Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2017, Side 14

Ægir - 01.08.2017, Side 14
14 Snorri Snorrason, skipstjóri á Drangey SK 2, hefur langa reynslu af skipstjórn og fer nú með áhöfn sinni af Klakki SK yf- ir á Drangey SK 2. Hann sigldi nýja skipinu heim frá Tyrklandi og er hæstánægður með skipið. Þegar siglt var í gegnum Eyja- og Miðjarðarhaf var mikil hita- bylgja, sló hátt í 40 gráður og þurfti að slá af keyrslunni á skipinum vegna yfirborðshita í sjónum. Snorri sagðist því hafa verið feginn þegar fór að nálg- ast Ísland og kunnugleg norða- náttin tók við. Algjör bylting fyrir áhöfnina „Við fengum reyndar kolvitlaust veður suður af Íslandi, beint á móti. Skipið var engu að síður mjúkt og fínt og þarna fundum við greinilega hversu vel það mun fara með okkur í framtíð- inni þegar allt verður komið um borð, búnaður og fullir tankar. Auðvitað hreyfast öll skip eitt- hvað en eftir að hafa siglt bæði Drangey heim og Björgúlfi þá fullyrði ég að þetta eru mjög góð sjóskip. Fyrir okkur í áhöfn- inni verður þetta vægast sagt mikil bylting frá gamla Klakk,“ segir Snorri. Fyrir skipstjórann er líka mik- il bylting að hafa nýja skjávegg- inn sem er í brúnni á Drangey SK en þar er um að ræða risa- vaxinn skjá þar sem hægt er að raða upp þeim valmyndum í stjórnbúnaði skipsins sem þörf er á hverju sinni. „Þessi veggur er mikil bylting. Hér fyrir framan mig get ég haft allt að 24 skjái uppi í einu og þetta einfaldar stjórnina mikið.“ Eins og höll miðað við Klakk Snorri segir ósanngjarnt að bera saman þetta nýja skip og Klakk SK sem Drangey leysir af hólmi. „Það er miklu meira en himinn og haf þarna á milli. Drangey er eins og höll í sam- anburðinum. Klakkur og aðrir ogarar sem þessi nýju skip leysa af hólmi eru börn síns tíma. Sjálfsagt má alltaf finna einhver atriði við þetta nýja skip sem mættu vera öðruvísi en í heild sinni er þetta bara stórkostlegt skip að mínu mati. Almennt eru togararnir hjá okkur Íslending- um orðnir of gamlir og standast illa þær kröfur sem gerðar eru í dag um meðferð á aflanum. Þess vegna er svo gleðilegt að fá að taka þátt í því að halda til veiða með nýtt skip, búið nýj- ustu tækni og besta aðbúnaði til að skila sem allra bestu hrá- efni að landi. Mér liggur við að segja að við séum svolítið á bleiku skýi af tilhlökkun að fara í fyrstu veiðiferð á skipinu,“ segir Snorri Snorrason. „Stórkostlegt skip í alla staði“ segir Snorri Snorrason, hæstánægður skipstjóri Drangeyjar SK Snorri Snorrason, skipstjóri Drangeyjar SK 2, í skipstjórastólnum í brúnni. N ý tt fisk isk ip

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.