á Akranesi. Við þetta tæki- færi gaf Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna Vilhjálmssonar stjórnarformanns fyrirtækisins til fjölda ára, skip- inu formlega nafnið Akurey AK 10. Systurskipin Akurey AK og Engey RE við bryggju á Akranesi á dögunum. Engey RE er nú farin til veiða og við tekur lokafrágangur Akureyjar. Ný Akurey AK til heimahafnar N ý tt fisk isk ip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.