Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Síða 22

Ægir - 01.08.2017, Síða 22
22 Nýtt fiskveiðiár hófst þann 1. september síðastliðinn og úthlutaði Fiskistofa aflamarki fyrir árið sem nemur 375.589 tonnum í þorsk- ígildum talið. Það er 10.500 meira í þorskígildum en á síðasta fisk- veiðiári. Úthlutun í þorski er um 203 þúsund tonn og eykst um tæp 9.000 tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er 31.732 tonn og eykst um 4.200 tonn og er sama aukning í ufsakvótanum. Tæplega 1.700 tonna samdráttur er úthlutun á gullkarfa og tæplega 1.100 tonna samdráttur í djúpkarfa. Þá er úthlutun í íslenskri sumargotssíld 29.000 tonnum minni en í fyrra. Úthlutað aflamark er alls 422.786 tonn sem er tæplega 6.600 tonnum minna en á fyrra ári. Alls 2.042 þorskígildistonnum er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en það er um 500 tonnum meira en í fyrra og fara þau til 40 báta samanborið við 30 báta á fyrra ári. Við úthlutunina vakti Fiskistofa athygli á því, líkt og fyrr, að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki sé óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski, benda megi sérstaklega á að engri loðnu var úthlutað að þessu sinni. Þess vegna eigi heildar- aflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líði á fiskveiðiárið. Enn fækkar togurunum Alls fengu 489 skip úthlutað aflamarki að þessu sinni samanborið við 499 á fyrra fiskveiðiári. Nýjasti frystitogari landsmanna, Sólberg ÓF 1, er það skip sem fær mestu aflamarki úthlutað á fiskveiðiárinu eða 9.716 þorskígildistonnum. Það svarar til 2,6% af úthlutuðum þorskígildum. Bátar með krókaaflamark eru nú 277 eins og í fyrra. Skipum í afla- markskerfinu fækkar um 10 á milli ára og eru nú 212. Athygli vekur að togurum fækkar enn, þetta árið um fimm en þeim hefur fækkað um 17 frá upphafi fiskveiðiársins 2013/2014. Togararnir eru nú 39 í íslenska flotanum. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttog- arar úthlutað rúmum 206 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá 165 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 51.700 tonn. Vakin er athygli á því að krókaaflamarksbátar fá eingöngu út- hlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Fimmtíu stærstu Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 87,8% af því aflamarki sem úthlutað er og er það 1,2 prósentustigum hærri tala en í fyrra. Alls fá 372 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða um 26 aðilum færra en í fyrra. Sé litið til þeirra 10 fyrirtækja sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 9,48% af heildinni, næst kemur Samherji með 5,89% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár og raunar er aðeins sú breyting á þessum 10 fyrir- tækja lista í ár að Síldarvinnslan er nú komin í 10. sæti þar sem Hraðfrystihúsið Gunnvör ehf. var á liðnu fiskveiðiári. Vinnslustöðin færist einnig úr 9. sæti upp í það fimmta en í heild ráða þessi 10 fyr- irtæki yfir 49,74% af heildaraflamarki fiskveiðiársins. Hlutfallið á síð- asta fiskveiðiári var 49,76%. Listi 10 stærstu er þannig í ár: Samtals Hlutfall ÞÍG kg % af heild HB Grandi hf. 35.621.397 9,48% Samherji Ísland ehf. 22.027.795 5,86% Þorbjörn hf. 20.740.377 5,52% FISK-Seafood ehf. 18.398.365 4,90% Rammi hf. 15.800.597 4,21% Vísir hf. 15.633.297 4,16% Brim hf. 15.447.406 4,11% Skinney-Þinganes hf. 15.193.825 4,05% Vinnslustöðin hf. 15.079.259 4,01% Síldarvinnslan hf. 12.889.674 3,43% Úthlutun eftir heimahöfnum Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heima- höfn í Reykjavík eða 12,27% af heildinni samanborið við 12,1% í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,8% af heildinni sam- anborið við 10,6% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyj- um ráða fyrir 9,9% úthlutunarinnar eins og í fyrra. Sú breyting verð- K v ótin n 2 0 1 7 -2 0 1 8 Nýtt fiskveiðiár meiri heimildir í helstu botnfisktegundum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.