Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Síða 54

Ægir - 01.08.2017, Síða 54
54 Færeyingar selja hluta af sjávarafurðum sínum til Rússlands. Á fyrri helmingi þessa árs fór meira þangað en til nokkurs annars lands. Verðmæti útflutnings þangað jókst um 5,7 milljarða íslenskra króna miðað við sama tíma í fyrra. Útflutningurinn á þessu tímabili í ár skilaði alls 18,8 milljörðum króna, eða 27% af heildinni. Þar njóta Færeyingar þess að hafa ekki tekið þátt í refsiaðgerð- um ESB og Bandaríkjanna gegn Rússlandi vegna átakanna í Úkra- ínu. Fyrir vikið hefur Rússland ekki sett innflutningsbann á fiskafurð- ir frá Færeyjum, eins og á Ísland, sem fylgdi ESB og Bandaríkjunum að máli í refsiaðgerðunum. Langt er í næstu útflutningslöndin, en næst koma Bretland og Bandaríkin. Útflutningur til hvors lands fyrir sig skilaði á fyrri helm- ingi þessa árs um 7,5 milljörðum íslenskra króna. Þar á eftir koma Danmörk og Þýskaland með 5,8 milljarða í útflutningsverðmæti hvort land og loks Kína með 4,4 milljarða. Laxinn verðmætur Lax er langverðmætasta útflutningsvaran, sem flutt er utan til sex helstu viðskiptalandanna. Af því sem selt er til Rússlands er helm- ingurinn lax og þar á eftir koma makríll og síld. Til Bandaríkjanna, Þýskalands og Kína fer nær eingöngu lax. Af þorski, ýsu og öðrum botnfiski fer mest til Bretlands. Frá aldamótum hafa orðið miklar breytingar á útflutningum eftir löndum. Mesta breytingin er hinn gífurlegi vöxtur í útflutningi til Rússlands, en sala til Bandaríkjanna og Kína hefur einnig aukist. Þá hefur meira farið til Þýskalands og Hollands og Belgíu. Útflutningur til þeirra landa sem voru efst á listanum um aldamótin; Danmerkur, Bretlands, Ítalíu, Spánar og Frakklands hefur minnkað nokkuð, en er enn töluverður. K rossg á ta F réttir Rússland stærsti fisk- afurðamarkaður Færeyja Hér má sjá hvernig þróun hefur orðið í verðmætum útfluttra sjávaaf- urða frá Færeyjum á fyrri helmingi áranna 2000-2017. Risastökk hefur orðið í sölu til Rússlands.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.