Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 13
13 vinnslu á laxaafurðum þar í landi og taka einnig þátt í eldis- starfsemi utan lands. Mikilvægt að læra inn á ferlið og aðstæðurnar Þegar einungis fáir mánuðir voru liðnir frá stofnun félagsins festi það kaup á sjókvíaeldisfyr- irtækinu Dýrfiski, sem þá hafði hafið starfsemi í silungaeldi í kvíum í Dýrafirði. Tveir starfs- menn voru á þeim tíma að störfum við sjókvíaeldið og starfsmenn hjá Arctic Fish í heild því orðnir þrír. Félagið hefur vaxið hröðum skrefum á þessum 6 árum sem liðin eru frá því fyrstu skrefin voru tekin. Á þeim tíma sem Arctic Fish keypti Dýrfisk var fiskurinn kominn í sláturstærð, magnið var ekki mikið en engu að síður vantaði vinnslu til að vinna hann og segir Sigurður að því hafi verið ráðist í kaup á vinnslu á Flateyri, Arctic Odda, sem áð- ur hafði verið í bolfiskvinnslu. „Við gerðum okkur ljóst frá upphafi að grunnurinn að upp- byggingu félagins lægi í því að byggja upp góða seiðaeldis- stöð svo hægt væri að efla eldið enn frekar. Þegar félagið var ársgamalt keyptum við gamla seiðaeldisstöð í botni Tálkna- fjarðar, Norður-Botn, en þar er gott jarðnæði til uppbyggingar og við höfum aðgang bæði að heitu og köldu vatni auk þess sem nálægðin við sjóinn er kostur, m.a. þegar sjógöngu- seiði eru sett út. Við héldum áfram uppbyggingu í Tálkna- firði og byggðum þar nýja seiðaeldisstöð til viðbótar þeirri sem fyrir var,“ segir Sigurður. Félagið hóf starfsemi sína í kringum silungaeldi, tekið var eitt skref í einu og byggt upp. Sigurður segir að mönnum hafi verið í mun að læra inn á ferlið og þær aðstæður sem búið var við, en þær eru um margt sér- stakar, þó svo að einhverju leyti svipi þeim til þess sem gerist í norðanverðum Noregi. Vinnslutími vegna leyfisveitinga allt upp í 5 ár „Þegar við hófum okkar starf- semi voru við með 200 tonn eldisleyfi sem síðar var aukið upp í 2.000 tonn. Það tekur gríðarlega langan tíma að vinna við leyfisumsóknir, mikil undir- búningsvinna að baki áður en leyfi eru gefin út. Eldisleyfi hafa mikið verið í umræðunni und- anfarið og af henni má ráða að verið sé að veita fjöldann allan af leyfum en svo er ekki. Síðast var veitt sjókvíaeldisleyfi fyrir um það bil ári síðan, en það var stækkun í Arnarfirði. Við höfum verið að vinna að stækkun í Dýrafirði og sótt um leyfi til þess, vinnslutíminn á því hefur verið rúm 5 ár,“ segir Sigurður. „Til að greinin nái að byggjast upp til framtíðar og á ábyrgan hátt er mikilvægt að iðnaður- inn, sveitarfélögin og stjórnsýsl- an eigi sér sameiginleg mark- mið um uppbygginguna. Stjórnvöld í okkar nágranna- löndum hafa gefið út stefnu í þessum efnum, þ.e. hvernig standa á að uppbyggingu sjókvíaeldis. Eldisstarfsemi félagsins hófst í Dýrafirði og þar er enn helsta starfsstöð félagsins í sjóeldinu. Sjö starfsmenn eru við þann hluta starfseminnar. Vinnslan afurða hefur verið í Ísafjarð- arbæ, bæði á Flateyri og Ísafirði en á síðarnefnda staðnum er einnig skrifstofa Arctic Fish þar sem starfsmenn eru fjórir tals- ins. Við vinnsluna sjálfa starfa að jafnaði 20 starfsmenn. Á Tálknafirði er sem fyrr segir seiðaeldi félagsins með 8 föst- um starfsmönnum. Við upp- byggingu á aðstöðu þar hafa um 10 manns starfað og fleiri þegar meira er umleikis, á fjórða tug þegar mest er. Ný kví sett út fyrir utan flugvöllinn í Patreksfirði. Gott jarðnæði til uppbyggingar er við seiðaeldisstöðina í Tálknafirði en þar hefur félagið aðgang að bæði að heitu og köldu vatni auk þess sem nálægðin við sjóinn er kostur, m.a. þegar sjógönguseiði eru sett út.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.