Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 20
„Það verður gríðarleg breyting fyrir okkur að fara af gamla Björgúlfi yfir á þetta nýja skip. Munurinn er mikill á öllum sviðum, hvort heldur er horft til stærðar skipsins, vinnuað- stöðu eða aðbúnaðar áhafnar,“ segir Kristján Salmannsson skipstjóri á Björgúlfi EA 312 sem hefur verið í brúnni á gamla Björgúlfi frá árinu 2010. „Skipið er auðvitað talsvert stærra og breiðara og kemur til með að fara betur með okkur. Breiddin skiptir miklu máli fyrir sjóhæfnina og gerir að verkum að það veltur minna. Þetta breytir miklu fyrir okkur sem störfum um borð og við þekkj- um það frá gamla skipinu sem á til að velta talsvert. Hver metri í breidd skipanna kemur fram í bæði minni veltingi og meira vinnurými innanskips,“ segir Kristján. Skrokklagið sannar sig Margir staldra við þetta skrokk- lag sem er á nýjum togurum sem eru að koma til landsins þessa mánuðina. Hönnuðir togaranna sem eru með þessu lagi hafa bent á að í raun sé hér á ferð áframhaldandi þróun á perustefninu sem fram kom á sínum tíma. Með þessu fram- stæða stefni vinnist margt í sjó- hæfni, mótstaða verði minni þegar skipin fara í gegnum öld- una í sjógangi, auk þess sem á sama tíma fáist aukið rými inn- anskips. „Ég hef fulla trú á að þetta skrokklag skili sér fullkomlega. Ég sigldi líka sem stýrimaður á Kaldbaki EA þegar við komum með það skip frá Tyrklandi fyrr í vor og hef séð hvernig skipin eru í öldu. Þau stinga sér minna niður í ölduna og svo verður greinilega minni mótstaða þeg- ar þau kljúfa hana. Þetta skilar orkusparnaði, sem skiptir miklu máli,“ segir Kristján. Meðal aflahæstu ísfisktogaranna Björgúlfur EA 312 hefur verið meðal aflahæstu ísfisktogara landsins undanfarin ár og segir Kristján það vera gott skip, þó 40 ára gamalt sé. „Okkur hefur gengið prýðilega síðustu ár og höfum verið að veiða að jafnaði 5.500-6.000 tonn á ári. Aleng- asta túralengdin er fjórir sólar- hringar og fyrir tveimur árum var meðalengd veiðiferðar hjá okkur 3,6 sólarhringar yfir árið. Það segir talsvert um að við höfum ekki þurft langan tíma á miðunum til að sækja aflann,“ segir Kristján og bætir við að þarfirnar í vinnslunni í landi ráði mestu um það hversu langar veiðiferðirnar eru hverju sinni. „Vinnslan ræður mestu um þetta en við vitum yfirleitt þeg- ar við látum úr höfn hvenær miðað er við að við komum inn til löndunar. Stundum erum við kallaðir fyrr inn ef á þarf að halda vinnslunnar vegna.“ Nú tekur við smíði vinnslu- búnaðar á millidekk Björgúlfs og því ekki alveg komið að því strax að reyna skipið á miðun- um. „Ég get ekki sagt annað en að það sé mikil spenna hjá okk- ur öllum í áhöfninni að halda til veiða á þessu fína skipi. Þetta verður algjörlega nýr vinnu- staður,“ segir Kristján. Gríðarleg breyting að fara á þetta skip segir Kristján Salmannsson, skipstjóri á Björgúlfi EA 312 Kristján Salmannsson í brúnni á nýjum Björgúlfi EA 312. Gamli og nýi Björgúlfur sigldu saman síðasta spölinn til Dalvíkur þar sem mikill mannfjöldi fagnaði nýja togaranum. 20

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.